Feykir


Feykir - 29.05.1991, Blaðsíða 3

Feykir - 29.05.1991, Blaðsíða 3
20/1991 FEYKIR 3 Nú höiim við hækkað vexti á Samvinnubókinni. Þeir eru nú 14% Ársávöxtun er því 14.49% HAGSTÆÐ ÁVÖXTUN í HEIMABYGGÐ INNLÁNSDEILD KAUPFÉLAGS SKAGFIRÐINGA Eitthundrað Heimismenn og konur: I söngför til Norðurlanda Tæplega eitt hundrað manna hópur söngmanna og maka í Karlakórnum Heimi leggur næstkomandi miðvikudag upp í hálfsmánaðar söngför til Norðurlanda: Noregs, Dan- merkur og Svíþjóðar. í ferðinni mun kórinn m.a. syngja á hátíðarskemmtun Islendingafélagsins í Danmörku vegna jóðhátíðardagsins 17. júní og halda söngskemmtanir í vinabæjum Sauðárkróks í löndunum þrem, en við undirbúning ferðarinnar hefur kórinn notið góðs af vina- bæjarsamböndum Sauðárkróks. Flogið verður til Bergen og þaðan farið með rútu til Stryn, þar sem kórinn syngur á söngmóti dagana 8.-9. júní og heldur einnig konserta í nágrenninu. 12. júní verður síðan Kongsberg, vinabær Sauðárkróks í Noregi, heim- sóttur og haldin söngskemmtun þar. Síðan verður farið til Svíþjóðar og sungið í öðrum vinabæ Sauðárkróks, Kristians- stad, þann 14. Stansinn í Svíþjóð verður ekki mikill því stutt er í þjóðhátíðardág- inn og þá verður haldinn söngskemmtun í Köge, enn einum vinabænum. Heim verður síðan haldið frá Danmörku 19. júní ogverður ferðaþreytan þá væntanlega farin að segja til sín. Fararstjóri ogskipuleggjandi dvalar hópsins í Noregi er Sven Arne Korshamn fyrr- verandi stjórnandi Heimis, en hann átti veg og vanda af velheppnaðri kórferð Heimis til Noregs 1981. Skipulagningu Svíþjóðar- og Danmerkurþáttar ferðar- innar hefur Matthías Viktors- son félagsmálastjóri Sauðár- króks annast og segir Þorvaldur Óskarsson for- maður kórstjórnar Matthías hafa unnið frábært starf fyrir kórinn. En Heimismenn eiga eftir að syngja hér heima áður en hleypt verður heúndraganum. Kórinn verður með söng- skemmtun í Miðgarði næst- komandi föstudagskvöld kl. 21. Sérstaklega eru boðnir velkomnir á skemmtunina ellilífeyris- og örorkuþegar, en þeir fá frían aðgang. Blönduós: Atvinnuleysi hjá rosknum konum ,T>að virðist vera um varanlegt atvinnuleysi að ræða hjá 6-8 rosknum konum. Við erum enn að glíma við vandann síðan Pólarprjón fór á hausinn og sumastofurnar á Sveins- stöðum og Húnavöllum lögðust af. Að öðru leyti er atvinnu- ástand hér gott, en við höfum verulegar áhvggjur af haustinu vegna verkloka við Blöndu”, segir Valdimar Guðmannsson formaður Verkalýðsfélags Austur- Húnvetninga. Valdimar segir að tölurnar á atvinnuleysisskránni plati svolítið, þar sem um marga sé að ræða á hálfum bótum. Fólk sem hafi misst vinnu og síðan ekki komist í nema hlutastörf. „En það er þónokkuð af þessu fólki sem hefur verið á skrá að fara út núna, svo það verða mun færri eftirþennan mánuð en þann síðasta. Síðan er auðvitað eins og vanalega ákveðin vandamál með vinnu fyrir unglinga, sem ég hef trú á að bjargist eins og vanalega í gegnum bæjarvinnuna og svo erum við með 12 störf fyrir unglinga uppi í Blönduvirkjun”, sagði Valdimar. „Ég fæ auðvitað að halda á bankabókinni fyrst ég er fátækari maður”, segir Stefán Þorkáksson. Guðbrandur Þór Jónsson höndlar sveinsbréfið. Starfsmenn vegageröar furöa sig á hirðuleysi fólks: Finna ýmislegt í vegköntunum Samkvæmt frásögn tveggja starfsmanna vegagerðarinnar á Sauðárkróki, sem hafa þann starfa m.a. að týna upp rusl í vegköntunum, virðist hirðu- semi fólks vera svona upp og ofan. Þeir Stefán frá Gaut- landi og Þór frá Saurbæ hafa nefnilega fundið hina óvæntustu hluti í vegkantinum. Má þar nefna næturgagn nokkurt, sveinsbréf í vélsmíði og sparisjóðsbók. Þeir Stefán og Þór hafa þann starfa að þurrka af glitmerkjum vegstikanna, eða „skeina” þær eins og þeir kalla, skipta um brotnar stikur og síðan hreinsa þeir ruslið úr vegköntunum. Álitamál er hvort ruslahreins- unin tilheyri umhverfis- eða samgönguráðuneyti. Fúskararnir svokölluðu vilja margir efast um gildi „bréfanna”. Það er engu líkara en ungur vélsmiður frá Siglufirði hafi verðið svipaðrar skoðunar, eins pössunarsamur og hann er um sveinsbréfið sitt. Koppinn fundu þeir félagar í Óslandshlíðinni og kannski hafa þeir haft einhvern grun um að lögum samkvæmt mætti ekki flytja næturgagn yfir hreppamörk. í það minnsta voru þeir svo rausnarlegir að gefa það húsmóður einni í Hlíðinni. Orugglega hefur Stefán séð hærri innistæðu í bpnkabók en þessari, sem er um 1500 krónur. Aðspurðir um hvað fleira þeir fyndu í vegkönt- unum sagði Þór. „Það er allt mögulegt, eiginlega allt þarna á milli. T.d. klámblöð og kosningapésa, en við höfum nú ekkert verið að lesa það”. Vegagerðarmenn sögðu mikið rusl meðfram vegum eftir veturinn, sérstaklega í Hólm- inum þar sem þetta væri eins og eftir brimgarð. Líklega væri þar hvassviðrinu í febrúarbyrjun um að kenna. SAMVINNUBOKIN Einbýlishús til sölu Til sölu er einbýlishúsið að Barmahlíð 7. Húsið er 5 herbergja ásamt tvöföldum bilskúr. Einnig eru til sölu mjög góðar einingar í 45 m2 sumarhús með lausum fögum og gleri. Nánari upplýsingar gefur undirritaður í síma 35670 og 35470. Þorbjöm Ámason, lögfræðingur.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.