Feykir - 25.03.1992, Side 8
Oháð fréttablaö á Noröurlandi vestra
25. mars 1992, 12. tölublað 12. árgangur
STERKUR AUGLYSINGAMIÐILL!
Björn Sveinsson á Varmalæk tók Hrímni til kostanna á
Norðlenskum hestadögum.
Hestadagar tókust vel
Norðlenskir hestadagar í
reiðhöllinni í Víðidal um
síðustu helgi þóttu heppnast
ákaflega vel. Fjölmenni sótti
sýningarkvöldin þrjú, húsfyllir
var á hverri sýningu, einkum á
laugardagskvöld en þá varð
Halldór
skipaður
héraðs-
dómari
Halldór Halldórsson dómara-
fulltrúi hefur verið skipaður
héraðsdómari á Norðurlandi
vestra frá 1. júlí nk. að telja.
Aðsetur héraðsdómara verður
á Sauðárkróki. Halldór er
Skagfirðingum að góðu kunnur.
Hann gengdi starfi fulltrúa
sýslumanns um árabil fyrir
nokkrum árum.
fjöldi fólks frá að hverfa.
Vonir forráðamanna um að
fjöldi sýningargesta næði
2000 rættust því fullkomlega.
Sýningaratriðin þóttu hnit-
miðuð, fjölbreytt og athyglis-
verð, enda sum hver nýlunda
í sýningahaldi hér á landi.
Reiðmennska og fimi Hóla-
nema í meðferð hrossa sinna
vakti óskipta athygli og þótti
setja á mikinn svip. Atriði
rammnorðlenskrar þjóðsagna-
stemmningar heppnuðust ákaf-
lega vel. En þar voru sviðsett
hvarf séra Odds á Miklabæ
og draugasagan um djákn-
ann á Myrká. Svokölluð
eltiljós voru brúkuð í
samspili hesta og birtusveiflna í
þessum dagskráratriðum.
Vestlendingar, sem eru að
undirbúa sýningu er verður í
reiðhöllinni í vor, fylgdust
vel með framgöngu Norð-
lendinga og fannst þeim sem
öðrum gestum ekkert vera til
sýningarinnar sparað.
Landsbankinn á Sauðárkróki
Afgreiðslutími útibúsins er alla virka daga frá kl. 9.15 -16.00 Cími oeoeo / M Landsbanki
wlnftl vdwdy Á Wi Islands Banki allra landsmanna
Úrelding Rastar og kvótamál skipsins:
Bæjarráð ræður lögfræðing til
að kanna réttarstöðu sína
Bæjarráð Sauðárkróks hefur
ákveðið að kanna réttarstöðu
bæjarins gangvart úreldingu
Rastar og sölu þeirra afla-
heimilda sem til stendur að
gera og hugsanlega hafa
þegar farið fram. Þá hefur
verið ákveðið að endurskoða
vinnureglur í sambandi við
undirskrift samninga er þurfa
samþykki embættísmanna bagar-
ins.
Tilefni jDessarar samþykktar
bæjarráðs er að bæjarstjóri
eða bæjarritari hafa ásamt
starfsmanni verkalýðsfélags-
ins ætíð skrifað undir
leigusamning á þorskkvóta
Dögunar, alveg síðan Röstin
var keypt fyrir nokkrum
árum, en ákvæði í kaup-
samningi sögðu til um að
helmingur þorskkvóta skips-
ins yrði leigður áveðnum
aðila í skiptum fyrir rækju
næstu fimm ár. Þegar
leigusamningur Dögunar og
Granda á þorskkvótanum
var undirritaður á dögnum
voru undirskriftirnar inntar
af hendi eins og um
sjálfsafgreiðslukerfi væri að
ræða, enda búið að gera slíkt
nokkrum sinnum áður.
Omar Þór Gunnarsson
segir að ekki hafi veriðgengið
frá neinu í sambandi við sölu
á 462 tonna þorskkvóta
Rastar, en það mundi styrkja
stöðu fyrirtækisins verulega
ef afsölunni yrði. Omar sagði
að verið væri að kanna kaup
á skipi, heldur minna en
Röstinni. Tími sé skammur
til að ganga frá kvótamálum,
eftir að menn séu búnir að
gera samninga um kaup á
nýju skipi.
iþróttafélag fatlaðra í Skagafirði
stofnað á alþjóðadeginum
Sl. sunnudag, á alþjóðlegum
degi fatlaðra, var stofnað
íþróttafélag fyrir fatlaða í
Skagafirði. Um 25 manns
rituðu sig stofnfélaga á
fundinum, en ákveðið var að
taka á móti stofnfélögumtil 1.
maí nk. Stjórn var falið að
velja nafn á nýja félagið, en
ákveðið er að í því verði einnig
bocciadeild fyrir aldraða.
Þrátt fyrir að ýmislegt væri
um að vera á sunnudaginn
var fundarsókn góð. Góðir
gestir komu á fundinn,
Camilla Hallgrímsson vara-
formaður íþróttasambands
fatlaðra og þrír stjórnar-
menn íþróttafélagsins Snerpu á
Siglufirði: Guðrún Amadóttir,
Guðrún Guðmundsdóttir og
Magna Sigbjörnsdóttir. Þær
Blönduósingar:
Ætla að stofna hluta-
félag um byggingu og
rekstur sumarhúsa
„Það var eiginlega ákveðið á
síðasta sumri áðuren Stígandi
fór að reisa húsin á
sýslumannstúninu og stofna
félag um rekstur sumarhúsanna.
Við erum að ýta því máli
áleiðis núna”, sagði Ofeigur
Gestsson bæjarstjóri á BIönduósL
Akveðið hefúr verið að byggja
10 sumarhús á sýslumanns-
túninu, svæði því þarsem nú
eru tjaldstæði. Blönduósingar
áforma stofnun hlutafélags
um byggingu húsanna og
rekstur ferðaþjónustu hvers-
konar þeim tengdum.
Starfsmanni Framtaks, Baldri
Valgarðssyni, hefur verið
falið að vinna úr þeim
hugmyndum og gögnum sem
aflað hefir verið og vinna að
stofnun hlutafélags. A fundi
hagsmunaaðila á Blönduósi
nýlega voru ýmsar hugmyndir
viðraðar varðandi ferðamanna-
umferð um héraðið, t.d.
hugsanlega samnýtingu sumar-
húsanna og hótelsins.
Snerpu-konur færðu félaginu
að gjöf gestabók skrautritaða
og Camilla afhenti frá
lþróttasambandi fatlaðra,
svokallaðan Hvatabikar. Þakkir
voru færðar gefendum í
anda Njálu, þegar Gunnar á
Hlíðarenda veitti gjöfum frá
Bergþórshvoli viðtöku með
þessum orðum. „Góðar eru
gjafir þínar Njáll en enn betri
þykir mér vinátta þín og sona
þinna”.
Fram kom á fundinum að
þeir sem unnu að undirbún-
ingi stofnunar félagsins hafa
mætt miklum velvilja og
hefur hún greinilega mikinn
meðbyr í bænum og héraðinu.
Til að mynda sýndi bæjar-
stjórn Sauðárkróks þann
rausnarskap að veita félag-
inu 100 þúsund króna styrk
til starfseminnar á þessu ári.
Ákveðið er að stefna að
kröftugu starfi og til stendur
að fara á íslandsmót fatlaðra
sem fram fer 10.-12. apríl nk.
Sólveig Jónasdóttir var
kosin formaður félagsins og
meðstjórnendur: Karólína
Gunnarsdóttir, Kári Steins-
son, Ingibjörg Stefánsdóttir
og Þórhallur Ásmundsson.
Varamenn Fanney Karls-
dóttir og Anna Hjaltadóttir.
CÆOAFRAMKOLLUN
GÆDAFRAMKÖLLUN
BÓKAEIJÐ
BRYMJARS