Feykir


Feykir - 30.01.1991, Qupperneq 6

Feykir - 30.01.1991, Qupperneq 6
6 FEYKIR 4/199! Góðlynda vinnustúlkan lausl sprotanum í fjallið. I n Skíðastaðir hefur bær lieitið. sá næsti f'yrir sutínan Öxl undir Vatnsdalsfjalli vestanverðu í Húnavatns- sýslu. því bæði var það að Hnausar munu ekki hafa verið byggðir í þann mund sem Skíðastaðir voru byggðir með því nafni. enda standa Hnausar spölkorn frá fjall- inu og fyrir vestan það. A Skíðastöðum bjó í fornöld flugríkur bóndi, sem hat'ði mörg hjú og hélt þeim fast að vinnu vetur og sumar. Hann átti rnikið engi og gott. og lá það þar sem nú er Vatnsdals- flóð. í útsuður frá bænum. Svo gekk bóndi hart að hjúum sínum með vinnu á sumrum að hann lét aldrei nokkra griðkonu vera heima til eldhússtaifa. svo það var ekki um annað að ræða fyrir þær en hafa allar stórmatar- gerðir á helgum dögum. og húsbóndinn leyl'ði þeim hvorki að sækja tíðir né sinna lestrum. Einn sunnudag árla sást af bænum að vestanverðu í Þinginu og í Vatnsdal utarlega. að maður í hvítum klæðum gekk norður eftir Vatnsdalsfjalli. Hann hal'ði sprota í hendi og nam staðar jafnskjótt spratt þar uppal'ar slórskriða úr fjallinu og\arð æ stærri þ\ i lengra sem luin veltist ofan eftir. Féll hún yfir allan bæinn á Skíðastöðum. svo ekkert mannsbarn komst með lífi undan nema ein stúlka. Þessi stúlka hafði verið letígi á Skíðastöðum. þó henni þætti þar ekki góður bæjarbragur. einkum gtió- levsi bónda. Var hún bæði góðlynd og viljug til verka. því hafði hún hylli húsbænda sinna og samlagsþjóna. Hún hal’ði og oftast orðið fyrir þ\ í tið vera í eldhúsinu á helgum. en ekki hafði hún átt neinni þóknun annarri að mæta fyrir það en að hún mátti þá ráða skófnapottinum. Veturinn áður en skriðan féll á bæinn hafði verið mjög harður. svo þá féllu bæði menn og fénaður af hungri víða. Skíðastaðabóndi skarst undan öllu liðsinni við sveitunga sína er á hann skoruðu fyrir sjálfan sig og fénað sinn. og rak margan nauðleitarmann burtu með harðri hendi, án þess aðbuga neinu góðu að nokkrum þeirra. Ekki voru heldur veitingar svo miklar við heimilisfólk á Skíðaslöðum. þó nóg \ ;eri til. að það væri anögúfært. Þó gekk stúlka þessi mjög nærri sér til að geta hvglað þeim aumustu sem þar komu. Varði Inin til þess bæði af mat sínum og skófum þeim sem til léllu. Þennan sama vetur s\arf s\ o að llestum skepnum sem úti áttu að vera. að þær lágu dauðar hrönnum saman. því það var lengi að ekki lékk tittlingur í nef sitt. E'lokk- uðust þá sem oftar er svo bar undir. hrafnar mjög heim að bæjum og höl'ðu það eitt til viðurlífis. er þeir tíndu úr ýmsu sorpi er út var snarað. Stúlka þessi hin sama gjörði sér far um að snara sem mestu hún gat út úr eldhúsinu. því luin var svo brjóstgóð. að hún vildi og gjarnan geta treint lífið í hröfnunum ef hún mætti. Þetta tókst henni líka. og varð einn hrafninn af því svo elskur að henni. að hann elti hana nálega livar sem hún fór utan bæjar. og um vorið og sumarið eftir kom hann snemma á hverjum morgni lieim að Skíðastöðum til að fá sér árbita hjá stúlkunni. því hún geymdi honum ávallt eitthvað og henti hið mesta gaman að honum. Þen n a n s u n n u da gs m o r g- un. sem fyrr er frá sagt. hafði stúlka þessi farið mjög snemma á fætur og eldað graut. og var hún að keppast við að vera búin að skafa pottinn. áður en krummi kæmi til aðgeta gefið honum skófirnar. Þetta tókst og. því úti var hún að ljúka við pottinn. Hún gengur út með skófirnar í ausu og setur á hlaðið. þar sem hún var vön að gefa honutn, en hann vappar í kringum ausuna og llýgur spottakorn út á túnið. Stúlkán fer á eftir honum með ausuna, en allt fer á sömu leið. Hann vill ekki þiggja af henni skófirnar og Hýgur spotta og spotta og sest niður á milli, en stúlkan fylgir alltaf og veit ekki hvernig þessu víkur við. Gengur þessi eltingarleikur þangað til krummi er búinn að teygja hana með þessu móti á eftir sér langt suður fyrir tún og stúlkan var farin að hugsa um að ganga ekki lengur eftir honum. En í sama bili heyrir hún druniir í fjallinu undan skriðunni og vatnsflóðinu sem henni fylgdi. og sér að hún er kornin yfir bæinn. Lofar hún þar guð fyrir lausn sína. sem liaf'ði sent sér hrafninn til frelsis. (Íslenskar þjóðsögur. Einar Ol. Sveinsson) upp undan Skíðastöðum og j Sögur og sagnir Þjálfarí frá USA? Enn gengur ekkert í körfunni findastólsmenn eiga ekki góðu gengi að fagna í körfuboltan- um þessa dagana, nema það hafi breyst þegar Njarðvík- ingar komu í heimsókn í gærkveldi. Liðið stendur nú jafnfætis Grindavík, en höllum fæti gegn Keflvíkingum í hörkuspennandi keppni li-riðils. Tindastólsstrákarnir sýndu samt mikinn karakter í bikar- leiknum í Njarðvík fyrir viku. Tvívegis náðu þeir að vinna upp 20 stiga mun heimamanna og voru aðeins hársbrcidd frá sigri. Loka- tölur urðu 96:94. Þetta var leikur ungu strákanna, Einar, Sverrir, Haraldur og Karl stóðu sig allir mjög vel, auk Ivans að venju. En ekki tókst Sauðkræk- ingum að fylgja þessari ágætu frammistöðu eftir í Seljaskóla sl. sunnudagskvöld. Biðu þar lægri hlut fyrir botnliði deildar- inhar. IR-ingar sigruðu með 86:82. Tindastólsmenn voru mjög ósáttir með þátt dónttr- anna í leiknum, og reyndar voru lleiri sem fylgdu þeim að máli þar. Þrír heimaleikir eru á dagskrá þessa vikuna. Njarð- víkingar áttu að koma í gærkveldi, frestaði leikurinn gegn Grindavík vcrður á fimmtudagskvöldið og KR- ingar koma síðan í heimsókn á sunnudagskvöldið. Öll eru þessi lið meðal þeirra bestu í landinu í dag. Vonandi samt að góðar körfuboltafréttir bíði næsta Fevkis. í dag er væntanlegur á Sauðárkrók. handarískur knatt- spyrnuþjálfari ,)im Hutchinson að nafni. Jim þessi var fyrir stuttu valinn besti þjálfarinn í háskóladeild inni bandarísku og er mjög virtur þjálfari í heimalandi sínu. Hutchinson verður með æfingar fyrir heimamenn í kvöld og annað kvöld. Um helgina er síðan meiningin að Tindstælingar við nám syðra bætist í hópinn og leiknir verði æfingaleikir syðra. Verður Stúlknaflokkur Tindíistóls lieldur sínu striki í körfuboltanum. Um helgina sigruðu þær á næst síðasta fjölliðamóti vetrar- ins sem fram fór á Sauðár- króki. A sama stað varð unglingaflokkur pilta í fimmta sæti og hélt sig í a-riðli. í Njarðvík hafnaði 8. flokkur í 4. sæti a-riðils. Urslit leikja Tindastóls urðu þessi: Kvennallokkur: UMFT ÍBK 38:24 UMFT Skallagr. 67:37 þá tekin ákvörðun um ráðn- ingu Bandaríkjamannsins, og ef af því verður er líklegt að hann verði beðinn að útvega tvo erlenda leikmenn til Tindastóls. I.ikur eru á að talsverðar breytingar verði á leikmanna- hópi Tindastóls frá síðasta sumri. Má nel'na að Sverrir Sverrisson er genginn til liðs við KA. Olafur Adolfsson fer líklega á Skagann. en Gísli Sigurðsson hefur gengið til liðs við sitt gamla félag. UMl:T KR 51:35 Drengjaflokkur: UMFT ÍBK 57:90 UMFT í R 52:68 UMFT UMFG 80:91 UMFT Haukar 62:80 UMFT KR 80:62 8. flokkur: UMFT Valur 47:22 UMFT ÍBK 37:51 UMFT Haukar 30:41 UMFT UMFN 28:38 UMFT Snæfcll 46:29 UME'T KR 45:40. Aflatregða og átuleysi — Það er mjög dökkt hljóð í togarasjómönnunum, því það hefur veiðst lítið nú í janúar, sagði Sveinn Ingólfsson fram- kvæmdastjóri Skagstrendings hf. á Skagaströnd í samtali við hlaðamann. Hann hætti því við að sá fiskur, sem veiddist væri horaður og með tóman maga þannig að litið virðist vera uin æti í sjónum. Af þessu hafa menn þungar áhyggjur. Hins vegar veiddist vcl á línu í Húnafióa í byrjun janúar og þangað komu línubátar að sunnan. í síðustu viku datt sú veiði niður ogeru aðkomubátarnir nú farnir. Um áramót voru settar nýjar reglur um kvóta þeirra togara, sem vinna afiann um borð. Þar er tillit tekið til verðmætanna, sem menn ná að gera úr aflanum, en ekki horft eingöngu á magnið. Þetta er gott mál fyrir Skagstrendinga því afianýt- ing a Örvari helur veriðmjög góð. — Við höfum barist fyrir því undanfarin ár. að tillit væri tekið til nýtingar- innar. sagði S\einn. því það eru verðmætin. en ekki magnið. sem skipta máli. MÓ. Stúlknaflokkurinn sigursæll

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.