Feykir - 22.05.1991, Blaðsíða 6
6 FEYKIR 19/1991
hagyröingaþáttur 97
Heilir og sælir lesendur
góðir. Fyrsta vísan í þessum
þætti er ort til vorsins, en
ekki veit ég hver það hefur
gert.
Vítt um heiði viðkvæm þrá
vængi breiðir þorsins.
Sólin greiðir suðri frá
sigurleiðir vorsins.
Gunnlaugur Björnsson er
höfundur að þeirri næstu,
sem einnig er vorvísa.
Enn er vonin æskuhlý,
óðum léttist sporið.
Glóir sólin gegnum ský,
guð er að skapa vorið.
Ein vísa kemur hér enn
tileinkuð vorinu, og er Oskar
Sigurfmnsson höfundur hennar.
Þessi blíða geðið gleður,
góð er tíðin þykir mér.
Gleymd er hríð og vetrar-
veður,
vorið bíður eftir þér.
Hjálmar Þorsteinsson frá
Hofi var kunnur snilldar-
hagyrðingur á sinni tíð.
Næsta vísa er eftir hann.
Blossa vitar boðum á,
báru titra vígin.
Eygló ritar ofan frá,
ótal liti í skýin.
Onnur vísa kemur héreftir
Hjálmar.
Yfir nóttin færir frið,
fegurð óttu þrotin.
Þá er hljótt að hlusta við
húsatóttabrotin.
Eftir að Hjálmar var
orðinn aldraður mun hann
hafa ort þessa vísu.
Höfuð mitt er hæra grá,
hnígur sól að kveldi.
Björt eru fölnuð blysin frá
bernsku minnar eldi.
Við þessa upprifjun á
vísum Hjálmars man ég eftir
einni enn sem ég held
endilega að sé eftir hann,
gerð á efri árum og er sú ekki
lakari hinni fyrri.
Skylt er að hlýða skapadóm,
skini hallar dagsins.
Eins og kalið brekkublóm
bíð ég sólarlagsins.
í síðasta þætti birti ég tvær
gátuvísur og var lausnin á
þeim eldspýta. Eitthvað mun
hafa skolast til í meðförum
manna um þær yrkingar, því
nú hef ég fengið þær
upplýsingar að vísur þessar
hafi verið þrjár og séu eftir
Sigvalda Jónsson Skagfirð-
ingaskáld. Tel ég rétt að birta
þær allar hér og vona að rétt
sé með farið.
Þó að ég sé mögur og mjó,
margra næ ég hylli.
Eitt sinn stóð ég út í skóg
aldintrjánna á milli.
Nú er ég í fjötur færð,
felld að höfði gríma.
Inn í búri bundin særð
bíð svo langan tíma.
Tekur mig þín harða hönd,
húmið gín mér nauða.
Lifna ég þá leysist önd,
ljós þitt verð í dauða.
Ekki er ástæða til að ætla
að vísa Helga Konráðssonar
tengist þessum á annan hátt
en þann að hafa verið
prentuð á eldspýtnastokka.
Um mann sem Steinn hét
og bjó í Stóru-Gröf í
Skagafirði orti Sigvaldi þessa
vísu. Steinn var talinn
greiðvikinn og góður maður
en nokkuð fljótfær.
Oft ég hlæ að orðum Steins,
er það ljótur siður,
en varla fæðist annar eins
axarskaftasmiður.
Þá mun Sigvaldi hafa á efri
árum ort þessa vísu.
Að enginn skyldi mennta
mig,
mig það stórum svíður,
en þekkja guð og sjálfan sig
samt á mestu ríður.
Geta lesendur sagt mér
eftir hvern næsta vísa er?
Ei skal kvarta um ólánið,
allt hið svarta geigar,
meðan hjartað hitnar við
hljóma og bjartar veigar.
Ekki virðist sá hafa komið
vel undan vetrinum sem
Sigfús Steindórsson á Sauðár-
króki lýsir svo í eftirfarandi
vísu.
Virðist oft hafa verk,
vatn úr nefinu drýpur.
Horlopi hangir á kverk,
hóstar þegar ‘ann sýpur.
Það er Ingvi Guðnason á
Skagaströnd sem upplýsir
okkur um ákveðnar staðreyndir
í næstu vísu.
Ævin verður eintómt baks,
auraleysi og mæða,
ef þú l’innur ekki strax
aðferð til að græða.
Það er annar hagyrðingur
á Skagaströnd, Skafti Fanndal,
sem á næstu vísu og gæti hún
vel hafa átt við apríl á
síðastliðnu ári.
Bið ég maí að heilsa heitt
hlíðum fjalla brúna.
Apríl hefur yfirleitt
illa viðrað núna.
Þá er að verða nóg kveðið í
þessum þætti. Þorsteinn
Þorsteinsson endar hann
með fallegri vísu.
Finnst mér lýsa um brjóst og
bak
bjartra dísa geislahringur,
hvar sem íslenskt tungutak
týnda vísu aftur syngur.
Veriði sæl að sinni.
Guðmundur Valtýsson
Eiríksstöðum
541 Blönduósi
s: 95-27154
Tónlistina í mjólkurhöllina
Kins og eftirfarandi grein ber með
sér hefur hún orðið að bíða
prentunar ansi lengi. Efnislega
stendur hún þó fyrir sínu ennþá.
Að kveldi skírdags kom sú
frétt í sjónvarpinu okkar að
konu nokkurri í Reykjavík hafi
hugkvæmst, að Sláturfélagið
ætti að flytja sína starfsemi
austur á Hvolsvöll til að hjálpa
upp á Rangæinga, svo þeir
flosnuðu ekki upp af jörðum
sínum og flyttust til Reykjavíkur.
Yfir starfsemina ætti að byggja
með andvirði sláturhallarinnar í
Reykjavík sem síðan yrði gerðað
tónlistarhöll svo fátækir lista-
menn gætu komið list sinni á
framfæri opinberlega, og þar
með aukið hróður sinn og
þjóðarinnar inn á við og út á við.
Náttúrlega sagði hún manninum
sínum frá því að hún gengi með
þessa hugdettu. 11 mánuðum
síðar (liðlegur meðgöngutími)
var allt klappað og klárt.búiðað
selja sláturhöllina; listamennirnir
komnir inn í húsið í staðinn fyrir
sláturhúsfólk og fé, og þeir áttu
varla til nógu sterk orð til að lýsa
þvi hve húsakynnin væru
dásamleg og yrðu enn betri
þegar búið væri að breyta.
Og Hvolsvöllur er ekki það
langt frá Reykjavik að Rangæ-
ingar ættu að geta skroppið á
konsert eða óperu að loknum
vinnudegi sinum í sláturhúsinu,
enda ekki líklegt að um mikla
yfirvinnu verði að ræða. íslensk
kjötmetisframleiðsla hefur dregist
saman, svo mikið er búið að
rakka niður íslenskan landbúnað.
En þetta ætti nú að duga
Rangæingum í nokkur ár og
verður að telja til eflingar
byggða þar eystra, og skárri
byggðastefna en sú sem rekin
hefur verið hingað til og af
sumum nefnd skepnubyggðar-
stefna, þ.e. að allt kapp er lagt á
að fjölga búfé sem mest en ekki
stækka mannabyggð úti álandi.
Höfundur greinarstúfs þessa
bíður nú fullur eftirvæntingar að
einhverri konu í Reykjavík
(varla á Norðurlandi vestra)
kunni að detta í hug, að KS ætti
að flytja slátrun t.d til Hofsóss
og byggi þar upp aðstöðu fyrir
andvirði sláturhússins á Sauðár-
króki sem þá yrði breytt í
tónlistarhöll.
Ekki mætti konan ganga
lengur með hugdettuna en átján
mánuði, ef að gagni eigi að
koma. Þá myndi rætast gömul
spá sem skáld nokkurt á
Króknum mun hafa sett fram
fyrir miðja þessa öld og hljóðar
hún eitthvað á þessa leið.
A Eyrinni fram við Frissa Júl
fiskhúsið mikla rís
af allskonar tækjum yfirfullt
sem iðnaðarparadís.
Það má ekki flekka það fiskur
neinn
sem fyrr hefur legið í ís,
þvi breyta þarf í Bændahöll
þar sem bændurnir tilbiðja SÍS.
Sláturhúsið er svo sem ekki
eina stórhýsið á Sauðárkróki
sem breyta mætti i listahöll, og
þá kemur mér í hug stórt og
glæsilegt hús Melrakka úti á
Nöfunum. Líklega gætu menningar-
vitarnir fengið það á slikk innan
átján mánaða og peninga til að
innrétta það upp á nýtt. Og þó
að húsið sé svolítð út úr og þyrfti
að kosta miklu til við að útbúa
torg kringum það og byggja
nýjan veg, þá dásama allir það
sem vel er gert og enginn minnist
á hvað það kostaði, enda menn
fljótir að gleyma að það hafi
einhverntíma kostað eitthvað.
Ekki má gleyma því húsi sem
líklegast veður næsta Iistahöll á
Sauðárkróki, en það er nefnilega
Mjókurstöðin. Þrátt fyrir að
endurbætur á henni hafi verið
gerðar oftar en einu sinni, þá
hafa bæði eigendur og áhrifa-
menn í mjólkuriðnaði viljað
breytingu hér á. Kaupfélags-
menn vildu og vilja kannski enn
flytja mjólkurstöðina út á Nafir
ofan við Vatnspökkunarverk-
smiðjuna, sem því miður verður
ekki listamiðstöð því hún erekki
komin upp úr jörðinni. Og svo
sýndu Akureyringar alvarlega
tilhneigingu til að ásælast
skagfirska mjólk og vinna hjá
sér. Náttúrlega fallast Skagfirð-
ingar ekki á svona frekju. En
liklega ættu þeir að gefa eftir því
heyrst hefur að þeir á Akureyri
ætli að gera listamiðstöð úrsinni
mjólkurstöð í Gilinu. Þá kann
að skapast sú hætta að þeir sendi
sína mjólk vestur til vinnslu og
þá eru náttúrlega allir draumar
um hljómlistarhús í Skagafirði
fyrir bí.
En af hverju er maðurinn að
setja saman svona leiðilegan
greinarstubb um tónlistarhús,
kann einhver að spyrja. Svarið er
að það er nefnilega búið að gefa
það til kynna að stórfelldur
samdráttur verði í landbúnaði
og jafnvel fiskvinnslu í Skaga-
firði umfram það sem orðið er.
Það hlýtur að liggja í augum
uppi að verkafólk og bændur
verða að flytja til Reykjavíkurtil
að fá sér vinnu ef ekkert verður
að gert. Og hvað gerir það þegar
til Reykjavíkur kemur? Jú því
verður útveguð vinna við
hljómlistarhúsið. Þarverðurþað
miðasölufólk, húsverðir, ræsti-
tæknar í höllinni, ritarar,
gjaldkerar, förðunarmeistarar,
fulltrúar, símadömur, sviðsstjórar,
framkvæmdastjórar, forstjórar
og jafnvel hljóðfæraleikarar í
sinfoníunni o.s.frv. Og við
spyrjum okkur eins og Jói úr
Kötlum forðum: Hvort varégsá
sem eftir sat, eða hinn sem fór?
Dengsi.
BIFREIÐAR
TIL SÖLU!
TILBOÐ ÓSKAST í EFTIRFARANDI BIFREIÐAR:
VOLVO F 86, VÖRUBIFREIÐ
MEÐ PALLI OG STURTUM, ÁRGERÐ 1974
INTERNATIONAL, VÖRUBIFREIÐ, ÁRGERÐ 1979
TOYOTA HIACE, SENDIBIFREIÐ, DÍSIL MEÐ MÆLI,
ÁRGERÐ 1981. UPPLÝSINGAR GEFUR TRAUSTI JÓEL
HJÁ FLUTNINGADEILD K.S. í SÍMA 35200