Feykir - 29.05.1991, Blaðsíða 5
20/1991 FEYKIR 5
að sjá hvað manni endist
aldur og heilsa.
Svo er annað að ég hef
gegnum tíðina safnaðbókum
og á nokkur þúsund bindi,
þar á meðal á þriðja þúsund
ljóðabækur. Ég býstviðaðég
eigi eftir að fara í gegnum
ljóðabækurnar og njóta
jjeirra. Flestar af bókum
gömlu skáldanna á ég og
mjög margar í fyrstu útgáfu,
sem er ennþá meira gaman.
Engu aö kvíöa
ef maður
verður frískur
Og Aðalbjörg telur sig heldur
ekki verða uppiskroppa með
verkefni. Hún er mikill
söngunnandiog hefursungið
í kirkjukórnum alla prest-
skapartíð Sigurðar „Ætli ég
setjist svo ekki við vefstólinn
minn eins og ég hef gjarnan
gert, og svo mun ég
ábyggilega sækja söngskemmt-
anir. Síðan höldum við
náttúrlega áfram að fara í
kirkju og munum ábyggilega
njóta lífsins. Það er engu að
kvíða ef maður bara verður
frískur”, segir hún.
,,Ég held að hvert aldur-
skeið hafi sinn sjarma, ellin
líka. Okkur finnst við vera
sæmilega ungleg í anda og
vonandi er að það haldist
sem lengst. En það er heilsan
sem ræður mestu og svo
þetta viðhorf til lífsins, hvort
maður er jákvæður til
samtíðar og framtíðar. Það
held ég að hafi ákaflega
mikið að segja og ég held við
höfum alltaf verið það og
þess vegna séum við kannski
heldur hressari en annars.
Við höfum alltaf leitast við að
sjá jákvæðu hliðarnar á
lífinu”, sagði Sigurður.
Meö Heimi tii
Noröurlanda
Tuttugasta og þriðja júni
nk. verður nýr vígslubiskup
vígður á Hólum. Mun frá-
farandi vígslubiskup aðstoða
við þá athöfn og við setningu
presstastefnu í vikunni á eftir.
En í millitíðinni leggur
Sigurður frá sér hempuna.
Hann ætlar nefnilega í
söngför með karlakórnum
Heimi, til Noregs, Svíþjóðar
og Danmerkur, sem stendur
frá 5. - 19. júní. Það var
greinilegt að hann hlakkaði
mikið til þessarar ferðar,
enda ferðin sem kórinn fór til
Israels og Egyptalands fyrir
nokkrum árum ógleymanleg
þeim sem hana fóru.
Lionessurnar Sigurjóna, Anna Pála og Inga Valdís í efri röð
ásamt Grétu Sjöfn forstöðukonu sambýlisins annari til hægri.
Heimilisfólkið á sambýlinu, Kristján, Arna, Guðrún og
Hrafnhildur.
Ðjörk færir sam-
býlinu gjafir
Stjórnarkonur í Lionessu-
klúbbnum Björk komu færandi
hendi þegar þær heimsóttu
sambýli fatlaðra á Sauðár-
króki í síðustu viku. Heimilis-
fólki voru afhentar höfðing-
legar gjafir frá klúbbnum:
körfuboltaspjald og boltar,
tennisborð og þrír spaðar, og
leikjatölvu ásamt þrem leikjum.
Þessir munir eru að andvirði
80 þúsunda og koma sér vel
þar sem heimilisfólk á
sambýlinu er þessa dagana
að koma sér upp tómstunda-
aðstöðu í bílskúrnum.
Af öðrum verkefnum
Bjarkarkvenna má nefna að
verið er að safna fyrir
tónmöskvatæki í kirkjuna.
Er það tveggja ára verkefni,
endp kostar tækið 300
þúsund. Þá gaf klúbburinn
síma og símasvara í aðstöðu-
hús skíðadeildar Tindastóls
upp við Heiði, sem að vísu
kom að litlu gagni í vetur
sökum snjóleysis. Aðalfjár-
öflun Bjarkarkvenna er plast-
pokasala, og í gegnum hana
styðja bæjarbúar við þau
góðu verkefni sem klúbbur-
inn vinnur að.
Húnavakan komin út
Eins og undanfarin 30 ár
gelúr Ungmennasamband Austir-
Húnvetninga út ritið Húna-
vöku. Efnið er íjölbreitt að
vanda en alls er ritið um 250
síður að lengd, prentað á
góðan pappír og prýtt Qölda
mynda.
Meðal efnis í ritinu er
viðtal við Sverri Kristófers-
son á Blönduósi. Grein eftir
Sigurð á Lækjamóti um
kláðafárið og viðbrögð Hún-
vetninga við því, m.a. greint
frá rekstri Kristjáns í
Stóradal á sauðum suðuryfir
Kjöl í aprílmánuði 1858 til
þess að forða þeim frá
niðurskurði. Þá eru litmyndir
og lýsing á Giljárgili og sagt
frá vatnsmyllum í Engihlíðar-
hreppi. Grein er um Undir-
fellskirkju 75 ára eftir Grím
Gíslason og Sverrir á
Æsustöðum skrifar gáska-
fulla frásögn, sem hann
kallar ”Séð gegnum flösku-
botn”. Smásaga er eftir
Birgittu Halldórsdóttur og
frásögn af eftirleit á Eyvindar-
staðaheiði eftir Guðmund
Valtýsson. Fjölmargar fleiri
frásagnir eru í ritinu og þar
eru birt nokkur ljóð og
stökur. Þá eru minningarorð
um alla Húnvetninga, sem
létust árið 1990 og í ritinu er
birtur ýtarlegur fréttaannáll
um atburði í héraði það ár.
Rit sem Húnavaka hefur
mikið heimildagildi og
fjölmargir eiga alla árganga
ritsins frá upphafi. Hinsíðari
ár hafa margir fyrri árgangar
verið endurprentaðir og er
nú hægt að fá flesta
árgangana hjá útbreiðslu-
stjóra ritsins Sólveigu Friðriks-
dóttur í Bólstaðarhlíð. Rit-
stjóri Húnavöku er Stefán Á.
Jónsson en með honum
starfar fimm manna ritnefnd.
Sú nýbreytni var tekin upp
að þessu sinni að ritnefndar-
menn tölvusettu efnið heima
í héraði og spöruðu með því
vinnu í prentsmiðju. Húna-
vaka er prentuð hjá POB á
Akureyri.
MO.
Stóðhestasýning á Hólum
Á laugardaginn var haldinn á
Hólum í Hjaltadal í fyrsta
sinn stóðhestasýning Norður-
lands. Sýndir voru stóðhestar
af stóðhestastöðinni nýju á
Hólum, sem nú hefur lokið
sínum öðrum starfsvetri.
Einnig komu hestamenn með
stóðhesta sína til dóma allt
austan úr Þingeyjarsýslum.
Það voru þeir Þorkell
Bjarnason, Kristinn Huga-
son og Víkingur Gunnarsson
sem tóku hestana til dóma.
„Við dæmdum 24 hesta og
hestarnir komu vel út. Sex
þeirra fóru yfir átta í einkunn
sem er mjög gott. Þá
byggingardæmdum við 10
fola og þeir komu líka
ágætlega út. Annars höfum
við fullan hug á því að ná
stóðhestunum fyrr til dóms,
og stefnum á að það verði
viku fyrr næst. Bæði nýtast
hestarnir þá betur til notkunar
og svo eru þeir orðnir
hálfvitlausir þegar þessi tími
er kominn, og hætt við að
þeir dæmist þá ekki eins vel”,
sagði Víkingur Gunnarsson.
All mannmargt var við
stóðhestasýninguna enda áhugi
á ræktunarstarfinu gífurlegur í
héraðinu sem og um Norður-
land.
í LANDSBANKANUM
FÆRÐU DOLLARA, PUND, MÖRK, FRANKA, PESETA,
FLORÍNUR, ESCUDOS OG LIRUR
HVORT SEM ÞÚ VILT í SEÐLUM EÐA FERÐATÉKKUM
w
g þá er ekki allt upp talið.
í öllum afgreiðslum Landsbankans
geta ferðalangar nánast fyrirvaralaust
gengið að gjaldmiðlum allra helstu
viðskiptalanda okkar vísum.
Ferðatékkar, bankaávísanir og seðlar
eru ávallt fyrirliggjandi, i öllum
helstu gjaldmiðlum.
Við minnum líka á Visakortið,
- athugaðu gildistímann áður
en þú leggur af stað.
Góða ferð.
M Landsbanki
Mi íslands
Banki allra landsmanna
Útibúiö á Sauöárkróki