Feykir


Feykir - 05.12.1990, Side 3

Feykir - 05.12.1990, Side 3
43/1990 FEYKIR 3 Hofsósingar iáta ekki deigan síga: „Fólk furðanlega bjartsýnt” segir María útibússtjórí kaupfélagsins SAMVINNUBÓKIN Raunávöxtun Samvinnubókarinnar árið 1989 var 5.01 % Nafnvextir Samvinnubókarinnar eru nú 10.75% Ársávöxtun er því 11.04% HAGSTÆÐ ÁVÖXTUN í HEIMABYGGÐ INNLÁNSDEILD KAUPFÉLAGS SKAGFIRÐINGA María Runólfsdóttir á kaupfclagskontórnum. Brauð handa hungruðum heimi í byrjun jólaföstu fá flest heimili á landinu heimsenda söfnunarpakka ásamt áskorun um að vera svo vinsamleg að hjálpa Hjálparstofnun kirkjunn- ar til að hjálpa í hungruðum heimi. Oftast nær bregðumst við íslendingar vel við þegar bágstaddir eiga í hlut, minnugir hálmsins í jötu barnsins í Betlehem er: Fátæk móðir varði hinn blíða helgri í sælu að hjarta sér. 250 þúsund. Ymiss önnur verkefni eru fyrirhuguð, sem kosta rúm- lega 1,5 millj. króna. Heildar- kostnðaur mun nema um 13 millj. króna. Talið er að um 40 þúsund börn deyi dag hvern í heiminum vegna vannæringar, stríðs og sjúkdóma, svo að þörfin er mikil. Hjálpum til við að bæta, græða og lækna. I guðs friði. Sigurpáll Óskarsson. Svo fara pakkar þessir að berast fólki ogtil þess aðsem flestir geti betur áttað sig á því hvernig söfnunarfénu er varið, fylgir hér stutt greinar- gerð þar að lútandi, Á Indlandi rekur Lútherska kirkjan þar heimili fvrir munaðarlaus börn, skóla og margs konar aðra starfsemi. Fyrirhugað er að senda þangað þrjár milljónir króna, sem verja áí heilsugæslustöð. Hjá sama aðila á að aðstoða 100 munaðarlaus börn en framfærsla þeirra kostar um eina milljón króna á ári. í Voita-dal í Suður- Eþíópíu er verið að byggja sjúkraskvli, vatnsgeyma og íbúðarhús fyrir sjúkralið. Þangað fara 3,5 milljónir króna. í Tamil Nadu-héraði á Indlandi verður varið kr. 300.000 til hjálpar vangefnum börnum. Vistheimilinu að Sólheimum í Grímsnesi var úthlutað 3 millj. króna á árinu. Piltur frá Senegal er styrktur til náms við Bænda- skólann á Hvanneyri. Svo og stúlka frá Kenýa, sem lærir saumaskap við Iðnskólann í Reykjavík. Kostnaður kr. „Ég hef ekki orðið var við að kvíði fólks hafi aukist ncitt að ráði eftir gjaldþrot frvstihúss- ins. Það er eins og flestir reikni með því að Fiskiðjan reki húsið áfram. Það er auðvitað einn og einn seni er talsvert svartsýnn, en yfirleitt er fólk furðanlega hjartsýnt hérna”. Sú menneskja sem hvað mest snertir slagæð mannlífs- ins á Hofsósi er vitaskuld útibússtjóri kaupfélagsins María Runólfsdóttir. Hún segir verslunina upp á síðkastið ekki minni en á sama tíma í fyrra, heldur meiri ef eitthvað er. Orsökin gæti hugsanlega verið sú að atvinna nú í haust hefur verið heldur betri en á sama tíma í fyrra. Erfiðlega hefur gengið að reka útibú kaupfélagsins réttu megin við núllið. Húsnæðið er alltof stórt og óhagkvæmt, en í vor var verslunarrýmið endurskipu- lagt og það minnkað um leið. „Þetta er miklu þægilegra svona bæði fyrir viðskipta- vinina og starfsfólkið, sem þarf nú ekki lengur að vera á þeytingi langar leiðir á milli horna í búðinni”, sagði María. Hún er samt ekki bjartsýn á að takist að reka útibúið með hagnaði í ár eða næsta ár, en úr því gæti þetta farið að batna. „Annars getur engin sagt til um þetta nema spákona sem sér í gegnum fjöll og hvað eina”. Starfsfólk útibúsins var á fullu aðsetja uppjólamarkað þegar Feykir var á ferðinni fyrir helgina. Þar verða til sölu leikföng, bækur og gjafavörurogstóðtil aðopna markaðinn eftir helgina. Sauðárkrókur: ITC deildin ÍFA stofnuð ITC deildin ífa var stofnuð í safnaðarhcimilinu á Sauðár- króki nýlega. Deildin starfar innan 2. ráðs landssamtaka ITC á íslandi. Stofnfélagar deildarinnar eru 28, þar af eru fimm í stjórn. Forseti Ifa er Ágústa Eiríksdóttir. Aðrir í stjórn eru Oddný Finnboga- dóttir varaforseti, Birgitta Pálsdóttir ritari, Linda Haralds- dóttir gjaldkeri, Kristín Guð- mundsdóttir ráðsfulltrúi og Elín H. Sæmundsdóttirþing- skapaleiðari. Fundir eru haldnir í Dalakofanum 1. og 3. þriðjudag hvers mánaðar kl. 20,15. ITC eru alþjóðleg samtök sem vinna að þjálfun í mannlegum samskiptum, og er Ifa 23. deildin sem er stofnuð hér á Islandi. Enn ríða Allt fé á bænum Kornsá í Vatnsdal var nýlega skorið vegna þess að þar fannst riða í einni kind. Þá hafa aðcins fjórir bæir í Vatnsdal vestan- verðum sloppið við að fá riðu. Fyrr í haust var fé á tveimur bæjum á Skaga skorið niður vegna riðu. Allt þetta fé hefur verið flutt að Litlu-Giljá í Sveinsstaðahreppi og dysjað þar. Eldur í reykkofa Eldur kom upp í reykkofa og fjárhúsum á bænum Ytra- Bjargi í Miðfirði aðfaranótt föstudags. Reykkofinn skemmd- ist mikið og hluti fjárhúsanna, en þau eru gömul og ekki lengur í notkun. Slökkviliðinu á Hvamms- tanga gekk greiðlega að slökkva eldinn. Talsvert eyðilagðist af mat sem var í reykingu.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.