Feykir


Feykir - 29.05.1991, Page 8

Feykir - 29.05.1991, Page 8
ÍFEYKIR > JBL Óháö frettablaö á Noröuriandi vestra 29. maí 1991, 20. tölublað 11. árgangur Auglýsingar þurfa að berast eigi síðar en um hádegi á föstudögum BILALEIGA SAUÐARKROKS FYRIRTÆKI - STOFNANIR - EINSTAKLINGAR TOYOTA Hl - LUX DOUBLE CAB 1991 LEYSIR FLUTNINGSVANDAMÁLIN GÓÐIR BÍLAR Á GÓÐUM KJÖRUM SÍMAR 36050 - 35011 H.S ( Stefán ) Besta vor á Skaga í langan tíma „Jú, gróður er óvenjusnemma á ferðinni núna. Meira að segja melatúnin hérna sem oft eru hvít fram eftir öllu eru orðin græn fyrir nokkru. Þetta er albesta vorið sem komið hefur á seinni árum, en ætli vorin upp úr ‘60 hafi ekki verið svona svipuð”, sagði Valgeir Árnason bóndi í Víkum á Skaga. Að sögn Valgeirs hefur sauðburðurinn gengið áfalla- laust. I snjóþungum sveitum eins og á Skaga er látið bera seint og munar miklu nú að hægt er aðsleppa lambám úr húsi fljótlega og sumstaðar ber orðið úti. Menn eru þegar farnir að bera á tún og ætti sláttur að geta hafist með allra fyrsta móti, svo framar- lega sem gróðrartíðin helst. Grásleppuveiði hefur aftur á móti gengið treglega hjá Skagabændum sem fleirum. Er veiði ekki nema rétt um helmingur af því sem hún er í þokkalegu veiðiári. Tvö bílslys Tvö umferðarslys urðu á svæði Sauðárkrókslögreglu umhelgina. Það fyrra var árekstur við Melbreið í Fljótum um kvöld- matarbil á laugardag og siðdegis á sunnudag valt bill við Marbæli í Óslandshlíð. Áreksturinn í Fljótunum var harður, en á þessum sama stað varð banaslys ekki fyrir alls löngu. Tvennt, ökumaður og farþegi úr sitthvorum bílnum voru fluttir undir læknishendur á Siglufirði og farþeginn áfram til Akureyrar. Þrír ungir piltar voru í bílnum sem lenti í lausamöl og hafnaði á hvolfi utan vegar í Óslandshlíð. Einn þeirra slasaðist og var fluttur suður þar sem óttast var alvarleg meiðsl. Grunnskólinn á Hólum. Fjöldi barna á hesta- námskeiði á Hofsósi Fjörutíu og tvö börn tóku þátt í reiðnámskeiði sem Hesta- mannafélagið Svaði stóð fyrir á Hofsósi um síðustu helgi. Kolbrún Kristjánsdóttir æsku- lýðsfulltrúi Landssambands hestamanna leiðbeindi á nám- skeiðimi sem stóð frá föstu- dagskvöldi til laugardagskvölds. Sunnudaginn 9. júní nk. verður á sama stað námskeið fyrir unglinga og fullorðna byrjendur. Leiðbeinendur á því námskeiði verða Þórir Jónsson og Karólína Linder. Seinna í vor verður síðan námskeið fyrir lengra komna í hestaíþróttinni. Eyjólfur ísólfsson leiðbeinir. Félags- mót Svaða verður 15. júní. Veitingasala á Hólum Á sunnudaginn var opnuð í grunnskólanum á Hólum veitingasala sem boðið verður upp á alla daga í sumar. Langt er síðan greiðasala hefur verið á Hólum. Það var atvinnumálanefnd Hólahrepps sem hafði frum- kvæði af því að koma veitingasölunni á og nefndin hefur ýmislegt annað á prjónunum til að gera Hóla að enn betri viðkomustað fyrir ferðamenn. Margt manna mætti í kaffihlaðborðið sem boðið var upp á við opnunina á sunnudaginn en hlaðborðið verður á dagskrá á sunnu- dögum í sumar. Það er Hafdís Gunnarsdóttir(Dísa í Dalakofanum) sem hefur tekið veitingaaðstöðuna á leigu í sumar og er meiningin að opið verði í það minnsta til 20. ágúst, alla daga frá 10-22. Boðið er upp á kaffi, hádegis- og kvöldverð. Aðstaðaá Hólum ergóðtil að taka á móti gestum og er útlit fyrir að bæði minni og stærri hópar ætli að sækja þangað með samkvæmi, ættarmót o.fl. Þegar er búið að bóka þannig 700 manns sem dreifast á níu daga. Að vísu eru tjaldstæðin í skóginum alveg í knappasta lagi þegar um fjölmennari samkomur er að ræða, en núna í vor verður aukið við þau. Að sögn Jóns Garðarssonar formanns atvinnumálanefndar er ýmislegt hægt að gera sér til dundurs á Hólum. Sundlaug er þar og heitur pottur, gönguleiðirskemmti- legar, s.s. Söguslóðin. Jón sagði að til stæði að merkja og auglýsa fleiri gönguleiðir, enda biði staðurinn upp á stuttar gönguleiðir til fallegra staða, fjöllin brött í nágrenn- inu og mikið að sjá. Þá hefði kirkjan aldrei verið fallegri en núna. Pílagrímsferöir til Glaumbæjar Þeir sem þekkja söguna, vita að fyrsti innfæddi Ameríkumaðurinn var jarð- settur hér á landi, í Glaumbæ í Skagfirði. Það er Snorri Þorfinnsson sonur Þorfinns Karslefnis, er var í för með Leifi heppna þegar hann fann Vínland hið góða og nam þar land. Eiríks saga segir frá þessum atburðum öllum, einnig frá greftrun Snorra í Glaumbæ. I umræðum um ferðamál hefur því verið slegið fram að vel komi til greina að vekja athygli bandarísku þjóðar- innar á þessari staðreynd, og efnt verði til ferða hingað til lands, svo hin vestræna þjóð geti vitjað grafar frumburðar síns. Líklegir til að sinna þessari köllun þykja einna helst sá hópur er dýrkar hvað mest hvíta manninn í Bandaríkjunum. Þetta gætu því orðið einhvers konar pílagrímsferðir fyrir Cucuxclan- söfnuðinn. Ráðagóöur prestur Prófasturinn í Skagafjarðar- sýslu var kominn í eftirlits- ferð að Knappstöðum í Stíflu og skyldi séra Páll Tómasson messa í viðurvist hans. Séra Páll var hinn mesti drykkjumaður og fór ekki að jafnaði þurrbrjósta í stólinn. Að þessu sinni hafði prófast- ur gætur á honum, svo honum gæfist ekki færi á að hressa sig til heillar prédik- unar, áður en gengið var til kirkju. En pelaglas var í hempuvasa hans og var nú vandinn sá hvernig við yrði komið að dreypa á því. Þegar prestur hóf prédikun sína var hann orðinn ansi þurfandi. Ekki hafði hann lengi talað þegar hann kom að þessum orðum í prédikun- inni. „Jesús sagði við lærisveinana: „innan skamms munuð þér ekki sjá mig””. I sama bili beygði prestur sig í hnjáliðunum og seig niður í pontuna, brá glasinu á vör sér og saup duglega á. Spratt síðan upp sem fjöður og mælti um leið og höfuðið birtist söfnuðinum. ,,En innan skamms munuð þið sjá mig aftur”. (Austri) Kálfur í vígahug Grasspretta er orðin það góð að geldneytum og stálpuðum kálfum hefur verið sleppt á beit víðast hvar, Það em ærsl í skepnunum þegar þeim er hleypt út í fyrsta sinn og bóndi einn í Oslandshlíðinni varð óþyrmi- lega var við það. Einn bolakálfa hans varð svo villtur er út var komið, að hann gerði árás á húsbónda sinn með þeim afleiðingum að hann rifbrotnaði. Voru bónda þá nærtækust spak- mælin góðu, sjaldan launar kálfur ofeldið. GÆÐAFRAMKOLLUN GÆOAFRAMKOLLUN BÓKABÚÐ BRYNJARS

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.