Feykir


Feykir - 20.06.1990, Blaðsíða 6

Feykir - 20.06.1990, Blaðsíða 6
6 FEYKIR 23/1990 Orðtak opnar formlega Fjarvinnslustofur stofna landssamtök Landssamlök Ijarvinnslustofa ^oru stofnuð í tcngslum við opnun Ijarvinnslustofu Orðtaks hl'. á Hvammstanga 6. júni sl. Stofnendur eru Orðtak I Ivamms- tanga, Landkostir Selfossi, Vist sf. Vík og fjarvinnslustofa á Sevðisllrði sem félagsskapur Frú Láru stendur að. Auk fulltrúa frá áður greindum fyrirtækjum mætti á fundinn Guðjón Ingvi Stefánsson framkvæmdastjóri sveitarfélaga á Vesturlandi, en hann á sæti í stjórn Norðurlandasamtaka fjar- vinnslustofa fyrir Islands hönd. Við opnun Ijarvinnslu- stofu Orðtaks hf. vargestum boðið að skoða húsnæði og búnað fyrirtækisins og þiggja veitingar. Tækjakostur fyrirtækisins er þegar allnokkur, llmm tölvur auk annars búnaðar. Nokkur tæki eru þegar í eigu fyrirtækisins og svo hafa Sparisjóður V.-Hún.. Kaup- félag V.-Hún. og Hvamms- tangahreppur keypt tæki sem lánuð verða endurgjaldslaust i ákveðinn tíma. Almennur opnunartími verður fyrst um sinn kl. 13-17alla virka daga. Steingrímur Steinþórsson hefur verið ráðinn framkværhda- stjóri. Fvrsta stóra verkcfnið verður innsláttur á Hluta- félagaskra lslands og ætti það að veita nokkrum störf frarn á næsta ár. Fyrirtækið hefur þegar annast nokkur minni verk og ýmislegt er á döfinni. í kynningarbæklingi Orð- taks er boðið upp á Ijölbreytta þjónustu s.s. setningu, prófarkalcstur og umbrot. textagerð. þýðingar úr ensku og norðurlanda- málunum, málfarsráðgjöf og yfirlestur handrita. innslátt hvers kvns tölvutæks efnis o.H. H. Steingrímur Steinþórsson franikvæmdastjóri Orðtaks. ■■mHi Hvammstangi: Óvissa í læknamálum Boltinn nýfarinn af tám Guðhrandar á leið í marknet Keflvíkinga, án þess varnar- maðurinn fái rönd við reist. íhúar Hvammstangalæknis- héraðs sjá nú fram á nokkra óvissu i læknamálum. AII mörg undanfarin ár hafa tveir læknar sinnt héraðinu. Lækna- skipti hafa verið fremur fátíð miðað við ýmis önnur liéruð. Haraldur Tómasson kom til starfa í héraðinu snemma árs 1976. Er hann á förum næsta haust. Um síðustu mánaðamót hætti Finnbogi Karlsson störfum og ekki er von á lækni í hans stað fyrr en um mánaðamótin júlí-ágúst. Hefur sá ráðið sig til 1. desember nk. Vonir standa. þó til ao iiann verði til vors. Ekki hefur tekist að ráða annan lækni enn sem komið er. Það er mikið álag fyrir einn mann að sinna stóru læknis- héraði og ekki má gleyma að þjóðvegurinn liggur hér í gegn. Þar getur þörfln fyrir lækni orðið mjög krefjandi og brýn hvenær sem er. H. Keflvíkingar lagðir að velli Athugasemd: Vegna ummæla um siglingu á sjómannadag Tindastóll hafði heppnina með sér þegar Keflvíkingar komu í heimsókn á föstudagskvöldið. Leikurinn fór mestmegnis fram á vellarhelmingi heima- manna, en þrátt yfir það hirtu þeir öll þrjú stigin sem í hoði voru. Eftir fjórar umferðir er Tindastóll í 3. sæti í deildinni með 7 stig. En kannski var kominn tími til að heilladísirnar yrðu Stólunum hliðhollar. Þaðvar einungis á fyrstu mínútunum, sem einhver broddur var í sóknaraðgerðum Tindastóls- manna, og á fimmtu mínútu kom markið sem reyndist sigurmark leiksins. Einn varnarmanna Kefivíkinga var að einleika inni í teignum, boltinn barst til Guðbrandar sem þakkaði gott boð. og renndi knettinum undir markvörðinn í markið. Eftir markið tóku gestirnir leikinn í sínar hendur og pressuðu stíft. Líklega umof, því vart er hægt að tala um nema 2-3 skipti sem einhver veruleg hætta skapaðist upp við mark Tindastóls. Vegna ummæla yflrlögreglu- þjónsins á Sauðárkróki í síðasta tölublaði Feykis um skemmtisiglingu á Skagafirði og sjómannamessu um borð í Skagfirðingi SK 4, 10. júní sl. teljum við okkur skylt að skýra frá eftirfarandi: Samband var haft við siglingamálastjóra áður en l'erðin var farin og honum skýrt frá öryggis- og varúðar- ráðstöfunum þeim er gerðar höfðu verið. Sá hann ekki ástæðu til afskipta af fyrir- hugaðri siglingu. Samkvæmt upplýsingum sýslumannsins á Sauðárkróki var sigling þessi alls óvið- komandi embætti hans og starfsmönnum þess. Auk áhafnarmeðlima voru félagar úr björgunarsveit Slysavarnar- félags íslands um borð og einnig fylgdu þeir skipinu á björgunarbátum félagsins. Löng hefð er fyrir því í þorpum og bæjum við sjávarsíðuna að bjóða fólki í stutta siglingu á sjómanna- daginn. Sums staðar einnig þegar ný skip koma fyrst til heimahafnar. Slys eru afar fátíð enda reynt að gæta fyllsta öryggis og aðgæslu við þessar siglingar. Um leið og við þökkum fólki þátttöku í siglingu og guðsþjónustu sjómannadagsins á Sauðárkróki vonum við að það hafi átt ánægjulega stund um borð. Kristján Helgason skipstjóri Skagfirðings, Magnús Sigfússon formaður bjögunarsveitar. Hjálmar Jónsson sóknar- prestur. Síst má ætla að ■ ■ ■ ■ Kjarna ikari... Skagaströnd 10. júní 1990. Setja góðan bát í bann. ' binda endi á gróða. Þegar ég las síðasta Feyki þótti mér athyglisverð greinin um Drangeyjarjarlinn. Eftir að hafa lesið hana orti ég þessar vísur sem hér koma á eftir. Hart er þegar þannig fer. þvi er staðan erfið. Margir fá á móti sér meinlegt ríkiskerfið. En síst má ætla að kjarnakarl Fimmta herdeild falin sjón frá klárum rétti víki. fer um dökka ála. sem að auki er orðinn jarl sigar hún á jarlinn Jón yfir Grettis ríki. jálkum kerfismála. Með bestu kveðjum Nú á víst að negla hann, nið og lygi bjóða. Rúnar Kristjánsson. Það voru þeir Sefán markvörður Arnarsson og Olafur Adolfsson sem báru ægishjálm yfir aðra Tinda- stólsmenn í leiknum. Næsti leikur Tindastóls verður gegn KS úti á Siglufirði nk. föstudagskvöld. Það verður örugglega hart barist við Túngötuna og ætla Siglfirð- ingar sjálfsagt að rétta sinn hlut frá síðasta leik í deildinni, en þá máttu þeir þola stórt tap gegn Fvlki syðra, 6:1. Ókeypis smáar Hryssueigendur athugiö! Stóðhesturinn Sokki frá Sól- heimum verður til afnota á Hólum í Hjaltadal eftir lands- mót i sumar. Pantanir í sima 95-38187. Reiðhjól óskast Óska eftir notuðu kvenreið- hjóli.vel meðförnu og ágóðu verði. Upplýsingar i sima 35855. Til sölu Volvo 740 station '87, ekinn 32 þús. km. Verð kr. 1350 þúsund. Endurbyggður Bronco 73, ekinn 98 þús. km. Verð kr. 450 þúsund. Polaris trail vél- sleði ekinn 2400 mílur, verð kr. 350 þúsund. Upplýsingari sima 96-43167.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.