Feykir


Feykir - 13.06.1990, Blaðsíða 8

Feykir - 13.06.1990, Blaðsíða 8
Sýnum nýja bíla! Til afgreiðslu strax frá Brimborg og Volvo Einnig úrval af notuðum bílum Bílasalan Borgarflöt 5 Sími 95-35405 - Sauðárkróki Um 400 manns voru viðstaddir mcssu um borð Skagfirðingi úti á miðjum Skagafirði á sjómannadaginn. Hér eru þcir skipstjórarnir Björn Jónasson á Drangey og Kristján I lelgason á Skagfirðingi. ásamt séra Hjálmari. Sjá grein og mvndir á 3. síðu. Skiptar skoðanir um brúarstæði við Hrútafjarðará Urslit í hreppsnefndar- kosningunum sl. laugardag ..Það er þungt í okkur hérna á hæjunum innan við Stað, á Bálkastöðum. Ilrútatungu og Ospaksstöðum. Það skiptirokkur miklu að detta úr þjóðvega- samhandi. Þó vegurinn sé uppbyggður og góður veit maður ekkert hvernig verður með snjómokstur að vetrinum. Okkur finnst það Iíka alveg furðuleg ráðstöfun, að þrem árum el'tir að gengið hefur verið frá veginum með hundnu slitlagi eigi að leggja hann af sem þjóðbraut. Við hlásum á að einhverjir tæknilegir örðugleikar séu i vegi fyrir því að hyggja hrúna á gamla staðnum", segir Gunnar Sæmundsson hórnli i Hrútatungu. Gunnar er einn 11 íbúa i Staðarhreppi sem mótmæla tillögum Vegagerða r ríkisins um nýtt brúarstæði yfir Hrútafjarðará. Gerir hún ráð fyrir að vegurinn liggi 40 metrum fyrir neðan Staðarskála og tengist inn á Norðurlandsveg 600 metrum norðan við skálann. Með þessu brúar- stæði er áætlað að brúa bæði Siká og Hrútafjarðará meðeinni tvibreiðri brú. I framhaldi af mótmælum ellefumenninganna og stjórnar Kaupfélags Hriitfirðinga á Botðeyri. sendi hreppsnefnd Staðarhrepps vegagerðinni bréf, þar sem farið er fram á að kannað verði hvort unnt sé að brúa Hrútafjarðará á núverandi brúarstað. og gera þar vegamót Norðurlandsvegar og Hólmav ikurvegar s\o viðun- andi sé fyrirsjánlegum umferðar- þunga. I svari frá vegagerð segir að tæknilega sé hægt að brúa á sama stað. einnig að lagfæra eitthvað vegamótin, en ekki svo að vel sé. Þá ltefði komið fram hjá umdæmisstjórum vegagerð- arinnar, að erl'itt yrði að tengja Brúarskála þessum vegamótum við þjóðveg eitt. I framhaldi af þessu hefurhreppsnefndin ályktað, að á meðan ekki liggi fyrir tæknileg lausn á vegamótunum og tengingu við Brúarskála, sé ótimabært að taka afstöðu til áskorunar aðalfundar kaupfélags- ins um höfnun hugmynda um nýtt brúarstæði. „Mér er ekki kunnugt um að neinir aðilar hér í sveit beiti sér fvrir að brúin verði byggð á nýjum stað. Hinsvegar veit égað skiptar skoðanir eru í Bæjar- hreppnunt. Til viðbótar þvi sem ég hef áður sett út á tillögur vegagerðarinnar, þá v il égsegja, að það er alveg fráleitt hjá þeint að ætla að l'ara með veginn á milli pósthússins á Brú og skálans. Einmitt þar sem gílurlegt snjómagn safnast saman ef snjóa gerir”. sagði Gunnar í Hrútatuimu. Sjálfstæðismenn halda nieiri- hluta sínum í hreppsnefnd Sveinsstaðahrepps í A.-Hún., en það var annar tveggja hreppa í kjördæminu þar sent listakosningar voru viðhafðar i kosningunum unt helgina. I öðrunt hreppunt voru óhlut- bundnar kosningar. Hér á eftir konta úrslit í hrepps- nefndarkosningunum. Sveinsstaðahreppur: A kjörskrá voru 73. atkvæði greiddu 71 eða 97.3%. Auðir seðlar og ógildir voru fimm. H-listi. sjálfstæðismenn og óháðir hlutu 38 atkvæði og 3 menn: Björn Magnússon Hólabaki. Hjördís Jónsdóttir Leysingja- stöðunr og Einar Svavarsson Hjallalandi. I-listi frjálslyndra 28 og 2 menn; Magnús Pétursson Miðhúsunr og Ragnar Bjarnason Norður- haga. Skagahreppur: A kjörskrá voru 57, 27 kusu eða 47,4%, einn seðill var auður. í hreppsnefnd voru kjörnir; Sveinn Sveins- son Tjörn 24. Rafn Sigur- björnsson Örlygsstöðum II „Hálfvitar” á Hvammstanga Á Hvammstanga hafa endur- nýjað samstarfssamning sinn í hreppsnefnd H-listi félagshyggju- fólks og G-listi Alþýðubanda- lags og óháðra. Varðandi oddvitastöðuna eru mestarlíkur á að elstu menn listanna skipti starfstímanum á milli sín. eins og tiðkaðist á siðasta kjörtíma- bili. þegar hvor þeirra um sig var oddviti hálft kjörtímabilið. Voru gárungarnir ekki lengi að finna nafn á stöðuna. „hálfvitar”. Hefur þetta fyrirkomulag gefist vcl og er kannski að festast í sessi. H. 23. Finnur Karlsson Víkum 22, Kristján Kristjánsson Steinnyjarstöðum 22 og Sigurður Ingimarsson Hróars- stöðum 17. Skefilsstaðahreppur: A kjörskrá voru 41. atkvæði greiddur 30. senr er 73.2%. einn seðill var ógildur. Kosningu í hrepps- nefnd hlutu; Bjarni Egilsson Hvalnesi 19. Guðmundur Vilhelnrsson Hvamrni 17, Asgrímur Asgrímsson Mal- landi 16, Hreinn Guðjónsson Selá 16 og Brynja Ólafsdóttir Þorbjargarstöðunr 15. Staðarhreppur V.-Hún.: A kjörskrá voru 67. 52 kusu eða 77.6%. Allir seðlar útfvlltir. Kjöri náðu; Þórar- inn Þorvaldsson Þórodds- stöðum 46. Magnús Gíslason Stað 27 og Bjarni Aðalsteins- son Reykjaskóla 24. Fremri-Torfustaðahreppur: A kjörskrá voru 53. 41 kaus eða 77,4%. Einn seðill ógildur. I hreppsnefnd voru kjörnir; Asmundur Snrári Valdimarsson Torfustöðum 25. Eggert Pálsson Bjargs- Itóli 22 og Haukur Stefáns- son Haugi 21. Réttarstjórinn borinn á „gullstó!” Maraþonkeppnir alls konar er mjög algeng aðferð til fjáröllunar starfi ýmissa félaga. Félagar i Ungmennafélaginu Neista á Hofsósi hyggja á nýstárlega áheitasöfnun. Felst hún i þvi að bera einn traustásta stuðningsmann félagsins, er kunnur er i fjölmiðlum sem réttarstjórinn í Laufskálarétt. Harald Þór Jóhannesson bónda í Enni í uppbúnu rúmi eða burðarstól. heintanað frá sér í Viðv ikursveit og út i Hofsós. unt 22 km leið. Er þessi uppákoma fyrirhuguð á þjóðhátíðardaginn sjálfan 17. júní eða á sunnudag- inn kemur. Að sjálfsögðu verður Haraldur með farsímann með- ferðis og ntun veita áheitum Vtri-Torfustaðahreppur: A kjörskrá voru 156. atkvæði greiddu 111 eða 76%. einn seðill ógildur. Kosningu í hreppsnefnd hlutu: Benedikt Björnsson Neðri-Torfustöðum 78. Her- dís Brynjólfsdóttir Laugar- bakkaskóla 64. Jóhanna Sveinsdóttir Laugarbakka 45. Jón Jónsson Skarfhóli 40 og Guðni Þór Ólafsson Melstað 38. Þorkelshólshreppur: A kjörskrá voru 123, 96 kusu eða 78%. Kosningu í hreppsnefnd hlutu; ÓlafurB. Óskarsson Víðidalstungu 84, Sigrún Ólafsdóttir Sólbakka 47. Steinbjörn Tryggvason Galtarnesi 39. Sigurður Björns- son Kolugili 38 og Ragnar Gunnlaugsson Bakka 36. Kirkjuhvammshreppur: A kjörskrá voru 69. 37 kusu eða 53,5%. I hrepps- nelnd voru kosnir; Heimir Agústsson Sauðadalsá 33. Ingólfur Sveinsson Syðri- Kárastöðum 30, Tryggvi Eggertsson Gröf 30, Loftur Guðjónsson Asbjarnarstöðum 29 og Indriði Karlsson Grafarkoti 27. viðtöku. Bílsímanúmer Haraldar er 985-28961. Góðar i slarkið Fyrst að minnst er á Laufskálarétt má geta þess að ýmislegt kemur þar í leitirnarað réttarstörfum loknunt. Fvrir nokkru fannst þar tanngómur í forinni daginn eftir réttardaginn. Eitthvað gekk erliðlega að finna réttan eiganda góntsins, en um síðir gekkst einn ágætur bóndi \ ið honurn. Gómurinn hafði skemmst í atganginum í réttinni. Þrátt lyrir að bóndi hefði orðið sér úti um annan góm í millitíðinni. þótti honum rétt að taka liann með til tannsmiðsins á lcið sinni i kaupstaðinn. Bónda rötuðust þessi orð af munni um leið og hann rétti tannsmiðnum góminn: „Ætlarðu að lita á þetta fyrir ntig. Þó að hann ntegi muna sinn fífil fegri, þá er'ann fínn í slarkið. feykjur GÆÐAFRAMKOLLUN bök&búð BKYNJARS

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.