Feykir


Feykir - 18.07.1990, Page 4

Feykir - 18.07.1990, Page 4
4 FEYKIR 27/1990 Að lifa af landinu F Um allt land leggja menn mikið undir í ferðamannaþjónustunni Við íslendingar höfum frá alda öðli þurft að lifa á landinu, gögnum þess og gæðum og gerum það enn í dag, þó vitund fólks til þeirra hluta sé á misháu stigi. Þessi auðlindanýting hefur verið í stöðugri þróun, og meðal þeirra greina sem hvað mest hefur vaxið fiskur um hrygg á síðari árum er ferða- mannaiðnaður. Margir sjá fyrir sér glæsta framtíð i atvinnugrein þessari, og sem betur fer ganga flestir ekki að því gruflandi, að arðurinn skilar sér ekki á fyrsta ári. Menn þurfa því að vera þolinmóðir og líklega er það þess vegna sem ferðamannaiðnaður- inn hér á landi hefur verið byggður upp af einstökum bjartsýnismönnum. Út um land hafa á seinni árum verið stofnuð fyrirtæki um ferðaþjónustu. Má þar nefna Aningu á Sauðárkróki, sem getið hefur sér gott orð í ferðaþjónustu á svæðinu og m.a. ásamt Drangeyjarjarl- inum Jóni Eiríkssyni á Fagranesi orðið til þess að stórauka áhuga útlendinga, og landans einnig, fyrir ferðum út í Drangey, sem tengist svo mjög nafni útlagans Grettis Ásmundar- Ferðaþjónusta bænda er lykillinn B340 Vatn S 95-37434 á Höfðaströnd, 565 Hofsós Guðrún Þorvaldsdóttir, Valgeir Porvaldsson BD290 Stóra-Giljá @ 95-24294 í Ásum, 541 Blönduós Helga Buadóttir, Erlertdur Eysteinssor C345 Hof @ 95-37444 á Hötðaströnd, 565 Hofsós Jóhann Friögeirsson, Elsa Stefánsdóttir A300 Geitaskarð @ 95-24341 í Langadal, 541 Blönduós Ásgeróur Pálsdóttir, Ágúst Sigurðsson B353 Lauttún @ 95-38133 í Seyluhreppi, 560 Varmahlíð Indrlður Indriðadóttir, Jósafat V. Felixson AC305 Stóra-Vatnsskarð @95-38152 i Vatnsskarði, 560 Varmahlíð Ásta Benediktsdóttir, Benedikt G. Benediktsson •*«/«** B355 Úlfsstaðir @ 95-38228 í Blönduhlíð, 560 Varmahlíð 38298 Helgi Friðriksson, Sigrlður Viggósdóttir % -ö AC310 Varmilækur S 95-38021 í Tungusveit, 560 Varmahlíð Bjöm Sveinsson ABC360 Syðri-Hagi @ 96-61961 á Ársskógsströnd, 601 Akureyri Lllla Maj Rógnvaldsson, Ármann Rðgnvaldsson BD320 Steinstaðaskóli @ 95-38812 í Tungusveit, 560 Varmahlíð 38026 Helga Rós Indriðadóttir AB280 Hnausar @95-24484 í Þingi, 541 Blönduós 91-689613 Elna Thomsen, Leifur Sveinbjörnsson AD330 Bakkaflöt @ 95-38245 f Tungusveit, 560 Varmahlíð 38099 Sigurður Friðriksson, Klara Jónsdóttir B370 Ytri-Vík @ 96-61982 á Árskógsströnd, 601 Akureyri 61630 Sveinn Jónsson, Ása Marinósdóttir B335 Ytri-Svartárdalur S 95-38077 í Skagafirði, 560 Varmahlíð 985-27688 Axel Glslason, Jódls Jóhannesdóttir lætur sér ekki allt fyrir brjósti Maturinn fram borinn af starfsfólki Flugleiða. brenna. sonar. Allt stofnfé tapað Austur á Hornafirði er annar fullhugi nefndur til sögunnar. Sá hefur af bjartsýni og dugnaði byggt upp öfluga ferðaþjónustu á fimm árum rúmum. Það hefur ekki gengið þrautalaust fyrir sig. Menn heltust úr lestinni fyrir tveimur árum, en þá sló Tryggvi Árnason til og keypti hlut þeirra. ..Stofnfé fyrirtækisins var fimm milljónir, en það er uppurið og meira til. Tap var á fyrirtækinu alveg fram á síðasta ár, sem við gerðum upp með örlitlum rekstrar- afgangi. Þetta ár verður líklega það fyrsta sem skilar okkur hagnaði. í fyrra fóru rúmlega þúsund manns í ferðir hjá okkur.ogum 1500- 1800 upp á svæðið. Áætlanir okkar í ár gerðu ráð fyrir 2500-3500 manns, en bókanir eru þegar orðnar það miklar að þetta verður líklega við efri mörkin, Jú! við erum mjög bjartsýnir í dag”, sagði Tryggvi. Virkjum allan jökulinn Þeir jöklaferðamenn gera út á Skálafellsjökul, einn af útjöklum Vatnajökuls. Ferðimar byggjast upp á dagsferðum hvort sem er á snjóbílum eða snjósleðum upp á jökulinn. Upp á jöklinum er skáli, með gistiaðstöðu fyrir 12-14 manns, og hyggst fyrirtækið byggja stærri skála í sumar. Þá dreymir forráðamenn Jökla- ferða um að koma upp aðstöðu fyrir skíðamenn á jöklinum, og að þjóðbraut skapist yfir í Kverkfjöll og á Snæfell. Þegar er búið að ákveða eina ferð í Kverkfjöll í sumar. Þá er enn einn draumurinn, vegalagning inn í Staðardal, og kláfur þaðan upp á jökulinn. ,,Við hættum ekki fyrr en við erum búnir að virkja allan jökulinn”, segir Tryggvi. Klöngrast upp á jökul Fyrir nokkru buðu Jökla- ferðir ásamt innanlandsflugi Flugleiða blaðamönnum í ferð upp á Skálafellsjökul og í Jökulsárlón. Ferð þessi var í einu orði sagt frábæroggetur blaðamaður auðveldlega mælt eindregið með jökulferð á snjósleða upp á jökul, og sigling um Jökulsárlón er frábær skemmtun. Lagt var upp frá Reykjavík klukkan 10 um morguninn og síðan flogið sjónflug austur. landleiðina eins og einhver sagði, yfir Gullfoss Jökulsárlón er ægifagurt og skemmtilegt að sigla þar um.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.