Feykir


Feykir - 30.01.1991, Blaðsíða 2

Feykir - 30.01.1991, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 4/1991 Sjálfsbjargarviðleitni ■ RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAOUR: Þórhallur Ásmundsson ■ ÚTGEFANDI: Feykir hf. ■ SKRIFSTOFA: Aðalgötu 2, Sauðárkróki ■ PÓSTFANG: Pósthólf 4, 550 Sauðárkróki ■ SÍMI: 95-35757 95- 36703 ■ STJÓRN FEYKIS HF.: Jón F. Hjartarson, Sr. Hjálmar Jónsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður Ágústsson, og Stefán Árnason ■ BLAÐAMAÐUR: Magnús Ólafsson A-Hún., ■ AUGLÝSINGASTJÓRI: Hólmfríður Guðmundsdóttir ■ ÁSKRIFTAR- VERÐ: 100 krónur hvert tölublað; ílausasölu 100 ■ ÚTGÁFUDAGUR: Miðvikudagur ■ SETNING, UMBROT OG PRENTUN: SÁST sf-, Sauðárkróki. ■ Feykir a aðild að Samtökum bæja- og héraðsfréttablaða Eyöiö ekki eldsneytinu að óþörfu Talsverð breyting hefur átt sér stað í atvinnuháttum þjóðarinnar á síðari árum. Hefðbundnar atvinnugreinar. s.s. landbúnaður, sjávarútvegur. iðnaður og verslun eiga undir liögg að sækja í mörgum byggðar- lögum. Sem betur fer hafa menn reynt að bregðast við þessum vanda. og erskemmst að minnast velheppnaðs atvinnuátaks Vestur-Húnvetninga. þegar illa stefndi i atvinnulífi Hvammstanga fyrir nokkrum misserum. Og þetta framtak Vestur-Húnvetninga hefur ekki aðeins komið þeim sjálfum til góða, því óyggjandi er að árangurinn hefur orðið fólki í öðrum bvggðarlögum hvatning. Austur-Húnvetningar eru að fara af stað, Hjaltdælingar einnig, og Sauðkrækingar hafa nú nýverið stofnað félag, sem ætlað er að stuðla að nýsköpun í atvinnumálum. Reyndar má segja að tilgangur slíkra atvinnuskapandi verkefna sé að öðrum þræði einnig að auka fjölbreytni atvinnu- lífsins. En kröfur tímans eru einmitt að fólk geti valið um atvinnu. Það þykirekki gott í dag að hafa aðeins um það að velja að vinna í fiski eða afgreiða í verslun. Stofnun Átaks hf, félags Sauðkrækinga hefur vakið athygli. Það er óneitanlega lofsvert framtak hjá fyrirtækjunum í bænum að standa sameiginlega að atvinnu- sköpun í þágu bæjarfélagsins og greiða kostnaðinn sem af því hlýst úr eigin vasa. Vitaskuld standa Sauðkrækingar vegna stærðar bæjarins. betur en mörg önnur svcitarfélög. — Og þarna gerðist það sem mörgum finnst hafa á vantað á Króknum, að einkareksturinn og kaupfélagið tóku höndum saman. Það þarf ekki annað en horfa á skipan stjórnar félagsins til að sjá það. En þegar þróun atvinnumála í kjördæm- inu undanfarið er skoðuð. virðast þó tveir staðir hafa meiri þörf fyrir átak í atvinnumálum en aðrir. Það eru Siglu- fjörður og Hofsós. Eitthvað hefur heyrst um að Siglfirðingar hugsi sér til hreyfings í þessum efnum, en engin slík umræða verið í gangi í Hofsósi eftir því að best er vitað. Hofsósingar ættu þó að eiga sína mögu- leika eins og aðrir. Má þarsem dæmi nefna ferðamannatímann yfir sumarið, og í því sambandi benda á Málmey skammt undan landi og hið merka norska bjálkahús á kambinum. Þessa og ýmsa aðra hluti gætu Hofsósingar e.t.v. nýtt sér. Og dæmin sanna að á Hofsósi hafa fæðst hugmynda- ríkir menn. ÞÁ. BÆNDUR ATHUGIÐ Námskeið á Hvanneyri 11.-12. febr. Skattskil 13.-15. febr. Sauðfjárrækt - rúningur 18.-20. febr. Málmsuða 20.-22. febr. Tölvunotkun I - grunnnámskeið 27.-28. febr. Búreikningar I 4.- 6. mars Kanínurækt - úrvinnsla á kanínufiðu 7.- 9. mars Málmsuða II 11.-12. mars Tölvunotkun II 14.-15. mars Rafgirðingar 20. mars Framleiðslustjórn á kúabúi 21.-22. mars Vatnanýting 3,- 5. apríl Verkun votheys í rúlluböggum 8.-10. apríl Tölvunotkun I - grunnnámskeið 11.-12. apríl Hrossarækt - fóðrun og hirðing 15.-17. apríl Æðarrækt - byrjendanámskeið 18.-19. apríl Bleikjueldi 22.-24. apríl Ferðaþjónusta í sveitum 2,- 4. maí Skógrækt 7. mai Matjurtarækt II 6.- 7. júní Skjólbelti Þurrheysgerð - súgþurrkun (2-3 dagar) 13. júní Matjurtarækt I Námskeiðin eru skipulögð af Bændaskólanum á Hvanneyri í samstarfi við aðrar stofnanir. Framleiðnisjóður landbúnaðarins tekur Þátt í kostn- aði vegna námskeiðanna. Skráning á námskeiðin er á skrifstofu skólans í síma 93-70000 alla virka daga og eru þar jafnframt gefnar nánari upplýsingar. Skólastjóri. Ókeypis smáar Til sölu Til sölu nýtt dráttarbeisli á Subaru Legacy. Upplýsingar i sima 95-35890. Til sölu Commandore 64 meö kasettudrifi og stýripinna. Til sölu BBC Compact meö leikjum og ritvinnslu. Selst allt saman á kr. 12.000. Upplýsingar í síma 35452 en ekki 35450. Munda og Harpa. Til sölu frystikista i stærra lagi, verö kr. 7.500. Upplýs- ingar í síma, v.s. 35452, h.s. 36653. Helga. Suzuki TS 50 cc, árgerð’89til sölu. Lítur mjög vel út. Ekið 4000 km. Topp hjól. Skipti möguleg á Kawasaki Mojave 250 cc fjórhjóli. Upplýsingar í síma 96-24864. Skíðaklossa vantar Óska eftir aö kaupa skíöa- klossa nr. 42-43. Upplýsingar í sima 35914. Hestaflutningar! Fer noröur föstudag 1. febrúar. Upplýsingar í síma 985-29191 og 91-675572 eftir kl. 18. Hænuungar! fslenskir hænuungar til sölu, 10 vikna. Upplýsingar í síma 37341. Hæ, hæ! Sá sem tók í misgripum gráa iþróttaskó með gulum röndum síðastliðið haust, vinsam- lega skilið þeim á sama stað, Víðimýri 6. Helga. Vinnuvélar Óska eftir að kauþa Zetor 2511. Má vera ógangfær. Upplýsingar í sima 95-27164 eftir kl. 20.00. BBC Masters tölva, með lita- skjá, ásamt nokkrum góðum forritum til sölu fyrir gott verð. Upplýsingar í síma 35147 á vinnutíma. Sincler Spectrum tölva ásamt prentara og mörgum frábær- um forritum til sölu. Upplýs- ingar í síma 35147 á venju- legum vinnutíma. Skrautritunl Fyrirhugad er námskeið í skrautritun ef jiœg þátttaka fæst. Námskeiðið verðurhaldið á Löngumýri og hyrjar um miðjan febrúar. Þeir se??i skráðu sig í Kvennasmiðjunni gjöri svo vel og staðfesti skrájiinguna. Uppl. ísíma 36738 e. kl. 17. Þuríður H. Sigurðardóttir. Þjófstartað á þorrann Fundur alniannavarnarnefnd- ar í rafmagnsleysinu var eitt vel lieppnaðra skemnitiatriða á þorrablóti kvenfélagskvenna á Hlönduósi seiu þær liéldu viku fvrir þorrabvrjun. Á Skagaströnd blóta menn þorra laugardaginn 9. febrúar. Þar annast kvenfélagskonur matseld, en félagar í Leik- klúbbnum eru þessa dagana að semja og æfa dagskrá.sem samkvæmt venju gæti orðið um klukkustundar löng. Þar eru margir nefndir til sögu og fáu sleppt, sem unnt er að hlæja að. Sama kvöld verður svokallað hreppablót á Blöndu- ósi, en það er þorrablót fyrir Ás-, Sveinsstaða-. Torfalækjar- og Engihlíðarhrepp. Þorra- blótsnefndin er skipuð átta manns. einum hjónum úr hverjum þessara hreppa. Venjan er sú að á hreppablóti er félagsheimilið troðfullt af fólki. MÓ. Nýkomiö mikib úrval af ungbarnafatnaöi, einnig ný toppsett frá Sanetta nr. 128 - 152. Verö kr. 1120 Verslunin Aðalgötu 21 - Slmi 36636

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.