Feykir


Feykir - 03.04.1991, Qupperneq 6

Feykir - 03.04.1991, Qupperneq 6
6 FEYKIR 12/1991 Saga af litlum hvolpi Hjörleifur á Gilsbakka í góðum félagsskap. Það var nokkru fyrir síðustu aldamót að lítill hvolpur hvarf frá bænunt Gilsbakka í Austurdal. Talið var víst að hvolpurinn hefði lagt af stað á eftir fólki sent fór frant á Sel þennan sama dag. Stigasel heitir það fullu nafni, áður sérstakt býli, en síðan nytjað sem beitarhús frá Gilsbakka. Milli Gilsbakka og Stiga- sels fellur Strangilækur, straumharður eins og nafnið bendir til, og vatnsmikill al' læk að vera. Lítið var leitað að hvolpinum, enda talið víst að hann hefði farið sér að voða í Strangalæk, sem var í flóði þennan dag. Gestur Jónsson, sem lengi bjó á Keldulandi, átti enn heima á Gilsbakka þegar saga þessi gerðist. Hann var sonur Jóns Jónssonar bónda á Gilsbakka og fyrri konu hans Vaigerðar Guðmunds- dóttur frá Abæ. Þess ntá geta að Gilsbakka-Jón var ekki einungis frægur fyrir hag- mælsku sína, heldur var hann líka maður rammskyggn. Báðir þessir eiginleikar komu fram í Gesti syni hans, þótt í ntinna mæli væri. Nú er það skömmu eftir að hvolpurinn hvarf að Gestur er staddur fram á Seli. Sækir hann þá mjög svefn, þótt unt hádaginn sé. og bregður á það ráð að leggja sig í garðann í ytra húsinu og er þegar sofnaður. Þegar hann vaknar og rís upp við dogg þarna í garðanum, verður honunt litið inn í króarhontið að norðan. Sér ltann þá hvar Skotta stendur með ltinn týnda hvolp á handleggnum. Gælir hún mjög við hvolpinn sem virðist una sér hið besta. Ekki gast Gesti að þessum félagsskap. Þar við bættist að ltann taldi augljóst að Skotta væri völd að hvarfi hvolpsins. Gestur var maður fremur orðljótur. Sendir hann nú 'Skottu tóninn og segir henni að fara í logandi helvíti. Verða þá miklar eldglæringar þarna í króarhorninu, en strax og þeint linnir er Skotta horfinn og hvolpurinn auð- vitað líka. Eg veit ekki til að vart hafi orðið við Skottu í Stigaseli síðan. Hús þessi voru í notkun frant um 1960. Var norðvesturhornið á ytri hús- unum jafnan kallað Skottu- horn. Þar haggaðist aldrei steinn í hleðslu öll þessi ár. enda þótt aðrir hlutar húsanna þyrftu sitt eðlilega viðhald. Skrifað á Gilsbakka í ntars 1991. Hjörleifur Kristinsson. Hörður leiðir líklega Heima- stjórnarmenn Heimastjómarsamtökin stefna að framboði í Norðurlandi vestra, og stefnir því í að sjö listar verði í kjöri hér í kjördæminu. Að sögn Harðar Ingimarssonar efsta manns listans hefur hann verið mannaður, en einungis er húið að raða í þrjú efstu sætin. Hörður Ingimarsson versl- unarmaður Sauðárkróki er í efsta sæti, þá Níels Ivarsson bóndi Fremri-Fitjum V,- Hún. og Sigríður Svavars- dóttir ráðskona Öxl A.-Hún. er í þriðja sæti. Framboðs- frestur rennur út um hádegi nk. föstudag, 5. apríl. FEYKIR 10 ára Næsta blað - afmælisblað Silfurskip í Safnahúsi Á Sæluviku verður að venju efnt til sýningar í Safnahúsi Skagfirðinga. Þar verða sýnd rúmlega 30 verk eftir gamlan Króksara af þingeyskum uppruna, Sigurð H. Þórólfs- son. Allt eru það skipslíkön, sum mjög raunsæisleg en önnur stílfærð. Efniviðurinn er af margvíslegu tagi; allt frá hlágrýti yfir í góðmálma, cðalsteina og jafnvel manns- hár. Á meðal skipa Sigurðar eru sjö sem teljast ntega hrein dvegasmíð. gerð úr gulli og silfri. Þau vöktu m.a. athygli á sýningu úti í London fyrir nokkrum árum enda munu þau ekki eiga ntarga sína líka í veröldinni. Sigurður hefur nokkrum sinnum sýnt verk sín áður og jafnan við góða aðsókn. Allntörg verkanna á þessari sýningu hafa þó ekki verið sýnd fyrr. Hluti þeirra er til sölu. Sýningin verður opin daglega frá kl. 15-19 en kl. 15-22 á fimmtudaginn. Aðgangur er ókeypis. undir borginni Steindór Haraldsson einn ungra og upprennandi stjórnmála- manna á Skagaströnd. Að loknum hinum drama- tíska landsfundi Sjálfstæðis- flokksins snéru aftur heim til Skagastrandar þeir ágætu fulltrúar sem íhaldinu á staðnum þóknaðist að senda í þessa makalausu fjölmiðla- veislu. Allir voru þeir hressir og glaðir yfir því að hafa fengið að vera viðstaddir þá sögulegu stund þegar marg- lofaður Davíð Oddsson var kosinn formaður flokksins. Slíkur heiður veitist heldur ekki óverðugum skyldi maður halda. Undirritaður hefur átt í nokkrum erfiðleikum meðað skilja það hvernig Davíð gat orðið formaður án þess að fella Þorstein, en það er sennilega aðeins á færi sjálfstæðismanna að skilja það, svo að aðrir ættu trúlega ekki að vera að grufla út í það. Hver landsfundarfulltrú- inn af öðrunt hefur rækilega undirstrikað það í Ijölmiðlum að Þorsteinn hafi ekki fallið. heldur hafi Davíð bara unnið. Raunar hafi báðir unnið sigur með tilliti til þess hvað fylgið skiptist jafnt á ntilli þeirra. Það væri heldur ekki venja í Sjálfstæðisllokknum að fella sitjandi formann. Þorsteinn hafi í raun fengið góða trausts-yfirlýsingu, sent missti alls ekki gildi sitt þó Davíð hafi fengið enn betri trausts-yfirlýsingu. Þessi sjónarmið eru auð- vitað allrar athygli verð og landsfundar-fulltrúar frá Skaga- strönd em sjálfsagt sann- færðir um það að þau séu rétt í alla staði. Þaðgeti ekki verið rangt sem meirhluti lands- fundar Sjálfstæðisflokksins sameinist um. Þeirsem hafa verið að gleðjast yfir því að Þorsteinn væri fallinn, verða því að bíta í það súra epli að hann sé alls ekki fallinn, hann sé bara hættur að vera formaður Sjálfstæðisflokksins og það sé auðvitað allt annað ntál. Sá Davíð sem nú er leiddur til öndvegis hjá stærsta stjómmálaflokki þjóðarinnar á íjölda ættingja á Skagaströnd. Móðurfaðir hans Lúðvík Nordal læknir var sonur Davíðs Jónatanssonar í Eyjarkoti og bróðir Stein- gríms skólastjóra á Blöndu- ósi. Bróðir Davíðs í Eyjarkoti var Steingrímur á Njálsstöðum faðir Páls ritstjóra Vísis, l'öður Hersteins ritstjóra. Annar sonur Steingríms á Njálsstöðum var Magnús faðir þeirra Vindhælisbræðra og þeirra systkina. Faðir Steingríms á Njálsstöðum og Davíðs í Eyjarkoti var Jónatan Davíðsson á Marðar- núpi, sem var sonarsonur Davíðs Guðmundssonar hrepp- stjóra á Spákonufelli á Skagaströnd. Kona Jónatans var Sigurrós Hjálmarsdóttir systir Björns Hjálntarssonar á Akri í Þingi, föður Þórunnar húsfreyju í Kurfi á Skagaströnd móður Hjartar l’öður Hallbjarnar kántrý- söngvara. Skemmtikraftaeðlið er því víða til í ættinni. Bæði Davíð Stefánsson skáld og Davíð Oddsson bera nafn frá Davíð garnla hreppstjóra í Spá- konufelli. Það á margt rætur sínar undir Borginni. Það má benda á það að Jakop Möller fæddist hér í þorpinu og Valtýr Guðmundsson var fæddur á Árbakka rétt fyrir ofan kauptúnið. Hlutfalls- lega hefur Skagaströnd því lagt mikið að mörkum til stjómmálalegrar fomstu meðal þjóðarinnar fram til þessa. Aðrir staðir hafa ekki lagt þar meira til hlutfallslega nema þá Reykjavík. Vaxandi umsvif ungra manna í pólitík svo sem Steindórs Haralds- sonar og Þorvaldar Skafta- sonar benda til þess að Skagaströnd muni áfram italda hlutfallslega styrk sínum á þessu sviði og ber því vissulega að fagna. Rúnar Kristjánsson.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.