Feykir


Feykir - 30.01.1991, Síða 5

Feykir - 30.01.1991, Síða 5
4/1991 FEYKIR 5 Úlfar Svcinsson oddviti Skarðshrcpps licfurstaðið framarlega í ýmsum málum í héraði. Hér sést hann á sínum tíma undirrita aðild að Fjölhrautaskólanum. Úlfari á hægri hönd cru Jón Ásbergsson, Hjálmar Jónsson, Þorsteinn Ásgrímsson, Þórður Þórðarson og .lón F. Hjartarson. menn í broddi fylkingar. Árni tilgreinir ekki menn. en á líklega við menn eins og Árna Daníelsson kaupmann frá Sjávarborg og Skarphéð- inn Pálsson frá Gili. og e.t.v. afkomendur þeirra suma. I greininni eru gerð ítarleg skil ásamneyti Borgarsveitar og Sauðárkróks, og þau vafalítið talin hafa eflst við það að tvær til þrjár kynslóðir Borgsveitunga hafa gengið í skóla á Sauðárkróki. Það hefur einmitt verið algengt í Borgarsveit að uppvaxin börn reisi íbúðar- hús í landi feðra sinna. og stundi vinnu á Sauðárkróki. og höndli með því bæði kosti dreifbýlis og þéttbýlis. rými, ró, nábýlið við náttúruna og lægra útsvar í dreifbýlinu. og þjónustu stofnana og fyrir- tækja, lelagslíf og starfstæki- færi í þóttbvlinu. Vandi landbúanaðarins Reyndar er þessi síðasta úttekt gerð eftir að Ámi hefur gert grein fyrir aðild Skarðshreppinga, einkum Borgarsveitunga, að ýmsu félagsstarfi og þjónustu á Sauðárkróki. Og Árni sér jákvæða þróun. eins og eftirfarandi kalli bermeðsér: Vandræði landbúnaðarfram- leiðslunnar eru mikið rædd og umdeild um þessar mundir. Stofnanir ríkis og bænda vinna að því aðdregið sé úr búvöruframleiðslu, og jafnframt er rætt um iðnað í sveitum o.n. til að bæta upp tekjumissinn. Iðnaðurísveitum virðist einkum eiga rétt á sér langt frá þéttbýli. í Borgar- sveit hafa fjölskyldur ráðið fram úr þessu upp á eigin spýtur. Fjölskyldur ,hafa aðlagað landbúnaðarstörf að störfum á Sau,ðárkróki. sem augljóslega byggist á nálægð- inni \ið Sauðárkrók. Þetta fyrirkomulag er fyllilega athygli vert. og það má eflaust bæta og gera aðgengi- legra fyrir fleiri Skarðshrepp- inga. Virðist það raunhæfara en dreifa fyrirtækjum um sveitir. Viðgangur Sauðárkróks Vöxtur Sauðárkróks hefur verið nokkuðjafn ogstöðugur. og honum hafa fylgt sam- göngubætur. bæði á vegum. höfn og flugvelli, sem augljóslega nýtist líka öllu þjónustusvæði Sauðárkróks. Gera má ráð fyrir, að viðgang Sauðárkróks megi að miklu leyti rekja til hitaveitunnar, sem er orðin gamalgróin og ein ódýrasta þéttbýlis hita- veita á landinu. Sauðkræk- ingar fundu heitt vatn í Áshildarholtsvatni í landi Sjávarborgar. og verk- og hugvitsmenn á Sauðárkróki gerðu þessa auðlind nýtan- lega til húshitunar í bænum. I landleigu fékk Sjávarborg einnig hitaveitu, og þar nú allþéttbýlt orðið. Síðan hefur Sauðárkrókur keypt land af Sjávarborg í Borgarmýrum allt austur að Héraðsvötnum. Á þessu landsvæði eru nú borholur og dælustöð liita- veitu. hesthús Sauðkrækinga. Tjarnartjörn og hinn nýi flugvöllur, sem talinn er einn sá fullkomnasti á landinu. Við flugvöllinn hefur Flug- félag Sauðárkróks komið þaki yfir starfsemi sína og hefur hug á áframhaldandi framkvæmdum. Mjög víðtækt samstarf Vatnsveita Sauðárkróks fær nú mikið og gott vatn úr lindum í Skarðshreppi. vesturí Veðramótslandi. uppi i Mold- uxaskarði og Sandskarði. og sorphaugar bæjarins eru í landi Skarðs. sem leigt er Þéttbýlið við Sjávarborg. Býli í Borgarsveit cru hclmingi fleiri í dag en þau voru 1907. undir þá. Skarðshreppingar nýta sorphaugana líka. en Sauðárkrókur kostar umsjón tækja og mannafla. í landi Skarðs hafði Golfklúbbur Sauðárkróks golfvöll sinn í nokkur ár, þangað til nýr var gerður innan lögsögu Sauðárkróks. Ungmennafélagið Tindastóll hcfur byggt upp aðstöðu til skíðaiðkana í landi, sem leigt er af Heiði í Gönguskörðum, og Borgarsandur, frá byggð á Sauðárkróki austurað Héraðs- vatnabrú, og umhverfi Áshildar- holtsvatns eru vinsæl úti- vistarsvæði og mikið sótt af Sauðkrækingum sumar og vetur. Eins og hér hefur verið reynt að sýna fram á, hefur sam- starf íbúanna í Skarðshreppi og á Sauðárkróki verið mjög víðtækt. E.t.v. ætti frekar að tala um náin og víðtæk samskipti. því allt hefurverið fremur óformlegt, líka sam- skipti sveitarstjórna. Með sæmilega góðum vilja virðist mega greina þá einu megin- reglu í samskiptunum. að aðgerðir. sem ákveðnarværu einhliða. skyldu engan skaða. Eins og dæmin sanna. er þetta engin góð regla, ogslíkt einhliða mat á hugsanlegum skaða annars bíður heim misklíð. Dæmin eru þekktog óþarfi að tína þau til, þeim mun nieiri ástæða til þess að einbeita sér að því að finna fyrirkomulag, sem hentar þeim aðstæðum. sem reynt hefur verið að lýsa hér að framan og leyst gætu það gamla af hólmi. Leiðir til breytinga Sýnt þykir og rökstutt, að eftirtaldar leiðir til breytinga beri að kanna og ræða af sveitarstjómarmönnum sam- eiginlega: 1. Sameining Skarðshrepps og Sauðárkróks. Samstarfsnefnd sveitarstjóm- anna legði niðurstöður sínar fyrir sveitarstjómirnar. Síðan mætti halda almenna borgara- fundi, gera áætlun um umferð almenningsvagna til þess að styrkja búsetu á Reykjaströnd og í Göngu- skörðum, gera áætlun um landnýtingu á öllu hinu nýja sveitarfélagi. þ.m.t. afréttarland, gera tillögu um samræmingu á álagningar- hlutfalli útsvarsins, t.d. yfir ákveðið árabil o.fl. 2. Sameining Borgarsveitar og Sauðárkróks. Kosin samstarfsnefnd, setn kannaði og legði tillögur fyrir sveitarstjórnirnar, samanber fyrsta lið. Þessari breytingu þyrftijafn- framt að fylgja breyting við sorphauga austan Reykja- strandarvegar. 3. Lagfæringar á hreppa- mörkum miðað við 20 ára áætlaða landþörf. Sorphaugar og Skarðsland austan Reykjastrandarvegtir færi undir lögsögu Sauðár- króks að norðan, Sjávar- borgar- og Áshildarholts- land að sunnan, ásamt Borgarsandi að austan. Kjósa mætti nefnd til þess að draga nánar mörk sveitar- félaganna. Þessi nefnd gæti að auki gert tillögur að mun nánara og formlegra samstarfi. t.d. í skipulagsmálum, dag- vistarmálum, skólamálum auk bókhalds, ferðum almenn- ingsvagna, bókasafnsmála og annarra félagsmála. Sjómenn-smábátaeigendur Siglingamálastofnun vill vekja athygli á að samkvæmt lögum nr. 112 1984 um atvinnuréttindi skipstjórnarmanna á íslenskum skipum, er krafist skipstjórnarréttinda til að mega stjórna skipi sem er 6 metra langt eða lengra og skráð er í skipaskrár. Varðandi kröfur um vélstjórnarréttindi, sbr. lög nr. 113 1984, þá þarf vélavörð/vélstjóra á vél sem er 101 hestöfl (75 kgw) eða stærri. Siglingamálastofnun

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.