Feykir


Feykir - 07.03.1990, Qupperneq 8

Feykir - 07.03.1990, Qupperneq 8
7. mars 1990, 9. tölublað, 10. árgangur Auglýsingar þurfa að berast eigi síðar en um hádegi á föstudögum Kastro frestaði jólunum fram í mars á sínum tíma. Nú hefur Halldóra húsvörður farið að dæmi hans og frestað „Sælunni” fram á sumar. „Sumarsæla” í þetta sinn Ákveðið liefur verið að fresta Sæluviku Skagfirðinga, sem heijast átti 25. mars nk„ um einn mánuð og mun hún því ekki hefjast fyrr en í sumarbyrjun, 22. apríl, koma í beinu framhaldi af Húnavökunni seni lýkur daginn áður. Frumorsök frestunar Sæluvikunnar er sú hve Leikfélagi Sauðárkróks gekk erfiðlega að fá leikara til starfa, þegar loksins hafði tekist að útvega leikstjóra. Meiraprófsnám- skeið forfallaði tvo leikara og annað eftir því. Leiksýningar Leikfélagsins hafa ætíð verið fastur kjarni í Sæluvikunni, sem félagsheimilið Bifröst hefur staðið fyrir um áraraðir. Húsvörðurinn Halldóra Helgadóttir gat ekki hugsað sér Sæluvikuna án leikfélagsins og fékk því samþykki annarra aðila sem þátt eiga að Sæluvikunni nú að slá henni á frest. Það verður því „Sumarsæla” að þessu sinni, en eins og menn muna voru fyrir nokkrum árum einmitt gerðar tilraunir með að halda „auka” Sæluviku yfir sumartímann. Það tiltæki þótti ekki gefast nógu vel í að laða ferðamenn til bæjarins og lognaðist því útaf. Nýjar vörur! M.a. peysur, skyrtur, gallabuxur, svartar og bláar, skór Fermingarfatnaðurinn kominn! SPARTA fataverslun - skóbúð Aðalgötu 20 - Símar 35802, 35635 Aukadómþing Skagafjarðarsýslu: Fellst ekki á ógildingu í Flatatungumálinu Á aukadómþingi Skagafjarðar- sýslu var sl. fimmtudag kveðinn upp dómur í stefnu- máli Gunnars Oddssonar bónda i Flatatungu á hendur landbúnaðarráðherra og sauð- Ijársjúkdómanefnd til ógildingar ákvörðunar ráðherra uni niðurskurð hjarðarinnar í Flatatungu. I dómnuni er ógildingunni hafnað á grund- velli fræðilegrar úttektar á riðusjúkdómnum og reglugerð frá 1982 um varnir gegn útbreiðslu riðuveiki. Þá er í dómnum ekki fallist á rök stefnanda um ógildingu vegna ónægrar birtingar, né að ákvörðun hafi verið byggð á ónógum rökstuðningi af hálfu sauðfjársjúkdómanefndar. Dómendur í málinu voru þrír og stóðu þeir allir að dómnum. Sigríður Friðjóns- dóttir dómarafulltrúi, Stein- grímur Gautur Kristjánsson borgardómari og Arthur Löve læknir og doktor í veiru- fræðum. í 6. grein reglugerðar nr. 556 frá 1982 sem dómurinn byggir á segir: „Ef riðuveiki verður vart í héraði þar sem hún hefur ekki verið kunn áður, eða veldur verulegu tjóni á einstökum bæjum, getur ráðherra að fengnum tillögum sauðfjársjúkdóma- nefndar fyrirskipað niðurskurð alls sauðfjár þar og tíma-' bundið fjárleysi í þeim tilgangi að hefta útbreiðslu veikinnar”. Dómurinn kemst að þeirri niðurstöðu að hverfandi líkur séu á að hjörðin sé riðulaus, heldur yfirgnæf- andi líkur á að riðusmit sé þar að finna og veikin geti komið fram hvenær sem er á næstu árum. Því sé orðið verulegt tjón á búi stefnanda. Stefnandi hefur þrjá mánuði til áfríunar. Málskostnaður var felldur niður í dómnum og skiptist því milli aðila. Að lokum má geta þess að riða var greind í Flatatungu haustið 1987. Hafa þrjár kindur í hjörð Gunnars verið skornar og 21 til viðbótar vegna smithættu. Snjóþyngsli í Fljótum: Fréttirnar líka undir snjó „Það er varla von til þess að neitt sé að frétta úr Fljótunum, þær eru allar undir snjó”, sagði Fljótamaður einn er hann var spurður frétta á dögununt. Gífurlegt fannkyngi er nú í Fljótum og mál manna Bæjarstjórinn á Sauðárkróki um snjómokstur „Götur hvergi jafn greiðfærar” „Ég fullyrði að hvergi í bæ á Norðurlandi eru götur jafnt greiðfærar og hér. Fólk verður að athuga að það býr hér norður við heimskautsbaug og það er varla hægt að ætlast til þess að göturnar séu hreins- aðar alveg niður í malbik. Það mundi kosta óhemjupeninga að hrcinsa snjóinn reglulega úr bænum, því sannleikurinn er sá að eftir að bærinn byggðist þéttar og opnum svæðum fækkaði, er erfiðara og dýrara að koma snjónum í burtu”. Þetta hafði Snorri Björn Sigurðsson bæjarstjóri að segja um snjómoksturinn í bænum. „Jú jú það hefur ábyggilega verið rakinn klaufa- skapur hjá þér”, sagði hann um það þegar blaðamanni Feykis tókst ekki á dögunum að beygja upp úr hjólför- unum á Skagfirðingabraut- inni á leið heim til sín. Slíkt hefur raunar gerst nokkrum sinnum í vetur. Snorri sagði að einn daginn hefðu verið níu tæki að störfum við snjómokstur- inn, sá dagur hefði líklega kostað hátt í hálfa milljón. „Auðvitað væri mjög æskilegt að geta hreinsað gangstéttir, til að auðvelda gangandi fólki að komast um bæinn. Því fylgdi bara svo gífurlegur kostnaður. Peningaaustur í snjómokstur mundi bitna freklega á framkvæmdagetu bæjarsjóðs, sem má síst við að minnka. Enda get ég varla meint annað en snjómoksturs- mál hér séu viðunandi”, sagði Snorri Björn. að snjómagnið sé orðið eins mikið og það var þegar mest var í fvrra. Þar sem lengi vel kyngdi niður snjó í blota og hvössu er „massinn” orðinn feikimikill. „Veðrið er búið að vera þokkalegt í dag, en mér sýnist hann vera að dimma að aftur. Maður er orðinn ansi leiður á þessum sífellda ófrið í veðrinu. Það hafa verið stórhríðar hér og illskuviðri ogalltafgertófært jafnóðum og mokað er. Seinast í gær þurfti að koma fólki hér fram í dalinn á snjósleða”, sagði Sigmundur Jónsson bóndi á Vestara- Hóli á sunnudag. „Það hefur gerst núna þrjár vikur i röð að krakkarnir hafa ekki komist í skólann fyrr en á miðviku- dögum eftir helgarfríin. Ég á allt eins von á því að þeim verði komið fyrir í heimavist, a.m.k. þeim elstu. Annars reynir fólk að hafa það notalegt þrátt fyrir þessa Vænn skafl við Ketilás á síðasta vori. einangrun sem veðurfarið skapar. Maður spennir á sig skíðin og lítur á næstu bæi þegar uppstyttur gerir”, sagði Sigurbjörg Bjamadóttir húsfreyja á Bjarnagili. Erfiðlega hefur gengið fyrir Fljótamenn að halda uppi bridsæfingum í vetur, en þaðan fór fyrir skemmstu kvennasveit til keppni á íslandsmóti. Þær stóðu sig ágætlega konurnar, lentu í 5. sæti. gæoaframkollun GÆÐAFRAMKOLLUN BÓKABÚÐ BKmiARS

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.