Feykir


Feykir - 06.06.1990, Blaðsíða 2

Feykir - 06.06.1990, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 21/1990 ■ RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Þórhallur Ásmundsson ■ ÚTGEFANDI: Feykir hf. ■ SKRIFSTOFA: Aðalgötu 2, Sauðárkróki ■ PÓSTFANG: Pósthólf 4. 550 Sauðárkróki ■ SÍMI: 95-35757 95- 36703 ■ STJÓRN FEYKIS HF.: Jón F Hjartarson, Sr. Hjálmar Jónsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður Ágústsson, og Stefán Árnason ■ BLAÐAMENN: Magnús Ólafsson A-Hún., Hólmfríður Bjarnadóttir V-Hún. ■ AUGLÝSINGASTJÓRI: Sólmundur Friðriksson ■ ÁSKRIFTARVERÐ: 90 krónur hvert tölublað; í lausasölu 100 ■ ÚTGÁFUDAGUR: Miðvikudagur ■ SETNING, UMBROT OG PRENTUN: SÁST sf.. Sauðárkróki. ■ Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðsfréttablaða. Fréttir frá SSK Körfubolti: Aðalfundur Sambands skag- firskra kvenna var haldinn í Héðinsminni 5. maí 1990. Pálína Skarphéðinsdóttir Gili, formaður SSK setti fundinn. Kom fram í máli hennar að eitt af fyrstu verkefnum stjórnarinnar eftir síðasta aðalfund hafi verið að afhenda peninga sem söfn- uðust í vinnuvöku 1989. Var þeim skipt jafnt milli sam- býlanna á Sauðárkróki og skólaheimilisins á Egilsá, kr. 70000 til hvors. Þá veitti SSK bókaverðlaun til þeirra nem- enda í 9. bekk grunnskólans á Hofsósi, í Varmahlíð og á Sauðárkróki, sem þóttu skara framúr í handavinnu og eða í heimilisfræðum. Skemmtun fyrir aldraða var haldin í félagsheimilinu Höfðaborg á Hofsósi í júní sl. og tókst hún í alla staði mjög vel. Fjögur kvenfélög áttu stórafmæli á árinu; Kvenfélag Rípurhrepps, sem jafnframt er elsta kvenfélagi í heimi, varð 120 ára, kven- félagið í Lýtingsstaðahreppi varð 50 ára, einnig kven- félagið í Fljótunum, og að síðustu varð kvenfélagið í Akrahreppi 70 ára. Haustvaka kvenfélaganna var að þessu sinni haldin í félagsheimili Rípurhrepps. Gestur fundarins var Herdís Sveinsdóttir lektor við Há- skóla íslands og flutti hún erindi um brcytingaskeið konunnar. Vinnuvaka var haldin eins og venjulega og söfnuðust að þessu sinni rúmar 150 þúsund krónur sem á fundinum voru afhentar Glaumbæjarsafninu. I lok ræðu sinnar sagði Pálína þetta: ,,Eg tel að kvenfélögin í landinu standi og falli með því að hafa hverju sinni öflugar stjórnir, sem eru tilbúnar að leggja á sig aukna vinnu og allt verði gert til að laða að ungar konur. Eg fullyrði að margt væri öðruvísi ef ekki væru til kvenfélög, sérstaklega í sveitum landsins. Hugsið ykkur kjarkinn og dugnaðinn í þeim 19 konum sem stofnuðu Kven- félag Rípurhrepps fyrir 121 ári. Þegar ekki þekktist annað en að konur væru heima yfir eldamennsku og í barneignum, en ekki á fundaflandri. Við skulum minnast þessara kvenna en ekki gleyma þeim. Elínborg Hilmarsdóttir ritari. Sovétmaður og Tékki til Tindastóls Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur nánast gengið frá ráðningu tckknesks þjálfara og sovésks leikmanns fyrir næsta keppnistímabil. Aðeins á eftir að framkvæma smá- breytingar á samningi og undirrita hann. Þá mun Einar Einarsson hakvörður frá Keflavík leika með Tindastóli næsta vetur. Sovétmaðurinn er 26 ára og hefur leikið bæði með A og B-Iandsliði Sovétríkjanna. Hann er 2,11 á hæð. eða stór eftir aldri eins og þeir segja hjá körfuboltadeildinni. Tékk- neski þjálfarinn hefurstarfað 17 ár í úrvalsdeildinni þar í landi og hafa lið sem hann hefur þjálfað náð ágætis árangri. Þá er ákveðið að Valur Ingimundarson verði áfram á Króknum næsta vetur. Eins og kunnugt er skipti Sturla nýlega yfir til Þórs á Akureyri, en að öðru leyti er ekki breytinga að vænta í röðum Tindastólsmanna, þó enn ekki ákveðið hvort Björn Sigtryggsson fer suður til náms eður ei. Bikarkeppni KSÍ Hofsósvöllur föstudagskvöld kl. 20.00 Neisti - Tindastóll Komið og sjáið spennandi Derbyviðureign Endurtekur sig sagan um Davíð og Golíat enn einu sinm Skagfirðingar, nágrannar Fjölmennið Neisti Bikarkeppni KSÍ: Fjórðu deildarliðin heppin Neistamenn á Hofsósi duttu í lukkupottinn þegar dregið var til annarar umferðar Bikar- kcppni KSÍ sl. fimmtudag. Þú voru Hvatarmenn á Blönduósi einnig lánsamir, fá Siglfirðinga í heimsókn. „Þetta var óskadrátturinn og við erum rnjög ánægðir. Það er sjálfsagt að velgja Króksurum undir uggum og ættum við að eiga möguleika ef baráttuandinn í liðinu verður á sínum stað. Að sjálfsögðu ætlum við okkur sigur í leiknum”, sagði Gísli Einarsson formaður Neista. Búast má við mikilli stemmningu fyrir leiknum, því leggja má það að jöfnu fyrir Neista að fá annarrar- deildarlið Tindastóls í heim- sókn, eins og að Islands- meistar KA dræjust á móti stórliði Napolís í Evrópu- bikarnum. Leikirnirí Bikarkeppninni voru settir á laugardaginn 9. júní, en vegna setningar HM verða þeir líklega flestir færðir fram á föstudagskvöld, enda vonlaust að láta svona mikilvæga leiki fara fram á sama tíma. Ókeypis smáar Hross Til sölu hross á ýmsum aldri. Uppl. í síma 95-12688. Tvö dekk til sölu 10,0/75 - 15. Einnig fjórar felgur ”17,5 (6 gata) undan Mercedes Bens. Passa undir flest þýsk landbúnaðartæki. Upplýsingar í símum 37472. Hvolpar Til sölu Collie hvolpar. Upp- lýsingar í síma 97-11733. Tjaldvagn til sölu Árgerð'85, með nýju fortjaldi. Verð 150 þúsund. Á sama stað til sölu 4 felgur undan BMW. Upplýsingar í síma 35013. Hestasveit Börn og unglingar athugið! 12 daga dvöl að Glæsibæ í Skagafirði i sumar. Farið á hestbak einu sinni á dag. Sund, skoðunarferðir og fleira til gamans gert. Enn eru nokkur pláss laus 18.-29. júní 15.-26. júlí. Upplýsingar í sima 95-35530.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.