Feykir - 22.05.1991, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 19/1991
FEYKIIR
- -ML Óháö frettablað á Noröurtandi vestra
■ RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR:
Þórhallur Ásmundsson ■ ÚTGEFANDI:
Feykir hf. ■ SKRIFSTOFA: Aðalgötu 2,
Sauðárkróki ■ PÓSTFANG: Pósthólf 4,
550 Sauðárkróki ■ SÍMI: 95-35757 95-
36703 ■ STJÓRN FEYKIS HF.: Jón F.
Hjartarson, Sr. Hjálmar Jónsson, Sæmundur
Hermannsson, Sigurður Ágústsson, og
Stefán Árnason ■ BLAÐAMAÐUR: Magnús
Ólafsson A-Hún., ■ AUGLÝSINGASTJÓRI:
Hólmfríður Guðmundsdóttir ■ ÁSKRIFTAR-
VERÐ: 100 krónur hvert tölublað; í
lausasölu 100 ■ ÚTGÁFUDAGUR: Miðviku-
dagur ■ SETNING, UMBROT OG PRENTUN:
SÁST sf., Sauðárkróki. ■ Feykir á aðild að
Samtökum bæja- og héraðsfréttablaða.
Þing Bandalags íslenskra leik-
félaga á Blönduósi um helgina
Um helgina verður haldið á
Blönduósi þing Bandalags
íslenskra leikfélaga. Dagskráin
hefst annað kvöld, fimmtu-
dagskvöld, með sýningu Leik-
félags Sauðárkróks á Tíma-
mótaverki Hilmis Jóhannes-
sonar. Þinginu lýkur á
sunnudag með ráðstefnu þar
sem ráðstefnugestir velta fyrir
sér spumingunni, hvaða kröfur
geta áhugamannaleikfélög gert
til hins opinbera?
Á föstudag verða tvenns
konar námskeið í gangi.
Annarsvegar um tónlist og
Laxveiöimenn bjartsýnir
„Menn eru orðnir spenntir og
vissulega höfum við nokkra
ástæðu til bjartsýni, þar sem
svo snemma voraði núna. Það
er vitaskuld gróska í seiða-
búskapnum núna en um
fiskgengdina vitum við lítið”,
sagði Böðvar Sigvaldson á
Barði formaður Sambands
íslenskra veiðifélaga. Veiði
fer senn að hefjast í
laxveiðiánum, byrjar t.d. 1.
júní í Laxá á Asum og 10. júní
í Miðfjarðará.
Böðvar sagði að það færi
sjálfasgt mikið eftir veiðinni i
sumar hvernig seiðunum hafi
reitt af síðasta sumar, hvort
þau hefðu lifað af vorkuld-
ana eða ekki. „En hvað sem
þessu sumri líður er ýmislegt
sem bendir til að bjart sé
framundan. Það er gott útlit
fyrir að samningar séu að
nást við Færeyinga um kaup
á laxakvóta þeirra. Þá er
væntanlega búið að stöðva
sjóræningjaveiðarnar á „gráa
svæðinu” svokallaða, rétt
utan 200 mílnanna fyrir
austan land, þar sem skip
með fána frá Pamama
stunduðu veiðar. Stjórn
Pamama bannaði í vetur
þessa útgerð þaðan, og með
því hefur væntanlega verið
komið í veg fyrir að þau geti
landað fiskinum og þar með
stundað þessar veiðar”, sagði
Böðvar.
íslandsdagar ferðamála
Þann 25. maí n.k. stendur
Upplýsingamiðstöð ferðamála,
Bankastræti 2 í Reykjavík fyrir
kynningu á ferðamöguleikum á
íslandi í sumar. Svipuð kynning
var haldin fyrir 3 árum og þótti
takast mjög vel.
I fyrravor var rútudagurinn
haldinn í Umferðamiðstöðinni
og er þessi kynning með svipuðu
sniði. Þangað komu 10.000
manns til að kynnast ferða-
möguleikum á íslandi og voru
aðilar í ferðaþjónustu áþreyfan-
lega varir við viðbrögð af þeirri
kynningu.
Á íslandsdeginum er tilvalið
fyrir fyrirtæki og sveitarfélög að
kynna þjónustu sína. Einnig er
tilvalið að setja á blað hug-
myndir um áhugaverða skoðunar-
ferðir og gönguleiðir á svæðinu
auk þess sem þessi kynning er
tilvalinn vettvangur til að kynna
ýmis konar sértilboð t.d. í júní
og í ágúst eða sértilboð fyrir eldri
borgara o.s.frv.
Auk efnis frá einstökum
ferðaþjónustuaðilum og sveita-
stjórnum verður lögð áhersla á
það að hvetja íslendinga til að
ferðast um eigið land í sumar.
íslendingadagurinn í Upp-
lýsingamiðstöðinni er vafalaust
besta og ódýrasta auglýsingin
sem völ er á því þangað leita
mjög margir sem hyggjast
ferðast um landið.
SKfiGFIRÐINGfiR
SfRIÐáRKRÓKSBÚffR - FERÐffMENN
Isumar verður hafin veitingarekstur
í Grunnskólanum að Hólum I Hjaltadal
Boðið er upp á kaffi, hádegis- og kvöldverð
alla daga frá kl. 10.00 - 22.00
Góð aðstaða til að taka á móti smærri
sem stærri hópum
KAFFIHLAÐBORÐ ALLA SUNNUDAG.
SUNNUDAGINN 26. MAÍ VERÐUR OPNAE?
með kaffihlaðborði kl. 14.00
VERIÐ ÁVALLT VELKOMIN
Sumarstarfsfólk Grunnskólans Hólum
Sími: 36602
leikhljóð í sýningum og
hinsvegar um vinnu með
börnum og unglingum. Á
laugardag verður þingið
sjálft á dagskránni og um
kvöldið þiggja þingfulltrúar
kvöldverðarboð bæjarstjómar
Blönduóss.
Á ráðstefnunni á sunnu-
dag verða frummælendur af
hálfu Leikfélagasambands
Norðurlands sem er fram-
kvæmdaðili þingsins ásamt
Leikfélagi Blönduóss, Haukur
Ágústsson formaður Menning-
arsamtaka Norðlendinga,
Menor, og Einar Njálsson
bæjarstjóri á Húsavík. Einnig
halda framsöguerindi full-
trúar frá Sambandi íslenskra
sveitárfélaga, Þjóðleikhúsinu
og menntamálaráðuneytinu.
Héraðsmót USAH
í frjálsum íþróttum
Héraðsmót USAH í frjálsum
íþróttum innanhúss fór fram
á Húnavöllum fyrir skömmu.
í stigakeppni félaga bar Umf.
Geislar sigur úr býtum, hlaut
93,5 stig. Framarar á
Skagaströnd komu næstir með
91 stig, Hvöt hlaut 83, UMf.
Vorboðinn 48,5 og UMf.
Bólhlíðinga 13.
Það var Verslunin Vísir á
Blönduósi sem gaf verðlaun
til mótsins. Mótsstjóri var
Þórhalla Guðbjartsdóttir. Úr-
slit í einstökum greinum
urðu þessi:
Mevjar (15-16)
Hástökk
1. G. Sunna Gestsdóttir H 1.50
2. Vilborg Jóhannsdóttir F 1.35
3. Áslaug Jóhannsdóttir F 1.35
Langstökk án atr.
1. G. Sunna Gestsdóttir H 2.45
2. Vilborg Jóhannsdóttir F 2.37
3. Áslaug Jóhannsdóttir F 2.19
Þrístökk án atr.
1. G. Sunna Gestsdóttir H 7.12
2. Vilborg Jóhannsdóttir F 6.61
3. Anna M. Jónsdóttir V 5.97
Kúluvarp
1. María Valberg G 8.06
2. Vilborg Jóhannsdóttir F 7.79
3. G. Sunna Gestsdóttir H 7.67
Konur
Hástökk
1. Jóna F. Jónsdóttir V 1.35
2. -3. Ingunn M. Björnsdóttir V
1.35
2.-3. Bylgja Gunnarsdóttir G
1.35
Langstökk án atr.
1. Jóna F. Jónsdóttir V 2.31
2. Bylgja Gunnarsdóttir G 2.25
3. Soffía Pétursdóttir F 2.23
Þristökk án atr.
1. Jóna F. Jónsdóttir V 6.58
2. Soffía Pétursdóttir F 6.21
3. Bylgja Gunnarsdóttir G 6.41
Kúluvarp
1. Guðrún Pétursdóttir U 9.48
2. Soffía Pétursdóttir F 9.37
3. Jóna F. Jónsdóttir V 7.56
Sveinar (15-16 ára)
Hástökk án atr.
1. Pálmi Vilhjálmsson H 1.30
2. Sigmundur Þorsteinsson H
1.10
Hástökk
1. Pálmi Vilhjálmsson H 1.65
2. Sigmundur Þorsteinsson H
1.45
Langstökk án atr.
1. Pálmi Vilhjálmsson H 2.69
2. Sigmundur Þorsteinsson H
2.22
Þrístökk án atr.
1. Pálmi Vilhjálmsson H 7.63
2. Sigmundur Þorsteinsson H
6.35
3. Eiður Magnússon G 5.21
Kúluvarp
1. Pálmi Vilhjálmsson H 11.86
2. Björn I. Sigurvaldason G9.69
3. Eiður Magnússon G 8.02
Karlar
Hástökk án atr.
1. Hrólfur Pétursson F 1.45
2. Víðir Ólafsson F 1.40
3. Anton Hjartarson G 1.35
Hástökk
1. Ingvar Björnsson G 1.70
2. Anton Hjartarson G 1.65
3. Pálmi Ingimarsson G 1.65
Langstökk án atr.
1. Víðir Ólafsson F 3.12
2. Hrólfur Pétursson F 2.78
3. Stefán Lárusson F 2.76
Þristökk án atr.
1. Víðir Ólafsson F 8.67
2. Stefán Lárusson F 8.35
3. Hrólfur Pétursson F 8.19
Kúluvarp
1. Jón Þ. Heiðarsson G 10.32
2. Magnús Björnsson G 9.60
3. Ingvar Björnsson G 9.25
A döfinni
Knattspvrna:
Laugardaginn 25. maí.
4. deild karla:
Hvammstangavöllur kl. 14
Kormákur - SM.
Hofsósvöllur kl. 14
Neisti - Þrymur.
Blönduósvöllur kl. 14
Hvöt - HSÞ b.
Þriðjudaginn 28. maí.
Mjólkurbikarinn:
Blönduósvöllur kl.20
Hvöt - Dalvík.
Hvammstangavöllur kl. 20
Kormákur - Neisti.