Feykir - 06.06.1990, Blaðsíða 3
21/1990 FEYKIR 3
Jón Eiríksson Drangeyjarjarl hefur staðið í ströngu:
„Fimmta herdeildin liggur
í leyni og vegur í bak mér”
„Það er eins og fimmla herdeildin
lií>}ji í leyni o}> sé að reyna að
eyðilegga eins mikið fyrir manni
og mögulegt er. A sínum líma var
sá bjargræðisvegur, sem l'leka-
veiðar við eyna voru, hannaður.
eftir róghurð og undirróðurstarf-
senti heimamanna. Nú er eins og
einhverjir aðilar í röðum heima-
manna, sem engan veginn ergott
að gera sér grein fyrir hverjireru,
vilji hinda enda á þá húhót sem ég
og reyndar aðrir liafa af því að
sýna gestum þessa perlu héraðs-
ins", sagði Jón l'.iriksson hóndi á
Fagranesi i samtali við Feyki
fyrir helgina. Hann situr nú enn
uppi án leyfis til fólksflutninga á
hát sínum Nýja Vikingi út í
Drangey, þótt siðustu fregnir
hendi til að Jón muni alveg á
næstunni Itöndla levfið. Þá stóð
styrinn um það hvort norðanmenn
eða sunnanmenn tækju út þær
hetrumhætur sent Jón hefði gert á
hátnum.
Drangeyjarfcrðir hafa notið
síaukinna vinsælda á liðnum
árum. Það má segja að Jón
Eiríksson hafi verið auglýstur
upp mcð þessum ferðum.
..Drangeyjarjarlinn” er hann
kallaður. ekki að ástæðulausu.
Jón hefur umráðarétt vfireynni
og enginn er fróðari um gögn
hennar. gæði og sögu, en einmitt
Jón. og erlitt er að hugsa sér
framhald Drangeyjarferða án
Jóns. Hann var fyrir nokkrum
dögum kærður af siglingamála-
stofnun og stöðvaður af lögreglu.
Hafa ekki haffærni en
samt ekki verið
stöðvaðir
í dag er staðan þannig að hann
hefur einungis leyfi til flutnings
3ja manna. er þá teljast til
skipshafnar. Reyndar fékk Jón
undanþágu hjá skoðunarmanni
á Akureyri til að ná í lOsigmenn
út í eyna i siðustu viku. En um
leið kærði Siglingamálastofnun
syðra, og kvað Jón enga
undanþágu hafa. Það var því
ekki nema von að fulltrúi
sýslumanns Sigriður Friðjóns-
dóttir segði: „Ég fæ ekki skilið
þetta. Það er eins og sé algjört
sambandsleysi þarna á milli”.
En Jón hcldur því fram að
hann fái ekki sömu meðferð og
aðrir smábátaeigendur. Hann sé
Iagður í einelti: „Mér finnst það
hart að vera meinað að flytja
fólk út í eyna og á sama timi hafi
Jón Eiríksson Drangeyjarjarl Itorfir hérskörpum augunt úr ríki
sínu Drangey. Honuni á vinstri hönd er Friðrik Haraldsson
nafntogaður leiðsöguntaður.
Landgræösluskógar - átak 1990:
Fatan, vinnuvettlingarnir og góða
skapið í farteskinu annað kvöld
Annað kvölci. fimmtudags-
kvöld, 7. júní verða gróður-
settar hér á ‘Sauðárkróki
8000 trjáplöntur í sambandi
við „Atak í landgræðslu
I990”, sem er haldið að
tilefni 60 ára afmæli Skóg-
ræktarfélags Islands.
Þessum plöntum verður
plantað í sva'ðið upp af
Hlíðahverfi, sem takmarkast
af Sauðá í norðri og
bæjarmörkum í suðri. En
þarna er 30 hektara svæði,
móar og melar. Plönturnar
sem á að gróðursetja eru 4000
lerkiplöntur og 4000 birki-
plöntur, en til þess að búa
sem best að birkinu verðurað
stinga upp fyrir þeim og
blanda skít í jarðveginn.
Umsjón nteð verkinu hérá
Sauðárkróki hefur Helga
Gunnlaugsdóttir garðyrkju-
fræðingur ásamt umhverfis-
og gróðurverndarnefnd. Við
heitum á alla bæjarbúa að
leggjast á eitt og hjálpa til við
að planta þessum trjáplönt-
um. Því margar hendur
vinna létt verk. Fólk þarfað
hafa með sér fötu, vinnu-
vettlinga og góða skapið. og
mæta fvrir ofan Háuhlíð,
fimmtudagskvöldið 7.• júní
kl. 20.
Steinunn Hjartardóttir.
margir smábátar hér ekkert
haffærnisskírteini og hafa þó
ekki verið stöðvaðir. Starfsemi
siglingamálastolhunar á Akur-
eyri virðist vera með þeim hætti,
að ómögulegt virðist vera fyrir
smábáta hér að fá skírteini. Ég er
búinn að vera að brasa með að fá
haffærnisskírteini hér til fjölda
ára en ekki tekist. Þegar ég svo í
vetur fór suður á vertíð, tók mig
ekki nema tvo daga að fá
skírteini á bátinn til fiskiveiða.
Það er alltaf
eitthvað tínt til
Ég hef kappkostað að hal'a
gott saniband við þá í siglinga-
málastofnun og sífellt óskað
eftir upplýsingum, svo ég sé með
löglegan bát í höndunum til
fólksflutninga. Það er það sem
ég vil. Reynslan hefur verið sú að
það er alltaf tínt til eitthvað nýtt
og nýtt. Nú seinast er mér gert að
framkvæma hluti sem mér finnst
svo algjörlega út í liött. Þeir fara
fram á að ég taki handfærarúll-
urnar úr bátnum. þó þær tíðkist i
öðrum bátum í ferðaþjónustu
hér á landi, enda eru margir
ferðamenn ólmir í að taka í l'æri.
t.d. þeir sem treysta sér ekki upp
i eyna og vilja lóna í kringum
hana á meðan.
Þá er mér ætlað að breikka
bekkina í bátnum. festa þá niður
og koma fyrir öryggisbeltum.
Mér finnst þetta svo vitlaust að
það nær engu tali. Ég sagði þeirn
að þeir gætu ekki ætlast til þess
að ég bannað fólki að vera á
hreyfingu í bátnum, það \i11
skoða umhverfið. Þó ég sé allur
af vilja gerður til að virða
reglugerðir, finnst mér þetta
ganga út í öfgar. Mér finnst
einkennilegt að það skuli ekki
vera tekið mark á manni eins og
mér, sem er búinn að fást \ ið það
að llytja fólk út i eyju i 40 ár
slysalaust. Og allur björgunar-
búnaður er til staðar í bátnum".
sagði Jón Eiriksson.
Mokstur hafinn á Lágheiði
litið á Þverárfjallið um miðjan mánuð
Byrjað var að moka Lágheiði
fyrir síðustu helgi og reiknað
með að þ\i Ijúki uni næstu
helgi. F.kki er samt reiknað
nteð að hleypt verði umferð á
heiðina fyrr en um 20. júní.
Fkkert Itelur enn verið litið á
\eginn yfir Þverárfjall og
verður ekki gert fyrr en um
ntiðjan mánuðinn.
,.Það er \él búin að vinna
út frá í 20 tíma. Við erunt
komnir upp i Heiðarhallið
Fljótamegin, snjódýptin hefur
mest verið fjórir metrar og
sjálfsagt er hún enn meiri
upp á háheiðinni. Vegurinn
er mjög tæpur vegna bleytu
þarna á einum stað í
Stíflunni, \ iðeyðibýlið Hún-
staði, en kannski bjargast
það þegar þornar. Eg á síðan
von á því að viQ lítum á
Þverárfjallið unt ntiðjan
mánuðinn. Það hefur ekki
tíðkast að moka þarna yfir,
enda óhægt um vik vegna
lélegs burðarlags í veginum
víða. en ég á jafnvel von á því
við reynum moksturað þessu
sinni”. sagði Gisli Felixson
hjá vegagerðinni.
HALLÓ HALLÓ!!!
ALLTAF EITTHVAÐ NÝTT
ROCKFORD rakspíri og rollon „meiriháttar^
OMAR SHARIF ilmvatn „æðislegt”
SOTHYS snyrtivörur
Rósóttir sundbolir
Rósótt og skræpótt bikini _
BIG STAR gallabuxur - þær vinsælustu
IT’S AT þröngu bolirnir - margir litir
rr'
Vertu velkominn
TISKUVERSLUN
SKAGFIRÐINGABRAUT 9
SÍMI 95-35899