Feykir


Feykir - 07.03.1990, Blaðsíða 1

Feykir - 07.03.1990, Blaðsíða 1
rafsjá Sérverslun með raftæki Sæmundargötu 1 Sauðárkróki Sauðárkrókur: Haldið áfram að malbika í sumar í fjárhagsáætlun Sauðárkróks- bæjar sem lögð var fram til fyrri umræðu á fundi bæjar- stjórnar í síðustu viku, er gert ráð fyrir að götur íTúnahverfi verði maibikaðar í sumar. Þetta vegur þyngst í þeirri 10 milljón króna aukningu skulda bæjarins, sem gert er ráð fyrir að verði á þessu ári. „Okkur finnst ekki stætt á öðru en halda áfram með malbikun gatna í bænum. Fyrst að þeir í syðra hverfinu fengu malbikiðsíðastasumar er röðin komin að Túnhverf- ingum í ár”, segir Snorri Björn bæjarstjóri. Lauslegar áætlanir gera ráð fyrir að malbikun gatna í Túnahverf- inu kosti um 20 milljónir. Það er víða sem það tíðkast á öskudegi að slá köttinn úr tunnunni. Krakkarnir í Akraskóla gerðu það með atgangi miklum, en þrátt fyrir það stóð síldartunnan sem brúkuð var lengi fyrir þeim. Fimm manna leiðangur frá Lundi í Svíþjóð: Rannsaka vatnaset með töku borkjarna á Skaga Jeppi leiðangursmanna fastur í ófærðinni á Skaganum. Strandgatan gerð að aðalbraut Á Sauðárkróki hefur um skeið verið stefnt að því að beina umferð vöruflutninga- bíla af aðalumferðagötum bæjarins, framhjá miðbænum. í þessu augnamiði samþykkti bæjarstjórn nýlega tillögu umferðanefndar, að Strand- gatan njóti aðalbrautaréttar. Þessi breyting kallar á biðskyldumerki við hesthúsa- afleggjarann norðan Tjarna- tjarnar og við norðurenda Freyjugötu og Aðalgötu, þar sem EyrargataogStrandgata mætast. Þá var rætt um nauðsyn þess að koma upp hraðahindrun norðast á Aðalgötu. — Ekki veitir sjálfsagt af því, þarsem búast má við að það taki þá sem aka norður Aðalgötu nokkurn tíma að átta sig á því að þeir verða að stansa á beinni brautinni fyrir umferðinni af Strandgötu, sem búast má við að geti á stundum orðið nokkuð hröð og „þung”. Á Skaga er nú staddur fimm manna leiðangur frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð í þeim tilgangi taka borkjarna af vatnaseti í vötnum á Skaganum. Leiðangurinn, sem er fyrstur sinnar tegundar hér á landi, mun standa í 10 daga. Er vonast til að úr kjörnunum megi lesa upplýsingar um fornt veður- og gróðurfar og sjávarstöðubrevtingar, að minnsta kosti siðustu tíu þúsund ára og jafnvel allt til síðasta jökul- skeiðs. Leiðangursmenn ætluðu að taka fyrstu kjarnana úr vötnunum við Tjörn á föstudaginn, en vegna ófærðar komust þeir aidrei þangað út eftir, frá Skagaströnd þar sem þeir halda til. Festu þeir bílinn hjá Hofi og lentu í miklu basli. Guðjón á Hofi var síðan svo vænn að draga þá upp úr festunni. „Við verðum hérna í 10 daga og þó svo að hann haldi svona áfram með grimmdar- vetri og ófærð vonumst viðtil að ná gögnunum. Ef svo illa færi að ferð okkar yrði til einskis erum við ákveðnir að koma aftur síðar, því gögnunum ætlum við að ná”, sagði dr. Ólafur Ingólfsson leiðangursstjóri, Reykvíkingur sem starfar við Háskólann í Lundi með heimskautasvæði sem rannsóknarsvið. Annar Islendingur er einnig í leiðangrinum, Þorsteinn Sæ- mundsson, hinir þrír eru Svíar. Kjarnarnir verða aðallega teknir af tveim svæðum á Skaganum, úr vötnunum við Tjörn og síðan norður og austur um að Hrauni. Að sögn Ólafs er Skaginn alveg einstakt svæði til þessara rannsókna. „Jöklar gengu ekki yfir norðurhluta Skagans Blönduós: Átta íbúðir munu rísa fyrir aldraða Ákveðið er að í vor heljist framkvæmdir við byggingu átta íbúða fyrir aldraða á Blönduósi. Það er Félag aldraða í Húnaþingi, er stofnað var á síðasta hausti, sem unnið hefur að fram- gangi þessa máls, með héraðsnefnd Austur-Húnavatns- sýslu sem bakhjarl. íbúðirnar verða byggðar skammt frá Héraðshælinu, rétt austan við Hnitbjörg dvalarheimili aldraða. Þegar auglýst var eftir umsækjendum um íbúðir fyrir skömmu gáfu 14 aðilar sig fram, mestmegnis einstaklingar. Ekki hefur verið ákveðið hve margar íbúðanna átta verði hjónaíbúðir. Að sögn Torfa Jónssonar á Torfalæk hefur Húsnæðis- stofnun ekki enn afgreitt lánsheimild til íbúðabygg- inganna, en fregnast hefurað afgreiðslan verði jákvæð þegar þar að kemur. í lok síðasta jökulssviðs. Þarna eru mörg vötn á litlu svæði, í mjög mismunandi hæð yfir sjó. Þetta teljum við að muni gefa okkur margar mikilvægar vísbendingar við rannsóknirnar, sem fram fara í Lundi og á Islandi ef til þess fæst íjármagn”, sagði Ólafur. Leiðangursmenn að störfum skammt frá Tjörn.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.