Feykir


Feykir - 30.01.1991, Blaðsíða 4

Feykir - 30.01.1991, Blaðsíða 4
4 FEYKIR 3/1991 Syðri hluti Sauðárkróksbæjar, sjúkrahúsið og byggðirnar í Hlíðarhverfi og Túnahverfi. Neðarlega til hægri á myndinni er dælustöð hitavcitunnar og til vinstri Ashildarholtsvatn. Lögsögumálið ,.Sú þjónusta og aðstaða, scm byggð hefur verið upp á Sauðárkróki — einnig fyrir atbeina Skarðshreppinga — nýtist þeim, einkum íbúum Borgarsveitar, ekki síður en Sauðkrækingum sjálfum. Sama er að segja um stofnanir og fyrirtæki, sem þéttbýliðá Sauðárkróki hefurskotið stoðum undir og mun styrkja frekar með fleiri íbúum og bættri aðstöðu. Slíkur viðgangur er því — og ástæða er til þess að undirstrika það — hagsmunamál íbúanna í báðum sveitarfélögum”. Svo segir í grein um lögsögu Sauðárkróks og Skarðshrepps eftir Árna Ragnarsson arkitekt sem birtist í nýjasta hefti Sveitarstjórnarmála. Greinin er að uppistöðu til byggð á greinargerð, er tekin var saman á árinu 1981 og lýsir aðstæðum, sem enn eru óbreyttar að mestu leyti. Árni Ragnarsson höfundur greinarinnar, sem hér birtist stytt og að hluta til endursögð. Eyþór Stefánsson níræður Eyþór Stefánsson tónskáld og heiðursborgari Sauðár- króksbæjar varð níræður fyrir \ iku. 23. janúar. Hann er Skagfirðingur í ættir fram og á ættir að rekja til Borgar- Bjarna eins og fleiri söng- listarmenn fyrr og síðar hér um slóðir. l'íyþór Stefánsson er fæddur á Sauðárkróki 23. janúar 1901 og hér hefur hann lifað og starfað í sinni æskubyggð alla sína löngu ævi. Eyþór var um áratugi farsæll forystumaður í menningar- málum bæjar og héraðs, lögin hans mörg og falleg hafa sungið sig inn í hjörtu Skagfirðinga og landsmanna yfirleitt. Hann var kirkjuorganisti í Sauðárkrókskirkju lenguren nokkur annar maður hefur verið til þessa og jafnframt söngstjóri kirkjukórsins. Einnig leikari og leikstjóri hjá Leiklélagi Sauðárkróks um langa tíð og kannski hefur hann verið fjölhæfasti leikar- inn sem stigið hefur á fjalirnar hjá því ágæta félagi. Þá var Eyþór einnig eftir- minnilegur og frábær lesari, í flutningi hans stækkuðu mörg kvæði góðskáldanna og nutu sín afar vel. Minnisstætt er m.a. að hafa heyrt hann flytja kvæðið ..Hin hvíta hind”eftir Davíð Stefánsson. ,.Þér vinn ég konungur, það sem ég vinn”, var einhvern tíma sagt. Fyriröll þessi merku störf þakka Skágfirðingar af heilum hug og senda listamanninum Eyþóri Stefánssyni hugheilar kveðjur á þessum merkisdegi. Að morgni afmælisdagsins 23. janúar kom bæjarráð Sauðárkróksbæjar saman til fundar og gerði eftirfarandi samþykkt: í dag er Eyþór S t e fá n sson h e iðu rs bo rga ri Sauðárkróks 90 ára. I tilefni þess og sem þakklætis- og vi rðinga rvo 11 við m arghá11uð störf Eyþórs að menningar- málum, samþykkir bæjarráð að leggja fram krónur eina milljón til stofnunar sjóðs sem beri nafn Eyþórs. Skal sjóðnum ætlað það hlutverk að ella lónlistarlíf á Sauðár- króki. Guttormur Oskarsson. Rafveita Sauðárkróks fær lækkun Rafveita Snuðárkróks ásamt sjö öðrum rafveitum í landinu sem kaupa raforku af Rarik, hafa fengið 5% lækkun á heildsöluverði. Forráðamönnum rafveitnanna átta finnst þetta spor í rétta átt, og í raun viðurkenning á kröfum siuum, en síður en svo nein heildarlausn. Rafveiturnar hafa \iljað kaupa raforkuna á Eands- virkjunarverði, og slcppa þannig við það viðbótargjald sem Rarik leggur á vegna leigu á flutningslínum út frá byggðalínunni. Til að mynda hefur Rafveita Sauðárkróks þurlt að greiða talsvert á annan tug milljóna yfir Landsvirkjunarverði á árs- grundvelli, enda hefur komið til álita að veitan reisi sina eigin flutningslínu fram í Víðimýrarhvérfið ofan Varma- hlíðar. Ve i t u s t j órn Sa u ðá rk rók s hefur hafnað lækkun álagn- ingar Rariks sem lausn á Bajarstjóru Sauðárkróks beinir því til þingmanna Norður- lands vestra og Vegagerðar ríkisins, að \ið endurskoðun vegaáætlunar verði lögð áhersla á varanlega vegagerð með hundnu slitlagi milli þétthýlis- staða kjördæniisins. Bæjarstjórn bendir sér- staklega á nauðsyn |vss að þegar verði halisi handa við g j a I d s k rá rv a n d a n u m. n e m a fylgi ásættanleg áætlun um hvernig og hvenær allar rafveitur landsins fái búið við sömu kjör. uppbyggingu Siglufjarðarvegar. Verði í því sambandi haft í huga að stytta veginn svo sem kostur er, jafnframt því sem hann verði byggður upp úr snjó. Lítill hluti vegarins milli Sauðárkróks og Siglul jarðar er bundinn varanlegu slitlagi, en milli annarra þéttbýlis- staða er nær heilt ..teppi”. Árni gerir í upphafi grein fyrir þeim viðræðum sem átt hafa sér stað um lögsögu- málið milli Sauðkrækinga og Skarðshreppinga á undan- förnum árum. Síðast í haust var ákveðið að þessir aðilar kæmu saman til viðræðna. Að hálfu Sauðárkróks eru í v i ðr æðu n e fn d i n n i K n ú t u r Aadnegaard, Stefán l.ogi Haraldsson og Björn Sigur- björnsson, en öll hrepps- nefnd Skarðshrepps mun taka þátt í viðræðunum. I innskoti má geta þess aðenn hafa þessir aðilar ekki hist. Árni fer síðan aftur í tímann. alveg til 1907 að Sauðárhreppi var skipt í Skarðshrepp og Sauðárkróks- hrepp. um landamerki jarð- arinnar Sauðár. sem klýfur Skarðshrepp milli fjalls og fjöru. Líklegt er að sjálfstætt félagslíf í Skarðshreppi hafi átt erfiðar uppdráttar af þessum sökum. „Ástæður hreppaskiptingar munu vera þær. að bændum fannst Sauðkrækingar vera farnir að sitja mjög yfir hlut annarra hreppsbúa. og ráða flestum málum í þágu þorpsins. Þegar síminn kom til sögunnar var bændum nóg boðið. Á döfinni var að reisa nýtt barnaskólahús, jafnvel t’asta bryggju og sitthvað fleira bar á góma, og allar framkvæmdirnar á Sauðárkróki”. (Kristmundur, Saga Sauðárkróks). Býlum í Borgarsveit fjölgað tvöfalt Ohætt virðist að túlka baráttu bænda fyrir skiptingu Sauðárhrepps sem viðlcitni til að verja atvinnu- og lífshætti sína gegn þeim sem lögðu þéttbýlið undir sig. Skiptingin náði yfir mörg svið. t.d. virðist hreppsnefnd Skarðshrepps hafa „hafnað boði um sameiginlegt skóla- hald og fræðslustjórn. Þótti ýmsum sem Skarðshrepp- ingar færu illa að ráði sinu". (Saga Sauðárkróks). Við skoðun Árna á þróun ábúðar í Skarðshreppi frá skiptingunni 1907. skiptir hann hreppnum í þrjá hluta: Reykjaströnd, Gönguskörð og Borgarsveit. Og niðurstað- an er þessi: ..Athyglisvert er að býlum hefur fækkað á fyrri hluta aldarinnar í öllum þrem sveitunum og síðan fækkað áfram í Gönguskörðum og á Reykjaströnd. Eru býlin í þessum sveitum nú helmingi færri en árið 1907, en í Borgarsveit tvöfalt fleiri en þau voru 1948. Með hliðsjón af þróun landbúnaðar almennt hlýtur 100c7< fjölgun býla að vekja athygli”. Þegar bústofn erskoðaður í hreppnum kemur í Ijós að hann er svipaður allan síðasta áratug þrátt fyrir nýbýlin. Nokkur býli, sér- staklega í Borgarsveit, höfðu engan bústofn árið 1980. utan reiðhesta. Skýringar á þessu er einkum að leita í samneytinu við Sauðárkrók, sem er meira í Borgarsveit en á Reykjaströnd og í Göngu- skörðum. Þó hafa Reyk- strendingar gert út. t.d. á grásleppu frá Sauðárkróki og fært sér í nvt hafnaraðstöð- una þar. Borgsveitungar í framfaraskrefum Úr Borgarsveit sótti fólk vinnu til Sauðárkróks frá 7-8 af alls 11 bæjum á árinu 1980. Fólk úr Borgarsveit vinnur fjölþætt störf á Sauðárkróki. s.s. verkamannavinnu. í iðnaði. skrifstofustörf og störf sem krefjast háskóla- menntunar. Árið 1981 voru skrifstofustjórar þriggja stærstu fyrirtækjanna á Sauðárkróki búsettir í Borgarsveit. Sum áhrifamestu framfaraskref í atvinnulífi Sauðárkróks voru stigin með Borgarsveitar- Bæjarstjórn Sauðárkróks: Vill malbikaða vegi

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.