Feykir


Feykir - 10.07.1991, Blaðsíða 3

Feykir - 10.07.1991, Blaðsíða 3
26/1991 FEYKIR 3 Úthlutanir í félagslega kerfinu: Aðeins átta íbúðir í hlut Norðurlands vestra Aðeins átta íbúðir komu í hlut Norðurlands vestra þegar lánsloforðum vegna félags- legra íbúðabygginga var út- hlutað hjá Húsnæðisstofnun ríkisins í síðustu viku. Héraðs- nefnd Austur-Húnvetninga fékk úthlutað til byggingar Ijögurra þjónustuíbúða aldraðra. I almenna íbúðakerfinu fékk Blönduósbær tvær íbúðir og Skagaströnd og Hvammstangi sitthvora. Sauðárkrókur sótti um 20 íbúðir en fékk ekki eina einustu. Siglfirðingar sendu ekki umsókn. Héraðsnefnd A.-Hún. sótti um 8 íbúðir og Blönduósbær 4. Ekki tókst að afla upplýsinga um fjölda um- sókna Hvammstangabúa og Skagastrendinga, en þær eru líklega álíka margar eða heldur færri en Blönduós- bæjar. Samkvæmt upplýsingum úr Húsnæðisstofnun er aðal- ástæðan fyrir því að Sauðár- krókur fékk ekki úthlutað sú að lánsheimildir frá því í fyrra voru ekki nýttar fyrr en í ár, og eins hitt að Sauðárkrókur hefur fengið nokkuð rausnarlegar úthlut- anir á síðustu árum. Tekið er tillit til þessa við úthlutanir og einnig ástands húsnæðis- og atvinnumála á viðkom- andi stöðum. Elsa Jónsdóttir bæjarritari og formaður Húsnæðisnefndar segist mjög óhress með úthlutanirnar og þær skýr- ingar sem gefnar hafa verið. „Eins og fyrri daginn koma Opna Flugleiðamótið um næstu helgi Ný og fullkomin vatnsveita hefur verið tekin í notkun við golfvöllinn á Hlíðarenda, en þar fer fram um næstu helgi hið árlega Opna golfmót Golfklúbbs Sauðárkróks. Að þessu sinni er það kennt við Flugleiðir sem erstyrktaraðili mótsins. Leiknar verða 36 holur með og án forgjafar í flokkum karla, kvenna og unglinga fæddum 1977 og síðar. I boði eru glæsileg verðlaun, þar á meðal ferðavinningar utanlands og innan. I tengslum við mótið bjóða Flugleiðir 40% afslátt á fargjöldum til og frá Sauðárkróki. Keppni hefst klukkan átta á laugardag. Skráning fer fram við golfskálann og í síma 95- 35075 miðvikudag og fimmtu- dag frá 17-22. úthlutanirnar alltof seint og það var nt.a. ein ástæða fyrir því að við frestuðum fram- kvæmdum fram á þetta ár. Það þýðir ekkert hér fyrir norðan að bjóða út verk þegar komið er fram á haust og byggja yfir veturinn. Þeir hjá Húsnæðisstofnun sam- þykktu frestunina og lofuðu að það yrði ekki til að skerða úthlutun til okkar á þessu ári. Við sjáum nú hvernig þeir hafa staðið við það. Það er ansi furðulegt aðstaðurinn þar sem fólksfjölgun er mest fái engu úthlutað, eins að helmingi færri íbúðir koma til úthlutunar hérí kjördæm- inu á þessu ári en því síðasta. Það er slegist um hverja íbúð sem er auglýst hér í bænum. Húsnæðisþörfin er greinilega mikil, enda atvinnuástand nokkuð gott”, sagði Elsa. Afleysingadýralæknar í Skagafjörö Ungur danskur dýralæknir kom til starfa í Skagafjarðarlæknishéraði eystra um síðustu helgi. Heitir hún Rikke Schultz og mun leysa Gísla Halldórsson af í sumarfríinu og frá miðjum júlí til miðs ágústs gegna öllu héraðinu, í sumarleyfi Einars Otta Guðmundssonar. Rikke, sem er 24 ára gömul, talar ágæta íslensku. Hún hefur dvalið hér á landi áður, var fyrir nokkrum árum í átta mánuði við tamningar á Aðalbóli í Aðaldal S.-Þing. En íslenski hesturinn á hug Rikke allan og er hún formaður Sambands ræktenda íslenska hestsins í Danmörku. Eins og kunnugt er fer Gísli Halldórsson dýralæknir í ársfrí í haust og mun í leyfinu gegna starfi framkvæmdastjóra Slátursamlags Skagfirðinga. Afleysingadýralæknir í Hofsós- héraði hefur verið ráðinn. Heitir hann Vilhjálmur Svansson og mun hefja störf 1. september. Vilhjálmur á ekki að vera ókunnur Skagfirðingum þar sem hann hefur leyst Gísla af áður og Húnvetningar margir þekkja Svansson, enda var hann einnig um tíma afleysingadýralæknir í Húnaþingi. Búist við fjölmenni á Islandsmótið í Húnaveri Búist er við miklum fjölda fólks í Húnaveri um næstu helgi en þar fer fram Islandsmót í hestaíþróttum. Framkvæmdastjóri mótsins Hjörtur Einarsson á Húna- völlum hefur lofað logni í Húnaveri mótsdagana, frá fimmtudegi til sunnudags. Síðustu veðurspár sögðu áframhaldandi sólríkju á Norðurlandi. Búast má þvívið mikilli umferð í grennd Húnavers og annriki á jtjónustustöðum í grennd, í kringum Varmahlíð, á Sauðár- króki, Blönduósi og Húna- völlum. Mikill fjöldi keppenda hefur skráð sig til keppni á mótinu, þar á meðal margir af bestu hestum ogsnjöllustu reiðmönnum landsins. Mótið hefst á fimmtudagsmorgunn og þá verður m.a. keppt í hindrunarstökki og hlýðni- æfingum. Einnig fer fram forkeppni í fimmgangi. A föstudag verður forkeppni í fjórgangi, keppt í gæðinga- skeiði og kvöldvaka verður í félagsheimilinu um kvöldið. A laugardag er forkeppni í tölti á dagskrá. Keppt verður í 150 m skeiði og dansleikur með Herramönnum verður um kvöldið. Á sunnudag verða síðan öll úrslit mótsins og afhending verðlauna. Sterkur og duglegur kjarni hestamanna í Húnaþingi hefur lagt gífurlega vinnu á sig undanfarið við undirbún- ing mótsins. Aðstæður allar í Húnaveri eru sagðar hinar bestu, snyritaðstaða orðin góð og tjaldstæði óendanleg. Þá kemur sér vel hve stutt er í sundlaugar og aðra þjónustu- staði. Aðgangseyrir á mótið eru krónur tvö þúsund, en börn innan tólf ára aldurs frá frían aðgang. I LANDSBANKANUM FÆRÐU DOLLARA, PUND, MÖRK, FRANKA, PESETA, FLORÍNUR, ESCUDOS OG LIRUR HVORT SEM PÚ VILT 1 SEÐLUM EÐA FERÐATÉKKUM BJ g þá er ekki allt upp talið. í öllum afgreiðslum Landsbankans geta ferðalangar nánast fyrirvaralaust gengið að gjaldmiðlum allra helstu viðskiptalanda okkar vísum. Ferðatékkar, bankaávísanir og seðlar eru ávallt fyrirliggjandi, í öllum helstu gjaldmiðlum. Við minnum líka á Visakortið, - athugaðu gildistímann áður en þú leggur af stað. Góða ferð. Jf Landsbanki Mi Islands Banki allra landsmanna Útibúið á Sauðárkróki

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.