Feykir


Feykir - 13.06.1990, Side 6

Feykir - 13.06.1990, Side 6
6 FEYKIR 22/1990 Heilir og sælir lesendur góðir. Vegna síðasta þáttar hef ég fengið ýmsar upplýs- ingar og leiðréttingar, og þykir ntér vænt unt það. þar sem allt útlit er fyrir að ég hafi verið með að minnsta kosti annað augað aftur þegar ég skrifaði síðasta þá tti n n. Er þá fyrst til þess að taka að ég eignaði Þorvaldi Þórarinssyni vísuna: Oft hef ég við armlög hlý unað þinni hylli. Skyldi það geta skeð á ný ef skemmra væri á milli. Nú hef ég fengið stað- festingu á því að vísan sé eftir Karl Friðriksson brúarsmið og er hún birt í bók hans, Lausavísur, sem út kont 1967. Var tilefni hennar það að símskák var tefld á milli Akureyrar og Hvamms- tanga. Var Karl við símann á Hvammstanga og lékk skilaboð frá stúlku á Akureyri, sent hann þekkti. Bað hún hann að senda sér vísu og var svar brúarsmiðs- ins urnrædd vísa. Eitt sinn var Karl staddur á Þingvöllum með vini sínum Friðriki Hansen. Þokuslæða lá yfir fjöllum. Friðrik stakk upp á að kveða hana burtu. Þá orti Karl. Gamla Skjaldbreið láttu lyft leiðum þokuslæðum. Þær hafa lleiri fagrar svift fyrir Hansen klæðum. I síðasta þætti birti égþrjár vísur sem ég taldi vera eftir Pál Olafsson. Nú hef ég fengið upplýsingar um að ein af þeim vísum muni vera eftir lijörgu Sveinsdóttur er var búandi í Kílakoti í Keldu- hverfi fyrir miðja síðustu öld. Mun hún hafa ort nokkrar samstæðar vísur er gengu undir nafninu Bleiksvísur, og Frá verðlaunaalliendingu á sundmótinu. Hvammstangi: Stórmót í sundi Fionssund Hvammstanga var lialdið um hvítasunnuhelgina í Sundlaug Hvammstanga. Mótið var opið öllunt aldursflokkunt. Keppendur voru 270 frá 12 félögum víðsvegar að af landinu. Sá yngsti var 7 ára en sá elsti 49 ára. Er þetta langstærsta sund- mót sem haldið hefur verið á Hvammstanga. Sunddeild Kormáks annaðist fram- kvæmd mótsins undir stjórn Flemmings Jessens þjálfara. Var það geysilegt starf því auk vinnu á keppnisstað, rak sunddeildin mötuneyti í félagsheimilinu fyrir þátt- takendur. Gistiaðstaða var í Grunnskólanum. Alls störf- uðu 50-60 manns við mótið sem tókst vel. Er Ijóst að Hvammstangi er frambærilegur til stómióta- halds í sundi. Lionsklúbbur- inn Bjarmi gaf verðlaun á mótinu, voru alls afhentir 222 verðlaunapeningar. Einnig var keppt um 3 farandbikara. Fyrir besta afrek mótsins burtséð frá kyni og búsetu, besta afrek kvenna U.S.V.H. og besta afrek karla U.S.V.H. allir bikararnir unnust fyrir 100 m skriðsund. Besta afrek mótsins vann Pálína Björns- dóttir fædd 1971, Vestra Isafirði tími 1.01,13 sem gaf 720 stig. Besta afrek kvenna U.S.V.H. vann Kristjana Jessen fædd 1975 tírni 1.05.36. 589 stig. Besta afrek karla U.S.V.H. vann Elvar Daníelsson fæddur 1977, tími 1.04,18, 454 stig. Nokkur undanfarin ár hefur sundfólk kontið til Hvammstanga í æfingabúðir og nýtur slíkt vaxandi vinsælda. KR-ingar dvöldu hér 4 daga fyrir rnótið við æfingar og líkaði vel. er þetta ein af þcim. Þarsem vísan var ekki alveg rétt nteð larin tel ég rétt að birta hana aftur. Ellin hallar öllum leik. ættum valla að státa. Hún mun alla eins og Bleik eitt sinn l'alla láta. í síðasta þætti spurði ég um höfund eftirfarandi vísu. Vísuna sent ég gerði í gær get ég ekki tnunað. Eg er að verða elliær eins og mig hefur grunað. Nú hef ég fengið þær fregnir að Kristján Olason á Húsavík muni vera höfundur vísunnar og muni hafa ort hana er hann var á efri árum spurður frétta af högum sínum. Önnurvísa kemurhér sern ég hef einhvern tíman heyrt að væri eftir Kristján. Einskisverðri undir bvrði. einn á ferð í veðraskaki. Allt sem gerði einhvers virði ævina, sérðu langt að baki. Þá held ég endilega að þessi kunna vísa sé einnig eftir Kristján. Líf og ég um launin há löngum þjarkað höfum. Nú erum við að falla frá flestum okkar kröfum. Jóhann Magnússon frá Mælifellsá er höfundur að næstu vísu. Mun hún vera ort um hin kunna dýralækni Sigurð Hlíðar. Ei þarf hann að leita lags, .leika kann með snilli. einn sem vann í önnum dags allra manna hylli. Bjarni Jónsson úrsmiðurá Akureyri yrkir svo. Þó ég labbi dag frá degi dauðslitin n. Aldrei fer ég ykkar vegi aðeins minn. Mest ég sneiði moldarhausa móa og börð. Ég vil ganga götulausa græna jörð. Bjarni var eins og llestir sjálfsagt vita frá Gröf í Víðidal. Svipmyndir frá liðnum tímum hafa sótt nokkuð fast á Bjarna þegar hann orti svo. Unt mig streyma ylur fer, eðlis geymast rætur. Mig er að dreyma á daginn hér dalsins heimasætur. Eins og marga rekur eflaust minni til var ekki alls fyrir löngu eitt af vanda- málum okkar bænda miktJ birgðasöfnun á nautakjöti. A fundi þar sem fulltrúar sláturleyfishafa reyndu að finna lausn á þessu vanda- rnáli orti Hreiðar Karlsson kaupfélagsstjóri á Húsavík þessa snjöllu vísu, sem ég reyndar birti í síðasta þætti en fór þá ekki alveg rétt með hana. Meydómur sem fyrnast fer llestum reynist byrði. Nautakjötið okkar er einnig lítils virði. Jóhann Garðar Jóhanns- son frá Öxney kom eitt sinn á fund hjá Kvæðamannafélagi Hafnarfjarðar. Þarorti hann þessa vísu. Átti ég ferð til vkkar heim. ýta ntergð þar sá í blóma standa á verði í virkjum þeim sem voru gerð um brag og hljóma. Það verður Jóhann Garðar sem lýkur þættinum að þessu sinni. Þó að vandinn veiki þrótt vart mun andann saka. Fyrir handan húm og nótt heiðar strandir vaka. Verið þið sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum 541 Blönduósi s:95-27154 Verslið í heima- byggð Neisti og Hvöt úr leik í bikarnum: Tindastóll og KS áfram Fjórðudeildarlið Neista og Hvatar urðu annarrar deilda liðum Tindastóls og KS lítil hindrun. Bæði urðu þau að þola stórtap og eru þar með fallinn úr keppninni en Króksarar og Siglfirðingar halda áfrarn. Neistamenn stóðu samt lengi vel í Tindastólsmönnum á Hofsósi, og hefðu allt eins getað verið yfir í leikhléi, en þvert á móti leiddu Stólar 1:0 í hálfleik. Neistavörnin gaf sig síðan í seinni hálfleiknum og fékk á sjg tvö mörk um miðjan hálfleikinn og síðan þrjú á síðustu átta mínútunum. Urslitin urðu því 6:0 fyrir Tindastól. Sverrir Sverrisson skoraði þrjú og þeir Sigur- finnur Sigurjónsson, Ólafur Adolfsson og Siguiður Ágústs- son sitt hvort ntarkið. KS-ingar skoruðu fintm í fyrri hálfleiknum á móti Hvöt á Blönduósi. Leikurinn jafnaðist síðan i seinni hálfleiknum og skorðu þá liðin sitt hvort markið. Hermann Arason gerði mark Hvatar, en þeir Jón Örn Þorsteinnsson tvö, Hafþór Kolbeinsson, Henning Henn- ingsson. Björn Sveinsson og Þorsteinn Þormóðsson skor- uði fyrir KS í 6:1 sigri. Tindastólsmenn voru heppnir þegar dregið var til 3ju umferðar bikarkeppninnar. Þeir fá þá Leiftursmenn í heimsókn, en KS-ingar þurfa í Mývatnssveitina. Drógust á móti HSÞ b. Frágengið í körfunni: Tékkinn og Rússinn koma Þá er frágengið að Tékkinn og Rússinn koma í körfuna næsta vetur. Báðir eiga þessir menn litríkan feril að baki og eru forráðamenn körfuknattleiks- mála á Króknum mjög ánægðir með hvernig ntál hafa þróast og vænta mikils af koniu þessara tveggja „austan- tjalds” manna. Tékkneski þjálfarinn heitir Dr. Milan Rozanck og er 49 ára gamall frá Prag. Á hann að baki 38 ára feril sem leikmaðurog þjálfari, ogauk þess hefur hann átt sæti í þjálfaraliði landsliðs Tékka, verið formaður þjálfarasam- bands Slóvakíu og er núverandi varaformaður tékkneska körfuknattleiks- sambandsins. Rússneski miðherjinn Alex- ander Sevcenko er 26 ára gamall frá Kænugarði. Hann hefur leikið bæði nteð a- og b- landsliðið Sovétríkjanna.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.