Feykir - 25.03.1992, Qupperneq 3
12/1992 FEYKIR 3
Sönggleði rihjandi
í Sæluviku
Galloway-slofninn geymdur í
Sólheimum í Blönduhlíð
Ekki verður annað séð en
mikil sönggleði muni ríkja á
Sæluviku Skagfirðinga sem
hefst um næstu helgi og
stendur alla næstu viku. Meiri
samvinna er nú um Sæluvikuna
en mörg undanfarin ár að sögn
Arna Egilssonar formanns
framkvæmdastjómar Bifrastar.
Eiga kórarnir í héraðinu nú
aðild að Sæluvikudagskránni.
Þá verða leiksýningar, kirkju-
kvöld, listsýning, kvikmynda-
sýningar og dansleikir eins og
jafnan í Sæluviku.
Dagskrá Sæluviku hefst á
laugardaginn kemur með
fjölskyldusýningu Leikfélags
Sauðárkróks sem kallast
Biand ípoka. Sýningar verða
einnig á sunnudag 29. mars
og laugardaginn 4. apríl.
Sunnudaginn 29. mars
verður söng- og skemmti-
kvöld í Bifröst á vegum
Heimisfélaga. Auk Qölbreyttrar
söngdagskrár, mæta rím-
snillingar á staðinn, félagar í
nýstofnuðum Harmonikku-
klúbbi Skagafjarðar þenja
nikkur og ílutt verða gaman-
mál. Stjórnandi Heimis er
sem fyrr Stefán R. Gíslason
og undirleikari Tómas Higgers-
son.
A mánudag verður kirkju-
kvöld í Sauðárkrókskirkju.
ELÍAS
í Sæluviku
Elías B. Halldórsson list-
málari heldur sýningu í
Safnahúsinu á Sauðárkróki í
sæluvikunni. Sýningin verður
opnuð laugardaginn 28.
mars og lýkur sunnudaginn
5. apríl.
Elías er fæddur 2. desember
1930 á Snotrunesi í Borgar-
firði eystra. Hann er Skag-
firðingum að góðu kunnur,
fluttist til Sauðárkróks árið
1963 og starfaði þar að
myndlist sinni allt til ársins
1986, að hann fór búferlum
suður í Kópavog. Elías hefur
haldið margar sýningar á
Sauðárkróki, þar af nokkrum
sinnum í sæluviku, síðast
fyrir þremur árum, 1989.
Að þessu sinni er hann
með 49 verk til sýningar,
nokkrar stórar olíumyndir,
litlar olíumyndir undir gleri
og tréristur. Sýningin er opin
alla daga sæluvikunnar og
verður Elías sjálfur í Safna-
húsinu helgina 28.- 29. mars.
Það eru Listasafn Skag-
firðinga og Safnahús Skag-
firðinga sem standa fyrir
þessari sýningu í sæluviku
eins og undanfarin ár.
Þar verður Magnús B.
Jónsson sveitarstjóri á Skaga-
strönd ræðugestur. Einsöngvarar
með kirkjukórnum verða
Friðbjöm G. Jónsson, Jóhann
Már Jóhannsson og Sigur-
dríf Jónatansdóttir, og þau
tvö síðast nefndu syngja einnig.
dúett með kórnum. Stjórn-
andi Kirkjukórs Sauðárkróks
er Rögnvaldur Valbergsson
og undirleikari Heiðdís Lilja
Magnúsdóttir.
A þriðjudagskvöld verður
sýnd nýjasta afurð íslenskrar
kvikmyndagerðar, myndin
Ingaló.
A miðvikudagskvöld er
komið að Rökkurkórnum að
syngja í Bifröst. Einsöngvari
með kórnum er Jóhann Már
Jóhannsson. Stjómandi Rökk-
urkórsins er Sveinn Arnason.
Söngskemmtunar Rökkur-
kórsins, svo og konserts
Skagfírsku söngsveitarinnar
í Bifröst föstudagskvöldið 3.
apríl og söngveislu söng-
sveitarinnar og skagfirku
kóranna tveggja í Miðgarði
laugardaginn 4. apríl, verður
getið nánar í næsta Feyki.
Unglingadansleikur verður í
Bifröst á fimmstudagskvöld
og Sæluviku lýkursíðan með
lokadansleiknum í Bifröst
laugardagskvöldið 4. apríl.
Þar leikur fyrir dansi ein af
þekktari hljómsveitum landsins,
Nýdönsk.
Frágengið er að Sólheimar í
Blönduhlíð í Skagafirði verði,
líklega annar tveggja staða í
landinu, þar sem Galloway
nautastofninn verði varðveitt-
ur, eftir að kynbótastöðin í
Hrísey verður lögð niður á
næstunni. Kári Marísson
bóndi á Sólheimum hafði
sjálfur frumkvæði að ræktun
Gallowaystofnsins á sínum
tíma. Er það mikið lán þar
sem lítið hefur verið hugað að
framtíð stofnsins til þessa.
Verið er að kanna möguleika á
að Gallowaystofninn verði
einnig varðveittur á tilrauna-
búinu á Möðruvöllum í
Hörgárdal, en vegna sjúk-
dómahættu og annarra áhættu-
þátta er ekki treystandi á eina
hjörð.
Dagblaðið Tíminn skýrði
frá þessu í síðustu viku. Kári
hóf ræktunina 1981, en þá
komu fyrstu blendingskýrnarí
Sólheima. Síðan hefur hann
ræktað stofn sinn með því að
sæða kýrnar því sæði sem
sterkastan erfðavísinn hefur.
Hreinleiki stofnsins hefur
komið smam saman og í vor
munu fæðast kálfar á
Sólheimum sem eru nánast
hreinræktaðir, eða 95-97%
Galloway.
1 dag er Kári með um 100
gripi á húsi. Fyrir nokkrum
árum byggði hann lausa-
göngufjós. Hannereingöngu
með nautgripi til kjötfram-
leiðslu og lætur kálfana
ganga undir kúnum fyrsta
sumarið. Seinna sumarið er
svo kálfunum haldið inni og
þeir fóðraðir á grænfóðri
beint af ljánum.
Allt kjöt frá Sólheima-
búinu er selt beint til
neytenda, en að sjálfsögðu
slátrað í löggiltum slátur-
húsum og stimplað þar.
Gagnrýni sem komið hefur
fram á gallowaykjötið að
undanförnu vísar Kári á bug
og fullyrðir að bragðgæði
kjötsins ráðist fyrst ogfremst
af fóðrinu. Bragðgæðin séu
þau sömu og af öðru
nautakjöti við sömu uppeldis-
skilyrði gripanna.
Þorleifur H. Óskarsson
985-35958 bíll
36005 heima
VISA - EURO - SAMKORT
Samwnnubókin
•Nafnvextir 7%
•Ársávöxtun 7,12%
• Raunávöxtun
Samvinnubókar
árið 1991 var 7,64%
INNLANSDEIJLD
KAUPFÉLAQS
SKAQFIRÐLNQA