Feykir


Feykir - 20.02.1991, Qupperneq 8

Feykir - 20.02.1991, Qupperneq 8
FEYKIR Óháö frettablaö á Noröurlandi vestra 20. febrúar 1991, 7. tölublað 11. árgansur Auglvsingar þurfa að berast eigi síðar en um hádegi á föstudögum BILALEIGA SAUÐARKROKS FYRIRTÆKI - STOFNANIR - EINSTAKLINGAR TÖYOTA Hl - LUX DOUBLE CAB 1991 LEYSIR FLUTNINGSVANDAMÁLIN GÓÐIR BÍLAR Á GÓÐUM KJÖRUM SÍMAR 36050 - 35011 H.S ( Stefán ) Olíublaut æðarkolla Þessi olíuhkiuta æðarkolla var gjörsamlega bjargarlaus við Ilressingarhúsið á Eyrinni nú fvrir helgina. Starfsmenn Hressingarhússins og verkamenn við höfnina segja oft mikið um oliu í höfninni og fullyrða að kæruleysi viðgangist þegar olía er sett á skipin. Leikfélag Blönduóss: Æfingar á Gísl að hefjast Brátt munu hefjast hjá Leikfélagi Blönduóss æfingar á Gísl eftir Brendan Behan. Inga Bjarnason mun leikstýra verkinu. Vel hefur gengið að fá fólk til að leika og taka þátt í sýningunni, en reiknað er með að um 30 manns komi nálægt henni á einn eða annan hátt. Að sögn Jóns Inga Einarssonar formanns leik- Maður og kona á Hvammstanga Leikflokkurinn á Hvamms- tanga er nú að hefja æfingar á leikritinu Maður og kona eftir Jón Thoroddsen. Leikendur eru 15 talsins og er að mestu húið að raða niður hlutvcrkum. Ráðgert er að frumsýna lcikritið snemma í april. Þröstur Guðbjartsson hefur verið ráðinn leikstjóri. Er h a n n Hvammstangabúum að góðu kunnur því hann hefur fimm sinnum áður leikstýrt verkum fyrir Leik- flokkinn við góðan orðstí. Núverandi formaður Leik- flokksins er Kristín Magnús- dóttir og sagði hún vel hafa gengið að fá fólk til starfa við leikritið, en þó vantaði dálítið upp á að fullmanna það. enda þyrfti 25-30 manns að leikurunum meðtöldum til að standa að þessu verki. EA. félagsins er gróska í félaginu urn þessar mundir og menn bjartsýnir. Gísl er klassískt verk sem nokkrum sinnum hel'ur verið fært upp hér á landi. Mikil tónlist er í leiknum og búa leikfélags- menn á Blönduósi vel að heimamönnum, þar sem nú er mikið af vel menntuðum tónlistarmönnum aðstörfum við tónlistarskólana í Austur- Húnavatnssýslu. Gísl verður frumsýndur á Húnavöku rétt fyrir sumar- mál. Þá er ætlunin að sýna verkið í tengslum við aðalfund Bandalags íslenskra leikfélaga, sem haldinn verður á Blönduósi 25. og 26. maí í vor. Kvennalistinn Nv.: Guðrún L. í fyrsta sæti Verulegar hrevtingar eru á framboðslista Kvennalistans á Norðurlandi vestra frá síðustu kosingum, en listinn tarákveðinn í síðustu viku. Það er Guðrún L. Asgeirsdóttir prestsfrú á Prests- bakka við Hrútafjörð sem skipar efsta sæti listans. Sigriður Friðjónsdóttir lög- fræðingur Sauðárkróki er í öðru sæti, þá Anna Hlín Bjarnadóttir þroskaþjálfi Egilsá Skag.. Kristín Líndal húsmóðir Holtastöðum Langa- dal, Steinunn Erla Friðjóns- dóttir húsmóðir Sauðárkróki Inga Jóna Stefánsdóttir húsmóðir Molastöðum Fljót um, Agústa Eiríksdóttir hjúkrunarfræðingur Sauðár- króki og Anna Dóra Antons- dóttir kennari Frostastöðum. Stóðhestur frá Kimbastöðum fyrir bíl: Nuddaðist úr hliði „Þetta var einstakt ólán. Það gekk maður þarna um rétt áður og þá voru hrossin á sínum stað. Greinilegt er að þau liafa nuddað úr hliði. Trégrindurnar í því verða hálar í hélu og raka og því auðveldara að ýta lokunni upp af. En sem betur fer urðu ekki slys á fólki”, sagði Jón Hjörleifsson bóndi á Kimba- stöðum eftir að stóðhestur og folald urðu fvrir bíl og drápust á þjóðveginum við bæinn sl. föstudagskvöld. „Maður er alveg með lífið í lúkununt gagnvart skepnun- unt og umferðinni. Það voru líka sérstakar aðstæður þegar þetta gerðist. skyggni nánast ekkert vegna þoku”, bætti Jón við. Þeir bræður á Kimbastöð- um, Jón og Hjörleifur, eru orðlagðir fyrir hvað þeir hugsa vel um skepnur og þykir hirðusemin í hávegum höfð á bæ þeim. Stóðhesturinn sem lét Íífið hefur verið í talsverðri notkun. og er þess vegna á skrá hjá búnaðar- sambandinu. Hann var undan Hervari og ættbókarfærðri hryssu í eigu þeirra Kimba- staðabræðra. Þess rná getaað lausaganga búsmala í Skarðs- hreppi er stranglega bönnuð. Er það eini hreppurinn í Skagafirði sem sett hefur slík ákvæði. Þess má geta að vegna tíðra slysa af völdum lausa- göngu hrossa í héraðinu í vetur, hefur Bjöm Mikaelsson yfirlögregluþjónn ákveðið að boða til fundar með hags- munaaðilum bráðlega. feykjur „Lóðarí” Nákvæmar óveðursfregnir Eftir að hafa rekist á gamalt Feykisblað á dögun- um og lesið þar fregn af hvassviðri sem reið yfir landið 14. janúar 1982, er hægt að efast stórlega um staðhæfingar þess efnis að rok það sent geysaði á dögunum sé það mesta í manna minnum. Minni manna hlýtur að hafa förlast talsvert. I gamla Feykirsegir frá því að hvassviðrið mikla aðfara- nótt fimmtudagsins hafi ekki farið fram hjá F1 jótamönnum, þó að fjölmiðlar hafi þagað dyggilega yfir því. ..Það var kolbrjálað veður á hverjum bæ. Það svaf enginn rótt nenta við hjónin”. sagði kona ein í Fljótum. Rokið kom eins og byssuskot yfir Barðshyrnuna. en allt var kyrrt á milli. Menn fluttu sig milli herbergja í húsum sínum og reyndu að vera þar sent skjólið var öruggast. A Molastöðum fauk skóla- bíllinn og fór 13 1/2 veltu undan storminum. Gamall Volvobíll sent var hálfur á kafi í skafli var þrifinn upp. fauk yfir allháan timbur- stafla og staðnæmdist eftir 100 m ferðalag. Þar fuku einnig þakplötur af fjárhúsum og rúður brotnuðu. Lúsin hræðilega I vetrarbyrjun 1985 kom upp lúsafaraldur í skólanum á Sauðárkróki. Ekki varð hann þó útbreiddur. því tljótlega tókst að ráða niðurlögum lúsarinnar. Ekki munu öll börn hafa gert sér fyllilega grein fyrir hvers konar fyrirbæri þessi lús væri, en það mátti þó ljóst vera að þetta væri hin mesta ókind. Því var það einn átta ára snáði. sem fékk þessi æsilegu tíðindi úti á götu og varð heldur skelkaður. Hanh skundaði inn og hringdi þegar í mömmu sína út í frystihús og sagði: „Mamma. það er kontin lús í bæinn. og ég er aleinn heima”. Umræðan um lokun leik- skólanna í bæjarstjóm Sauðár- króks í síðustu viku var á margan 'nátt skemmtileg, og fræðandi að auki. Þar kom t.d. fram að líklega taka Bílddælingar lítiðsem ekkert sumarfrí, því leikskólinn þar er opinn lengst allra leik- skóla á landinu. En það er vitaskuld ekkert skemmtilegt fyrir Bílddælinga að verða af sumarfríinu ár eftir ár, og óskandi að þeir fari í fríið senn hvað líður. Ein afástæðunum fyrirþví að heppilegt þykir að loka leikskólunum yfir sumar- leyfistímann, er vegna viðhalds, t.d. útivistarsvæða. Það sé alveg vita vonlaust að vera með þungavinnuvélar að störfum á leikvellinum innan um börnin að leik. Einn bæjarfulltrúanna Hilrnir Jó- hannesson tók alveg heils- hugar undir þetta vandamál með að halda lóðinni við. Leikskólarnir fara í frí, það flestir lítið þakka. En vont er líka að lenda í lóðaríi með krakka. GÆÐAFRAMKÖLLUN BÓKABLE) BBYNcIARS

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.