Feykir


Feykir - 20.05.1992, Side 1

Feykir - 20.05.1992, Side 1
20. maí 1992, 19. tölublað 12. árgangur Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU1 SAUÐÁRKRÓKI Stjórnarformaður Skjaldar: Kaupum flæðilínu ef með þarf „Við ætlum að athuga vel alla vinnsluna í Skildi og gera hana eins hagkvæma og mögulegt er. Ef að kemur á Sauðárhróhur: Eftirlítskerfi við sundlaugina Eftir spjöll sem unnin voru í Sundlaug Sauðárkróks um helgina, verður komið upp eftirlitskerfi við sundlaugina, að sögn Guðmundar Jens- sonar sundlaugarvarðar. Mikið var um glerbrot á öllum bökkum laugarinnar og í heitum pottum þegar starfs- menn komu til vinnu á laugardagsmorgun. Þurfti að loka sundlauginni álaugardag af þessum sökum, þar sem hleypa þurfti vatni úr lauginhi við hreinsun. „Þetta hafa verið vandræði núna undanfarið. Um fyrri helgi var t.d. öllu lauslegu hent út í iaugina. Það er hvimleitt þegar stolist er í laugina og pottana að næturlagi, en keyrir um þverbak þegar menn eru farnir að valda skemmdum og skilja eftir glerbrot og jafnvel saur á bökkunum”, sagði Guðmundur sundlaugar- vörður. Mikill drykkjuskapur var í bænum sl. föstudagskvöld og talsverð ólæti. T.d. var brotin rúða í Matvörubúðinni, farið upp á þak bakarísins og sitthvað tleira sem lögreglan þurfti að eltast við. Lögreglan hefur reynt að vakta sund- laugina eftir megni, en í mörg horn var að líta á föstudags- kvöldið. daginn að hagkvæmt reynist að fá flæðilínukerfi í húsið þá verður það gert”, segir Róbert Guðfinnsson framkvæmda- stjóri Þormóðs ramma. Hvort til greina kæmi að vaktavinnu yrði komið á í Skildi sagði Róbert að þeir fylgdust vel með því sem væri að gerast og spáðu í hlutina. Skjöldur hentaði mjög vel til vaktavinnu að því leyti að þetta væri lítil rekstrareining og því sveigjanlegri. „Það þýðir ekkert að fara út í vaktavinnu nema hafa tryggt hráefni, t.d. vegna upp- sagnarákvæða í rammasamn- ingi. Það er því minni rekstrarleg áhætta fólgin í vaktavinnu í minni húsunum en þeim stærri og að því leyti er frystihús Skjaldar hag- kvæmt ”, Drangey hélt til veiða síðdegis í gær eftir að hafa verið frá veiðum í tæpan mánuð. Þrátt fyrir það tókst að halda uppi fullri vinnslu hjá Skildi, fyrir fulltingi Þormóðs ramma. Vinnsla féll alls niður í um 30 daga hjá Skildi á síðasta ári, en með aflamiðluninni er þess vænst að nægt hráefni verði í ár. Starfsstúlkur Loðskinns snyrta mokkaskinn. Framleiðslan selst jafnóðum Loðskinn hefur selt fyrir 80 milljónir á árinu Mjög vel gengur í sölu- og markaðsmálum sútunarverk- smiðjunnar Loðskinns um þessar mundir. Allt sem fram- leitt hefur verið í ár er selt að verðmæti liðlega 80 milljóna og að sögn Birgis Bjarnasonar framkvæmdastjóra hefði verið hægt að selja meira. Gott útlit er fyrir að öll framleiðsla þessa árs seljist beint, en hún gerir rúmar 200 milljónir. Svipaður fjöldi starfar í Loðskinni nú og vanalega, um 50 manns. Mokkaskinn eru mjög eftirsótt um þessar mundir, en Loðskinn hefur sérhæft sig í framleiðslu þeirra. Birgir segir mikla breytingu hafa orðið á framleiðslu og mörkuðum verksmiðjunnar síðan endurskipulagning rekst- ursins hófst á árinu 1990. „Varan þótti ekki nógu góð og fyrirtækið hafði misst öll sín viðskiptasambönd, þannig að byggja varð upp markað- inn að nýju. Við höfum náð þessum mörkuðum aftur og erum að ná nýjum inn. Aðallega er selt á ítalu, Bretland og svolítið á Skandinavíu. Það er jafnvel útlit fyrir að Bandaríkin fari að koma inn”, sagði Birgir. Loðskinn fékk á síðasta hausti 100 þúsund gærur. Segir Birgir að það eigi að duga fyrirtækinu rniðað við þann starfsmannafjölda sem er í dag og 8-10 stunda vinnudag. Þess má geta að Birgir er nýkominn af árlegu námskeiði _ Útflutningsráðs Islands: „Útflutningsaukning og hagvöxtur”. Loðskinn var eina fyrirtækið af Norður- landi sem sendi þátttakanda á þetta námskeið. Fiskmarkaður á Skagaströnd innan skamms Nýlega var stofnað á Skaga- strönd hlutafélag um fisk- markað. Áætlað er að mark- aðurinn verði opnaður í byrjun næsta mánaðar, en hann verður með aðstöðu í frysti- húsi Hólaness. Fiskniarkaður þessi verður sá fyrsti á Norðvesturlandi. Stofnendur og eignaraðilar fiskmarkaðarins eru Skag- strendingur hf., Hólanes hf., Höfðahreppur og nokkrir aðrir hagsmunaaðilar og áhugamenn. Oskar Þórðar- son stjórnarformaður félags- ins er bjartsýnn á reksturinn og telur engan vafa á því að fiskmarkað vanti í kjördæmið. Aðstaða sé fyrir hendi í Hólanesi til að hafa fisk á gólfi og tæknin gefi mögu- leika á að selja fisk með fjarskiptum. Fjárfesting sé engin í þessu sambandi og því allt að vinna. Hugmyndin er einnig að selja rækju á markaðnum, enda liggur Skagaströnd vel við rækjumiðunum. Yrði það í fyrsta skipi sem rækja yæri seld á mörkuðum hérá landi. Stofnhlutafé fiskmarkaðar- ins er ein milljón, en heimilt að tvöfalda hlutaféð án þess að hluthafar eigi forkaups- rétt. Kannað verður hvort aðrir aðilar í kjördæminu hafa áhuga á að eignast hlut í markaðnum. —KTengif! Iip— Aðalgötu 26 Sauðárkróki ALMENN RAFVERKTAKAÞJÓNUSTA FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA BÍLA- OG SKIPARAFMAGN VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA SÍMI: 95-35519 • BlLASlMI: 985-31419 • FAX: 95-36019 Bílaviðgerðir • Hjólbarðaverkstæði RÉTTINGAR • SPRAUTUN SÆMUNDARGOTU - SlMI 35141

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.