Feykir - 22.05.1991, Blaðsíða 3
19/1991 FEYKIR 3
Fjölbrautaskólanum slitið í 12. sinn
Fjölbrautaskólanum, sem nú-
orðið heitir Fjölbrautaskóli
Norðurlands vestra á Sauðár-
króki, var slitið í 12. sinn sl.
laugardag við hátíðlega athöfn í
íþróttahúsinu. Að þessu sinni
brautskráðust frá skólanum
38 nemendurtun samnings um
bóknámshúsið og málefni
þess, nýtt námsframboð fyrir
þroskahefta sem boðið verður
upp á næsta haust, tillögugerð
um framhaldsdeildir á Húna-
völlum, Blönduósi og Siglu-
firði, ákvörðun um starfs-
rækslu íþróttabrautar næsta
vetur ef næg þátttaka verður
o.n.
Þá vék meistari að aðstöðu-
leysi skólans og hvað
uppbygging hans hefði tekið
lengri tíma en tilefni gæfi til,
hvað varðaði áform og alla
undirbúningsvinnu sem innt
hefði verið af hendi. „Víðast
hvar í landinu annars staðar
en á Norðurlandi vestra
hefur uppbygging mann-
virkja framhaldskóla verið
hraðari og meiri og verður
svo áfram ef aðstæður
breytast ekki. Okkar hlut-
skipti hefur verið að rækta og
efla þolinmæði okkar og bíða
eftir tilviljuninni. Gott er að
geta notið þolinmæðinnar,
þegar það á við, en illt er við
hana eina að búa til
langframa. Virtust fleiri
Þrándar í götu en fjármála-
hliðin ein kallaði fram.
Deilur um orðalag og
tortryggni um túlkun þess
réði þar miklu um seinagang-
inn. Verðégaðjáta vonbrigði
mín yfir því hve skemur
menn gengu fram en annars
staðar, svo sem á Suður-
nesjum, sem er til fyrir-
myndar um hvernig sveitar-
félög eiga og geta starfað
saman. Miklu skiptir að
samstaða náist milli heima-
aðila á Norðurlandi vestra
um höfuðmálefni kjördæmiss
inog el ég enn í brjósti mér
von um að á komandi tímum
muni öll sveitarfélög í
þessum áttungi landsins bera
gæfu til að standa vörð um
hagsmuni heildarinnar í
skólamálum sem öðrum
málaflokkum”, sagði Jón F.
Hjartarson.
Tónlistarflutningur við at-
höfnina var í höndum nem-
enda skólans. Svana Berg-
lind Karlsdóttir söng Maríu-
vers Páls ísólfssoanr við
undirleik Heiðdísar Lilju
Magnúsdóttur og Heiðdís
Lilja og Vala Bára Valsdóttir
léku saman á píanó og
þverflautu Etemally Chaplins.
Þá flutti Skúli Bjöm Gunnars-
son kveðjuorð nemenda.
Við skólaslitin voru fjöl-
margar viðurkenningar veittar
nemendum fyrir ágætan
námsárangur og þeir leystir
út með bókagjöfum. Alda
Bragadóttir nemandi á hag-
fræðibraut hlaut viðurkenn-
ingu fyrir alhliða náms-
árangur á stúdentsprófi og
einnig sérstök verðlaun fyrir
góðan árangur í íslensku og
þýskunámi. Þá hlaut Skúli
Margir nemar í
framhaldsdeiidum
og öldungadeild
Skólastarf fjölbrautaskólans
var með hefðbundnum hætti í
vetur. A haustönn voru
innritaðir 324 og 317 á
vorönn; þar af 48 sem ekki
námu á haustönn, þannig að i
vetur stunduðu nám í dagskóla
372 nemendur.
Á Siglufirði voru nemendur
í framhaldsdeild 22 á
haustönn og 17 á vorönn. Á
haustönn stunduðu 58 nem-
endur nám við öldungadeild,
23 á Sauðárkróki, níu í
Varmahlíð og 26 á Siglufirði.
Á vorönn voru öldunga-
deildarnemar 80 talsins: 35 á
Sauðárkróki, 15 í Varmahlíð,
20 á Siglufirði og 10 á
Blönduósi.
Meðal þeirra áforma sem
uppi eru um aukið náms-
framboð við skólann, er að á
Blönduósi verði boðið fram
nám á málabraut framhalds-
skólans. Er val þeirra
nemenda fellt niður, en þeim
jafnframt tryggt eðlilegt
framhald við fjölbrautaskól-
ann. Skólameistari segir
þessi áform óháð þeim
skilyrðum sem héraðsnefnd
Austur-Húnvetninga hefur
sett fyrir þátttöku sinni í
uppbyggingu Fjölbrautaskóla
Norðurlands vestra, að skól-
inn hafi starfrækt framhalds-
deild í A.-Hún. um eins árs
skeið áður en þeir gerist
aðilar. Framkvæmdin ráðist
fyrst og fremst af nægri
þátttöku nemenda, ráðning
kennara takist og aðstaða
verði viðunandi. Skólinn geti
gert sitt til að þetta verði
unnt, en ákvörðunin verði í
höndum nemenda og foreldra
þeirra.
Björn Gunnarsson einnig
viðurkenningu fyrir ágætan
námsárangur og sérstaka
viðurkenningu fyrir ágætan
árangur í íslensku. Aðrir
eftirtaldir hlutu viðurkenn-
ingar á stúdentsprófi: Anna
Hulda Hjaltadóttir fyrir
sérgreinar hagfræðibrautar.
Elínborg Harðardóttir f.
ensku. Kjartan H. Grétars-
son f. frumleika í beitingu
móðurmálsins, Kristín Jóhanna
Glúmsdóttir f. dönsku, Sigurður
Ágústsson f. mikið og
heilladrúgt starf að félags-
málum skólans. Hlíf Guð-
mundsdóttir hlaut viðurkenn-
ingu fyrir ágætan náms-
árangur á verslunarprófi,
Friðrik Haraldsson fyrir
góðan árangur í sérgreinum
tækniteiknunar og Skúli
Bragason fyrir góðan náms-
árangur á iðnbraut húsa-
smíða.
Jón F. Hjartarson flytur skólaslitaræðu sína.
VIÐSKIPTAVINIR
•MPNH) SKATTAESLÁTTINN:
Fyrirfyrirtœki
•FJÁRFESTINGARSJÓÐSREIKNINGAR
Frestur til innborgunar
rennur út 31. maí n.k.
Fyrir einstaklinga
•HÚSNÆÐISREIKNINGAR
Kynnið ykkur reglur um þá
hjá okkur
BUNAÐARBANKI ISLANDS
Traustur banki
Útibúið á Sauðárkróki
Afgreiðslurnar Hofsósi og Varmahlíð