Feykir


Feykir - 05.12.1990, Side 4

Feykir - 05.12.1990, Side 4
4 FEYKIR 43/1990 Að byrja smátt en hugsa stórt spjallað við Karl Sigurgeirsson hjá ÁTVH Á síðustu árum liefur víða verið hrujíðið á það ráð, á stöðum þar sem atvinnuleysi hefur herjað að gera sérstakt átak í atvinnumálum til að hleypa nýju lífi í atvinnumál í ákveðnum kaup- stað eða héraði. Hefur þá víða skapast uniræða um þessi mál en yfirleitt virðist lítið hafa orðið úr framkvæmdum. Eitt slíkt atvinnumálaátak liefur þó vakið sérstaka athygli en það er átaksverkefni í atvinnumáluni í V-Hún. Þar hefur ekki verið látið sitja við orðin tóm og ýmis smærri fvrirtæki og tímabundin verk- efni hafa litið dagsins Ijós. Feykir ákvað að fræðast frekar uni þetta merkilega framtak og ræddi við Karl Sigurgeirsson verkefnisstjóra átaksverkefnisins. Hvert var upphafið að þessu verkefni? „I byrjun árs ‘89 var atvinnuástand mjög slæmt í héraðinu og menn uggandi um framhaldið. Þá gengu verkalýðsfélagið og Hvamms- tangahreppur í að gera könnun rneðal heimamanna á áhuga fyrir einhverskonar aðgerðum til úrbóta. Ahugi reyndist fyrir hendi þannig að ákveðið var að hefja átaksverkefni á almennri kynningarráðstefnu sem haldin var í júní‘89ogá hana mættu um 60 héraðsbúar. Aður hafði átt sér stað mikil undirbúningsvinna sem unnin var af heimamönnum í sjálfboðavinnu. A miðju sumri ’89 tók verkefnið svo til starfa og var einn starfsmaður ráðinn til að annast framkvæmdir”. Hvernig starfar átaks- verkefnið? „Átaksverkefnið er fjár- magnað af Héraðssjóði V- Hún., atvinnurekendum. verka- lýðsfélagi, sparisjóðnum, Iðn- þróunarfélagi Norðurlands vestra og Byggðastofnun. ÁTVH starfar í nánum tengslum við Byggðastofnun og einnig ýmis félagasamtök innan héraðsins. Verkefninu er ætlað að hafa jákvæð áhrif á atvinnu- líf svo og mannlíf í héraðinu og starfar það sem nokkurs- konar stuðningsaðili við þá sem hafa áhuga á að hrinda í framkæmd eða kanna ein- hverjar hugmyndir. ÁTVH hefur stofnað til fjölda vinnuhópa til að vinna að ákveðnum markmiðum og í mörgum tilfellum hafa orðið til í kjölfarið ný fyrirtæki eða tímabundin verkefni, bæði á Hvammstanga ogekki síður í sveitunum. Má þar nefna Orðtak hf, búvélamiðlunina Græna hjólið, Vatnafang hf, búkonur hafa staðið að söfnun og sölu broddmjólkur o.fl. Einnig hefur verkefnið haft afskipti af menningar- málum svo sem aðstoð við kóramót og aðstoð við fjáraflanir til Tónlistarskól- ans. Einnig má nefna að ÁTVH stóð fyrir stofnun sáttanefndar vegna deilna um laxveiðar í sjó. Megin- áhersla hefur verið lögð á að nýta það sem fyrir er heima í héraði, bæði þekkingu og hráefni”. Nú er þetta tímabundið verkefni, tekur eitthvað við að því loknu? „ÁTVH er ætlað að starfa þar til á miðju ári ‘91 en áhugi er fyrir að fá það framlengt til ársloka ‘92. Einnig hefur verið rætt um að verkefni sem þetta þyrfti alltaf að vera í gangi en ekki hefur verið rætt um hvernig það skvldi fjármagnað. Áætlað er að ÁTVH kosti árið 1990 3.4 millj. þannig að það væri nokkuð stór biti til langs tíma”. Hefur almenningur í hérað- inu verið virkur í tengslum við verkefnið? „Áhugi virðist vera mjög almennur og margir hafa verið tilbúnir til að skoða ýmsa hluti og vinna að ákveðnum markmiðum. Hafa menn í mörgum tilfellum lagt mikið á sig í sjálboðavinnu til að hrinda hugmyndum í framkvæmd”. Nú hefur síðustu 2-3 árin gengið yfir landið holskefla af gjaldþrotum og jafnvel fyrirtæki sem talin hafa verið á traustum grunni þurft að leggja upp laupana. Hefur það ekki fælt menn frá því að leggja út í rekstur nýrra fyrirtækja? „Það hefur ekki borið á því enda hefur verið lögð á það megin áhersla að hafa eiginfjárhlutfallið sem hæst VERSLIÐ Á SAUÐÁRKRÓKI • SAMTÖK SÉRVERSLANA Á SAUÐÁRKRÓKI og allt í mjúka pakkann Gefið börnunum nytsama jólagjöf ÞÚ FÆRÐ JÓLAGJÖFINA HJA OKKUR ÞÚ ÞARFT BOKABUÐ VARLA ANNAÐ BRYNcJARS /ffft tif SCLWCL / (/ftcMLffiatcdt/nu&/ncL of afft íJóda/atnafiinn (/(tníofi/cff'ir tcw(aýcocd(inwc. C ^ fa&ttOfjéM* saumakistanl MUNIÐ VINSÆLU TOMMA hamborgarana okkar í jólaannríkinu blafell Konfekt í jólapakkann saudárkróki .»-\ i • *1 • • og til heimilisins Gott úrval á hagstæðu verði Sauöárkróksbúar Komiö og bragðið bœjarins bestu Pizzur eða takið þœr með ykkur beim Jólaglögg ogpiparkökur Kakó og vöjjlur með rjóma Leyfiö braglaukunum aö njóta sín og komiö á HÓtel Mcelifell JOLAFOTIN OG GJAFIRNAR Jyrir dömur og herra Fullt afnýjum vörum Gleðileg jól TÍSKUVERSLUN SKAGFIRÐINGABRAUT 9 SÍMI 95-35899

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.