Feykir


Feykir - 05.12.1990, Síða 10

Feykir - 05.12.1990, Síða 10
 F! EYKI iáð fréttablað á Norðuria ndi vestra 5. desember 1990, 43. tölublað 10. árgangur Auglýsingar þurfa að berast eigi síðar en um hádegi á föstudögum JÓLATILBOÐ í SPÖRTU 10% staðgreiðsluafsláttur. Ath. Nýtt greiðslukortatímabil hefst hjá okkur fimmtudaginn 6. desember. SPARTAfataverslun • skóbúð Elsti hestur landsins? Það hefur verið sagt utn Skagfirðinga að þeir geti orðið allra kerlinga og karla elstir, en ekki nóg með það; heldur virðist skaglirski hestur- inn líka geta orðiðansi gamall og bera aldurinn vel. Að minnsta kosti erekki annaðað sjá á honum Háfeta, 38 vetra reiðhesti í eigu Eggerts Jóhannssonar hónda í Felli í Sléttuhlíð. Ekki er ólíklegt að Háfeti sé elstur núlifandi íslenskra hesta. Eggert segir að það liafi lengi staðið til að farga Háfeta, en hann hafi ekki tímt því hingað til, því hesturinn sé við hestaheilsu enn. Hófarnir í fínu lagi, þrekið og holdafarið ágætt, það séu einungis tennurnar sem séu byrjaðar að gefa sig aðeins. ,,Það stóð nú til að hann félli núna í haust. Maður varþáaðhugsaum að það væri óþarfi að gera honum það áð lifa annan eins vetur og þeir tveir síðustu hafa verið. En fyrst að Sigurlaug á Kárastöðum spáir svona vel, þá má vera að þetta dragist eitthvað”, sagði Eggert. Eggert í Felli ásamt hinum aldna Háfeta sínum Háfeti ber reyndar nafnið varla með rentu, því hann er fremur stuttfættur. Það stóð til að nota hann í drætti á sínum tíma, en klárinn tók það ekki í mál svo að ekkert varð úr. Hann var seint taminn, lengi graður. og Eggert sagði að hann gæti verið svolítið stúrinn í skapi stundum. Þó var ekki að sjá annað þegar Eggert brá sérá bak. en geðslagið væri 1 þokkalegasta lagi. í það minnsta er langt í frá að Háfeti teljist „forn” í skapi, þrátt fyrir aldurinn. Svíndælingar geta andað léttar: Heymetisturninn á Grund rifinn — hefur vakið athygli byggingafulltrúa á Norðurlöndum Heymetisturninn á Grund í Svínadal var rifinn í síðustu viku. Var það gert að kröfu byggingarfulltrúa þar sem talið var að hann gæti hvenær sem væri fokið og valdið tjóni á mönnunt og mannvirkjum. Stærðar gat var komið á hann ofarlega og þar blöktu járnplötur. Næstu nágrannar og skólabílstjórar skrifuðu almannavörnum héraðsins bréf út af málinu og í framhaldi af því var ákvörðun tekin um að Ijarlægja efri hluta turnsins. Þessi turn var 25 m hárog reistur fyrir nokkrum árum síðan. Fljótlega fór að bera á því að hann væri ekki þéttur og verkaðist hey ekki í honurn. Hefur hann því staðið tómur nokkur ár. Síðar fór að myndast dæld þar sem nú var komið stærðar gat. Þá fóm gárungar að tala um að turninn væri í keng, sem maður nteð magapínu. Bændur á Grund vildu að innflytjandi og framleiðandi fjarlægðu turn- inn, en þeir telja sig ekki bera ábyrgð m.a. vegna þess hve slæm veður koma oft í Svínadal. Málaferli hafa nú sprottið af þessu og er dóms að vænta í vetur eða vor. Saga þessa turns hefur vakið athygli byggingarfull- trúa á Norðurlöndum en þar eru víða svipaðar byggingar í notkun. Myndband sem hefur verið tekið af turninum eftir því sem meir hefur séð á honum hefur verið sýnt á fundum byggingarfulltrúanna. MÓ. Skarphéðinsmenn í samkeppni við Johnson & Johnson: Snyrtipinnaverksmiðja keypt á Krókinn Lítið fyrirtæki sem framleiðir snyrtipinna og bómullarskífur hefur verið keypt til Sauðár- króks. Fyrirtækið, sem er það eina sinnar tegundar hér á landi, var áður starfrækt í Hafnarfirði. Það eru bræðumir Ásbjörn og Steinar Skarp- héðinssynir sem keyptu verk- smiðjuna ásamt vörumerkinu JOFO og viðskiptasambönd- um. Um helgina var stofnað hlutafélag um reksturinn Skarp hf, og verður hann til húsa í Skarphéðinshúsinu að Borgarflöt 5. Þeir bræður yfirtaka reksturinn um ára- mótin, en vélarnar koma um miðjan mánuðinn. „Þetta verða hlutastörf fyrir konurnar okkar til að byrja með, þar sem vélarnar eru svo afkastamiklar og markaðshlutdeild JOFO merk- ins ennþá ekki mjög mikil. En það er ómögulegt að segja nema okkur takist að auka markaðshlutdeildina og þá vindur þetta upp á sig”, sagði Steinar Skarp. Fiskiríið að lagast Ýmislegt gert til að halda uppi fullri atvinnu Togarafiskirí hefur lagast síðustu dagana, og von er á Skafta til hafnar á morgun með þokkalegan afla. I morgun (miðvikudag) landaði Haffari togskip frá Súðavík rúmum 40 tonnum til vinnslu í Fiskiðjunni. Ólafur Þorsteinsson hefur farið vel af stað á línunni. Landaði átta tonnum á sunnudag og fékk níu í túrnum á undan. Þrátt fyrir að togararnir hafi skaffað lítið undanfarið, og verið að korna inn með eindæma lítinn afla, hefur tekist að halda uppi vinnu í frystihúsunum. Línubátarnir hafa bjargað þar mestu, en einnig hafa Fiskiðjumenn verið að reyna ýmislegt til að fylla í eyðurnar. Þannig er þar hafin tilraun meðað þýða upp heilfrysta grálúðu og fletja. Þetta er gert í samvinnu við þróunarsetur sambandsins, en hugmyndin er runnin undan rifjum Einars Svanssonar fram- kvæmdastjóra Fiskiðjunnar. Of snemmt er að segja til um hvort hér er um framtíðar- vinnslugrein að ræða. Kröfulýsingar í Melrakka: Stofnlána- deildin með 80 milljónir Kröfulýsingar í þrotabú Mel- rakka hf eru samtals 140 milljónir, þar af er Stofnlána- deild landbúnaðarins með 80 milljónir, Byggðastofnun 23,5 og Búnaðarbankinn með 13. Kröfulýsingafrestur í þrota- bú Melrakka rann út í síðustu viku. Fyrsti skipta- fundur í búinu verður 13. desember. í dag er allt á huldu með það hvort fóður- stöðin verður rekin áfram eftir áramótin, en Kaupfélag Skagfirðinga hefur rekstur- inn á leigu frarn að þeim tíma. BÓKABÚÐ BRYNJARS

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.