Feykir


Feykir - 13.06.1990, Blaðsíða 2

Feykir - 13.06.1990, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 22/1990 ■ RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Þórhallur Ásmundsson ■ ÚTGEFANDI: Feykir hf. ■ SKRIFSTOFA: Aöalgötu 2, Sauöárkróki ■ PÓSTFANG: Pósthólf 4. 550 Sauðárkróki ■ SÍMI: 95-35757 95- 36703 ■ STJÓRN FEYKIS HF.: Jón F. Hjartarson, Sr. Hjálmar Jónsson, Sæmundur Hermannsson, Siguröur Ágústsson, og Stefán Árnason ■ BLAÐAMENN: Magnús Ólafsson A-Hún., Hólmfríöur Bjarnadóttir V-Hún ■ AUGLÝSINGASTJÓRI: Sólmundur Friöriksson ■ ÁSKRIFTARVERO: 90 krónur hvert tölublaö; í lausasölu 100 ■ ÚTGÁFUDAGUR: Miövikudagur ■ SETNING, UMBROTOG PRENTUN:SÁST sf■ • Sauðárkróki. ■ Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðsfréttablaða. Húseign til sölu Til sölu er húseignin Hvassafell í Hofsósi. Húsið hentar vel sem sumar- bústaður og til annarra tímabundinna nota. Nánari upplýsingar á skrifstofutíma í síma 95-35433 og á öðrum tímum hjá Jóni Karlssyni í síma 95-35313. Lífeyrissjóður stéttarfélaga í Skagafirði Auglýsið í Feyki Þakkir frá Byggðasafni Skagfirðinga í Glaumbæ Síðastliðið vor gaf Sam- band skagfirskra kvenna allan ágóða vinnuviku sinnar til Byggðasafnsins, samtals 150 þúsund kr. Undirrituð vill þakka konunum innilega fyrir hönd safnsins. Framundan eru miklar tilfæringar á þess vegum, m.a. er meiningin að færa húsið frá Ási fram í Glaumbæ í sumar. Þessir peningar verða þó nýttir í annað þ.e. að koma upp góðum og öruggum sýningar- skápum undir þann fatnað sem safnið á. Það er vel við hæfi að hugsað sé um „Eftir að Itafa staðið í því í tvígang að telja upp úr bátnum hjá Jóni Drangeyjarjarli, er ansi einkennilegt að það þyki sjálfsagt að togari fari fulllestaður af fólki hérna út á fjörð. Eg býst við að mönnum liefði fundist það einkennilegt ef við hefðum talið upp úr skipinu", sagði Bjöm Mikaels- son yfirlögregluþjónn. ,,I mínum huga er þetta alvarlegt mál. Það skiptir engu máli þó að menn hafi verið þarna á guðs vegum og veðrið hafi verið gott. Slysin varðveislu gamalla íslenskra búninga við þetta tækifæri og minnast um leið þeirrar konu, sem oftast ber á góma þegar talað er um kvenfélög í Skagafirði. Sigurlaug Gunnarsdóttir hét hún og bjó í Ási í Hegranesi ásamt manni sínum Ólafi Sigurðssyni. Hún vildi endurvekja áhuga kvenna á að klæðast íslenska faldbúningnum og kenndi stúlkum hannyrðir og margt fleira. Það var hún sem kallaði til fundar í fyrsta kvenfélaginu á landinu 1869, og hún var sú sem stóð á bak gera ekki boð á undansér og það var enginn björgunar- búnaður um borð fyrir svona rnargt fólk. Og þó að Jesú hafi gengið á vatninu eitt sinn. þá gera menn hér það ekki úti á miðjurn firði”, sagði Björn. Þess má geta að Jón Eiríksson á Fagranesi fékk í síðustu viku leyfi til fólks- flutninga á bát sínum Nýja Víkingi, eftir að hafa uppfyllt þau skilyrði sem Siglinga- málastofnun setti. við hugmyndina um að reisa kvennaskólahús í Ási. Sá draumur varð þó ekki að veruleika, hins vegar reistu þau hjónin hús það er áður er rninnst á (1883-6) og mun það verða flutt fram að Glaumbæ í sumar. I minningu Sigurlaugar og þeirra heiðurs- hjóna í Ási þakka ég öllum hlutaðeigandi fyrir stuðninginn, sem er safninu ómetanlegur og sýnir svo ekki verður um villst að í héraðinu er fullur áhugi fyrir að byggðasafnið vaxi og dafni. Minjavörður. Héraðsbókasafnið: Jón Árni ráðinn Jón Árni Friðjónsson kennari í Smiðsgerði hefurverið ráðinn bókavörður við Héraðsbóka- safn Skagfirðinga og forstöðu- maður Safnahúss, frá 1. júní að telja. Frá þessu var gengið á stjórnarfundi safnsins Sex umsækjendur voru um starf bókavarðar. Frá sama tíma mun Hjalti Pálsson fyrrv. bókavörður taka við starfi forstöðumanns Héraðs- skjalasafn Skagfirðinga. Krist- mundur Bjarnason fræði- maður á Sjávarborg hefur gengt því starfi til fjölda ára, en lætur nú af störfum fyrir aldurs sakir. Yfirlögregluþjónn um sjómannamessu: „Hefði þótt einkennilegt ef við hefðum talið...” í tilefni af 75 ára kosningaréttarafmæli kvenna Þann 19. júní n.k. verða liðin 75 ár frá því að íslenskar konur fengu pólitísk réttindi og skyldur til jafns við karla. Árum sanran höfðu konur innan Kvenréttindafélags Is- lands, með Bríeti Bjarnhéðins- dóttur í broddi fylkingar, barist fyrir þessum sjálf- sögðu mannréttindum. Állar götur síðan hafa konur farið ólíkar leiðir til að koma fram þeim málum sem þær telja brýnust og til hagsældar fyrir land og þjóð. Allar eiga þó þessar leiðir sameiginlegt að virkja konur í nrótun þess samfélags sem við byggjum, bæði hvað varðar atvinnu-, félags- og einkalíf okkar. I öllum sveitum landsins eru og hafa verið starfandi kvenfélög og kvennahópar ýtnis konar sem hafa lagt sitt að mörkurn til hins íslenska velferðarþjóðfélags og víst er, að öll sú uppbygging sem átt hefur sér stað á sviði heilbrigðis- og félagsmála er ekki síst kvenfélögunum að þakka. Þess rná geta að fyrsta kvenfélagið á íslandi er einmitt stofnað hér í Skaga- llrði, nánar tiltekið í Ási í Rípurhreppi, árið 1869. En þrátt fyrir þann áhuga og atorku sem konur hafa sýnt innan hinna ýmsu kvenfélaga hefur þátttaka þeirra í opinberri stjórnsýslu því miður verið alltof dræm og kemur þar margt til. Til dærnis hefur konum þótt þær eiga erfitt uppdráttar innan hinna hefðbundnu karlstýrðu stjórnmálaflokka, heimilis- aðstæður hafa ekki leyft þátttöku þeirra i pólitík og konur hafa ekki treyst sér til starfans. Meðal annars til að hjálpa konum til að koniast til áhrifa á þeirra eigin forsendum hafa konur síðasta áratuginn farið þá leið að bjóða fram sérstaka kvenna- lista bæði til sveitarstjórna og til Alþingis og hefur sú leið borið þónokkurn árangur því konur verða æ rneira áberandi á öllum sviðum þjóðlífsins, þótt enn skorti nrikið á að jafnrétti sé með kynjunum í reynd. Víst er að konur verða sjálfar að leggja sigallar fram til að ná frarn sjálfsögðum rétti sínum, á sama hátt og konurnar í Kvenréttindafélagi Islands í upphafi aldarinnar. Kvennasmiðja ein leiðin Þriðjudaginn 19. júní n.k. kvennadaginn, ætla konur í Skagafirði að stofna enn eitt kvennafélagið — Kvenna- srniðju. Kvennasmiðjan á að þjóna sem menningar- og fræðslumiðstöð kvenna í öllu héraðinu og á að vera o.pin fyrir öllum þeirn verkefnunr sem konur (einstaklingar eða hópar) eru að vinna að á hverjum tíma. Sem dæmi um starfsemi senr rúmast getur innan Kvennasmiðjunnar er kvenna/bama-ráðgjöf, leshring- ir, skiptimarkaður, listsköpun ýmis konar, aðstaða fyrir kvennahópa, fyrirlestrar og fræðslustarfsemi afýmsu tagi svo eitthvað sé nefnt. Raunar má segja að ekkert geti takmarkað þessa starfsemi nema eigin hugmyndaskortur og framtaksleysi. Forsenda þess að Kvennasmiðja geti starfað eins og ætlað er. er öruggt og hentugt húsnæði. Ætlunin er að Kvennasmiðjan taki húsnæði á leigu á Sauðárkróki til að byrja með en ef revnslan verður jafn góð og vonast ertil, er markmiðið að konur kaupi sér húsnæði undir starfsemina. Það skal ítrekað að Kvennasmiðjan er opin öllum konum í Skagafirði og vonandi taka konur hug- myndinni vel og verða með frá upphafi. Lokaorð 19. júní hefur verið minnst frá árinu 1915, sem tímamóta í lífi kvenna. Á stórafmæli sem þessu er enn frekari ástæða til að fagna saman og minnast þeirra sem ruddu brautina. Herdís Sæmundardóttir.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.