Feykir - 24.04.1991, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 15/1991
■ RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR:
Þórhallur Ásmundsson ■ ÚTGEFANDI:
Feykir hf. ■ SKRIFSTOFA: Aðalgötu 2,
Sauðárkróki ■ PÓSTFANG: Pósthólf 4,
550 Sauðárkróki ■ SÍMI: 95-35757 95-
36703 ■ STJÓRN FEYKIS HF.: Jón F.
Hjartarson, Sr. Hjálmar Jónsson, Sæmundur
Hermannsson, Sigurður Ágústsson, og
Stefán Árnason ■ BLAÐAMAÐUR: Magnús
Ólafsson A-Hún., ■ AUGLÝSINGASTJÓRI:
Hólmfríður Guðmundsdóttir ■ ÁSKRIFTAR-
VERÐ: 100 krónur hvert tölublað; í
lausasölu 100 ■ ÚTGÁFUDAGUR: Miðviku-
dagur ■ SETNING, UMBROT OG PRENTUN:
SÁST sf., Sauðárkróki. ■ Feykir á aðild að
Samtökum bæja- og héraðsfréttablaða.
FERÐAMÁLAFÉLAG
STOFNFUNDUR!
Stofníiindur ferðamálafélags Skagafjarðar og
Siglufjarðar verður haldin í Safnahúsinu á
Sauðárkróki mánudaginn 29. apríl kl. 20.30
Félagið er öllum opið, einstaklingum
félögum og stofnunum.
Hagsmuna- og áhugaaðilar eru
hvattir til að mæta.
Undirbúningsnefndin FerÖamálafulltrúi
T
Okkar innilegustu þakkir til allra, sem sýndu okkur samúö
og vinarhug við andlát og útför
KÁRA JÓNSSONAR,
Smáragrund 16,
Sauðárkrókl.
Eva Snæbjarnardóttir,
ÓII Björn Kárason, Margrét Sveinsdóttir,
Guójón Andri Kárason, Ingibjörg Guöjónsdóttir,
Eva Björk Óladóttir.
MÁLNINGARVINNA!
Tökum að okkur alla aMða
málningavinnu. Gerumföst
verðtilboð í öll stærri verk. Nú er
rétti tíminn að huga að sumrinu.
Látíð fagmenn vinna verkin.
Albert sími: 36645
Þórarinn sími: 36769
Þórðursími: 36754
Óánægja með framboðs
þátt Sjónvarpsins
Margir telja nokkuð víst að ef
einhverjir hafa verið í þeim
hugleiðingum að flytja hingað
í kjördæmið, þá hafi þeir
snarlega hætt við það eftir að
hafa horft á framboðsþátt
ríkissjónvarpsins. „Frá þeim
bæjardyrum séð var eins gott
að varla var minnst á þetta
svæði í þættinum, frekar en
það væri ekki tir\sagði ÓlafurB.
Óskarsson bóndi í Víðidais-
tungu um framboðsþátt sjón-
varpsins héðan úr kjördæminu,
sem menn hér um slóðir voru
síður en svo ánægðir með.
I upphafi þáttarins var
dregin upp mjög dökk hliðaf
atvinnuástandi í kjördæminu
og tínd til þau fyrirtæki sem
standa hvað höllustum fæti,
en ekkert minnst á þau sem
betur ganga, s.s. Skagstrend-
ing og Steinullarverksmiðjuna.
Ekki bætti úr skák að
viðmælendur fréttamanna vom
svartsýnir, enda þeir fiestir
frá þeim stöðum sem atvinnu-
líf stendur hvað verst um
þessar mundir; þ.a.s. á
Siglufirði og Hofsósi.
„Þetta var óskaplega dökkt
alltsaman. Eg hef fregnað að
spjallað hafi verið við fólk
þar sem viðtölin voru í
jákvæðari kantinum, en þau
virðast hafa verið klippt út.
Og ég verð nú að segja að
ekki kannaðist ég við þá
mynd sem kollega minn hér á
staðnum dró upp af ástandinu”,
sagði Einar Svansson fram-
kvæmdastjóri Fiskiðjunnar á
Sauðárkróki.
Margir hafa bent á að í
kappræðum frambjóðenda
var langmest áberandi sú
umræða sem átt hefur sér
stað um hafnargerð á
Blönduósi, og síðan málefni
Siglufjarðar, síldarverksmiðju-
málið og vegamálin. Vart var
minnst á málefni stærstu
byggðar kjördæmisins í þessum
umræðum, Sauðárkrók og
Skagafjörð, ogfinnst mönnum
með ólíkindum hvernig líta
mátti fram hjá þeim, og
einnig mikilvægum málaflokk-
um svo sem skólamálum og
fjölskyldumálum ýmsum.
Leiðrétting
Hjalti Skafta er maður
mikill,
tærnar bognar eins og lykill.
Höfuðið er eins og hnykill.
Leitun að öðrum eins manni,
Mistök í vinnslu ollu því
að þessi vísa var ekki rétt í
þættinum Undir Borginni í
síðasta blaði. Þá er Skafti
Jónasson en ekki Jónsson.
Hvortveggja hefur því verið
leiðrétt.
Á SUMARDAGINN
FYRSTA!!
Skátamessa veröur
í Sauöárkrókskirkju
kl. 11.00
Skrúöganga leggur af
staö frá gamla
starfsvellinum
kl. 10.30
Fögnum
sumarkomkomunni
Sr. Hjálmar Jónsson
Inga V. Andreassen
Opið hús hjá nýstofnaðri
ullarvinnslu á Hvammstanga
Opið hús var hjá nýstofnaðri
ullarvinnslu á Hvammstanga
þann 18. aprii s.l. í tilefni þess
að starfsemi var hafin þar
fyrir nokkrum dögum. Margir
gestir komu til að skoða og
boðið var upp á veitingar í
kaffistofu verksmiðjunnar.
Hjá átaksverkefni V.-Hún.
hefur um allnokkurt skeið
verið í gangi þróunarverkefni í
ullarvinnslu. Verkefnishópur
bænda tók til starfa haustið
1989 og hófst handa við að
safna úrvalsull, bæði hvítri og
mislitri. Var hún þvegin hjá
Drífu hf. og seld til Kanada og
einnig innanlands.
Haustið 1990 var stofnaður
samstarfshópur um þróunar-
verkefni í ullarvinnslu og
tóku þátt í því auk
sauðfjárbænda, Búnaðarsam-
band V.-Hún. Kaupfélag V,-
Hún. Ferskar afurðir hf. og
Drífa hf., en verkefnið er
rekið undir nafni þess
síðasttalda.
Fengin var vélasamstæða
sem Álafoss og Rannsóknar-
ráð ríkisins áttu, en Fram-
kvæmdasjóður íslands keypti
hlut Álafossogvoru vélarnar
lánaðar endurgjaldslaust í
tvö ár til verkefnisins. Leigu
þarf þó að greiða ef verkefnið
skilar hagnaði. Kaupfélag V-
Hún. lánaði húsnæði endur-
gjaldslaust í tvö ár og er nú
lokið uppsetningu véla og
ullarvinnslan sem hlotið
hefur heitið „Ull og band”,
tekin til starfa í allgóðri
starfsstöð, þar sem húnvetnskri
ull verður breytt í verðmæta
söluvöru.
Kostnaður við ullarvinnsluna
verður allmiklu hærri en
reiknað var með í fyrstu.
Munar þar mestu um að
ráðist var í uppsetningu á
þvottastöð og einnig reyndist
kostnaðarsöm spunavél sem
fengin var frá Álafossi.
Fjármagn til verksins
hefur fengist sem hér segir:
Framleiðnisjóður samþykkti
í des. 1990 kr. 1.500.000,
Ferskar afurðir hf. samþykkti í
ársbyrjun 1991 kr. 100.000,
Sparisjóður V.-Hún. veitti
styrk í mars 1991 kr. 300.000
og hefur hann einnig veitt
skammtímalán.
Ljóst er að aukið fjármagn
þarf að fást til að greiða upp
kostnaðinn og einnig til
markaðsstarfa og birgða-
kostnaðar. í „Ull og band”
verður framleidd kemba,
lopi og band úr úrvals
íslenskri ull í náttúrulegum
litum. Reynt verður að
framleiða afurðir úr þeli, en
mjög tímafrekt er að taka
ofan af ullinni. Hugmyndin
er að bjóða einnig þvegna ull
í neytendaumbúðum og má
telja víst að slík markaðssetn-
ing hafi ekki verið reynd
hérlendis áður.
Næsta skref verður svo
markaðssetning og ljóst að
þessari tilraun verður að
fylgja eftir með einurð og
leita allra leiða í leit að
ábatasömum markaði.
Karl Sigurgeirsson verk-
efnisstjóri Átaksverkefnis V-
Hún. hefur unnið ötullega að
stofnun þessarar starfsemi.
Starfsmaður verksmiðjunnar
hefur verið ráðinn Ágúst
Þorvaldsson og sér hann um
alla vinnslu á ullinni.
Starfsmaður við þvott og mat
er Jósafat Jósafatsson. Einnig
mun þurfa starfskraft við
pökkun. Má búast við að
þessi starfsemi geti skapað
þrjú störf auk starfa við sölu
og dreifingu. Ef vel tekst til
verður hægt að horfa til
framtíðar með aukna trú á
íslensku ullinni sem gæða-
hráefni.
Þess má geta að fyrir
dyrum stendur vefnaðar-
námskeið að Löngumýri í
Skagafirði. Tíu húnvetnskar
konur sækja það og munu
þær m.a. fá tilsögn í vefnaði
úr handiðnaðarbandi.
EA.