Feykir - 18.07.1990, Síða 2
2 FEYKIR 27/1990
Fordæmi þess opinbera
■ RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR:
Þórhallur Ásmundsson ■ ÚTGEFANDI:
Feykir hf ■ SKRIFSTOFA: Aöalgotu 2.
Sauðárkróki ■ PÓSTFANG: Posthólf 4.
550 Sauöarkroki ■ SÍMI: 95-35757 95-
36703 ■ STJÓRN FEYKIS HF.: Jon F
Hjartarson, Sr Hjálmar Jónsson. Sæmundur
Hermannsson. Siguröur Águstsson og
Stefán Árnason ■ BLAÐAMENN:
Magnús Ólafsson A-Hun . Hólmfriöur
Bjarnadottir V-Hun ■ AUGLÝSINGASTJÓRI:
Sólmundur Friðriksson ■ ÁSKRIFTARVERÐ:
90 krónur hvert tolublaö: i lausasolu
100 ■ ÚTGÁFUDAGUR: Miövikudagur ■
SETNING, UMBROT OG PRENTUN: SÁST
sf Sauðárkróki ■ Feykir á aðild aö
Samtökum bæja- og héraösfréttablaða.
Verslið í
heimabyggð
Þensla í efnahags- og atvinnulífi er ve!
þekkt fyrirbrigði í íslenska hagkerfinu. Um
nokkurt skeið hafa stjórnvöld glímt við að
stjórna þessum þáttum, í þeirri viðleitni
sinni að halda verðbólgu niðri. Margir hafa
orðið til að gagnrýna hvernig til hefur tekist
og vissulega hefur engri ríkisstjórn tekist að
ná sér í hrós í hnappagatið fyrir frábæra
stjónun á þessu rnjög svo mikilvæga sviði
stjórnkerfisins.
En hversu mikið fordæmi sýnir það
opinbera sjálft í því að koma í veg fyrir
hinar víðfrægu sveiflur sem gjarnan
einkenna íslenskt atvinnulíf. Undirritaður
er vel kunnugur einum þessara þátta.
Hvernig útboðum á byggingaframkvæmd-
um á vegum ríkisins er háttað, hefur fylgst
með því i mörg ár. Þar eru vinnubrögð
viðhöfð, sem síður en svo er ástæða til að
hrópa húrra fyrir.
Allir byggingamenn eru sammála um að
heppilegast sé að vinna útiverkin að
sumrinu, en inniverkin að vetrinum.
Astæðan er jú vitaskuld veðurfarið sem við
íslendingar búum við. En þessi þekking
virðist ekki ná inn fyrir veggi stofnana sem
fara með byggingamál ríkisins. Algengast
er að þessu sé algjörlega snúið við, útiverkin
boðin út að sumrinu, með þeirri kvöð að
framkvæmdir hefjist að haustinu og verkin
séu unnin að vetrinum. Og síðan eru
inniverkin boðin út að vetrinum og ætlast
til þess að þau séu unnin að sumrinu.
Það þarf ekki að orðlengja, hvað þessi
vinnubrögð eru dýr fyrir alla aðila. Hversu
mikla fjármuni mætti spara ef tímasetning
verkanna væri rétt. Það hlýtur t.d. alveg að
liggja í augum uppi, hversu fáránlegt það er
að einmitt á háannatíma ársins, yfir
sumarið, sé dengt inn inniverkefnum. Hvað
leiðir það af sér?. Jú, það er varla hægt að
búast við byggingaverktakar bjóði lágverð
í verkið, þegar næg verkefni liggja fyrir. Það
væri annað ef verkið ætti að vinna veturinn
eftir, þá mundu verktakar örugglega
sækjast eftir því, veturinn er jú alltaf
erfiðasti hjallinn að brúa hvað verkefni
snertir.
Nú er ekki svo gott fyrir menn að afsaka
sig með að fjárveitingar hafi komið svo
seint. eða svo brýn þörf hafi verið fyrir að
verkinu væri hraðað. Það þarf enginn að
segja að þegar um framkvæmdir til
framtíðar ræðir, skipti eitt misseri þar til
eða frá einhverju höfuðmáli.
Allur akstur bannaður
||UMFERÐAR
Málverkasýning!
Magnús Einarsson sýnir olíumálverk og
vatnslitamyndir í Safnahúsinu
dagana 19. 7. til 22. 7.
Opið frá kl. 17.00 til 22.30
Allir velkomnir
Fjölskylduvika AFS
Fyrir skömmmu var ég
staddur erlendis í bifreið ásamt
nokrum öðrum Islendingum.
Veðrið var vægast sagt erfitt.
Úrhellisrigning og allar ár
flæddu yfir bakka sína, vegir
sundurskornir og mannvirki í
rúst.
Við vorum á heimleið um
kvöld eftirfáförnum sveitarvegi.
Allt í einu er allt stopp. Yfir
þveran veginn var strengt band
og stórt skilti með blikkandi
ljósum sagði okkur að vegurinn
væri lokaður.
Ég setti þegar bifreiðina í
afturábak gír og hugðist snúa
við. Sagði þá einn samferða-
manna minna að góðum
íslenskum bjartsýnissið. ,,Þetta
getur ekki verið, eigum við ekki
að reyna samt”.
Ég lellst á það og viðkomandi
fór út og færði skiltið. Að því
loknu ókum við 200 metra leið
og komum þá að brúarsporði.en
brúin sjálf lá hrunin i vatnselgn-
um. Ég leit ósköp rólegur á
bjartsýnismanninn og snéri svo
bílnum við.
„Skrýtið”, sagði farþeginn.
Já, skrýtið, sagði ég.
Þetta litla dæmi mætti
staðfæra inn í íslenskt atvinnulíf.
Við ökum veg. seni heitir
atvinnusköpun fyrir þjóðina og
leitum jafnan Ieiða til þess að
bæta okkar kjör. Fordæmi að
nýjum atvinnutækifærum eru
mýmörg utan íslands og má með
lagni og skilningi skapa mörgum
ný atvinnutækifæri á Islandi.
Ekki sýnist mér vera vanþörf á
slíku í dag I atvinnuleysi unga
fólksins.
Stærsti atvinnuvegur í heimi
og sá sem veltir mestum
fjármunum, er ferðamannaiðn-
aðurinn. Það stendur á skiltinu
að svo sé, ferðamannaiðnaður-
inn er viðurkenndur atvinnu-
vegur. En við Islendingar vitum
betur, förum út og færum skilitð
og áfram er ekið loðdýraveginn
og laxeldisbrautina uns komið
er að brúarsporðinum sem
liggur hruninn í milljarðaflóðinu,
spamaði þjóðarinnar, peningun-
um þínum, leikfangi stjórnmála-
manna.
Við snúum ábygðarlaus við á
rústum heimilinna, litum á
hrunið ogsegjum. „Skrýtið”. Já,
skrýtið, segi ég.
Friðrik Asmundsson Brekkan.
Til sölu
Til sölu Chevrolet Van '82,
með háum toppi og ein-
angruðum. Tilvalinn sem
húsbill eða sendibíll. Ekinn
42 þúsund. Upplýsingar á
daginn í síma 36670 og á
kvöldin í síma 35571, Hilmar.
AFS á íslandi heldur
fjölskylduöflunarviku 14.-
21. júlí n.k.
AFS eru alþjóðleg menningar-
og fræðslusamtök sem starfa
í yfir 50 löndum og er helsta
viðfangsefni samtakanna nem-
endaskipti.
AFS á Islandi varstofnað
árið 1957, félagsmenn eru nú
1300 og starfa þeir í 17
deildum um land allt.
AFS á Islandi á von á 43
nemum til ársdvalar í ágúst
og er þetta langstærsti
hópurinn sem komið hefurtil
landsins á vegum félagsins.
Nemarnir búa hjá íslenskum
fjölskyldum yfir árið og
ganga i framhaldsskóla. Enn
vantar fjölskyldur fyrir hluta
nemanna og vill AFS á
íslandi leita til fjölmiðla til að
ná til fólks.
Nemarnir koma frá 5
heimsálfum. Það er trú AFS
að með því að auka kynni og
skilning milli þjóða heims og
fólks af óiíkum uppruna
víkkum við sjóndeildarhring
þess, eyðum fordómum og
stuðlum að friði.
Fulltrúi AFS á Sauðár-
króki er Eva H. Olafsdóttir í
síma 95-35391.
Skrifstofu-
starf
Óskum að ráða starfsmann í heilt starf
sem fyrst. Starfið felst í merkingu og
skráningu á bókhaldi, auk annarra
verkefna. Góð bókhaldskunnátta
æskileg.
Upplýsingar í síma 35752 og 35600
(Margeir).
STIBLll sí
Skagfiröingabraut 6 - Simi 95-36676-550 Sauftárkrókur