Feykir - 20.05.1992, Side 4
4 FEYKIR 19/1992
„IVIeiðyrðamálin miklu"
Upphaf linnulausra pólitískra
ofsókna í kauptúninu
Eins og vikið var allnokkuð að í síðasta Feyki hafa
enn á ný sprottið upp deilur á milli kaupfélagssinna
og frjálsa framtaksins í bænum. Þessi togstreyta er
svo sem ekki ný af nálinni, og hreinn barnaleikur nú
miðað við það sem hún var fyrr á öldinni, eins og sést
af því sem Kristmundur hefur skráð í Sögu
Sauðárkróks. Þar segir meðal annars að grunnt hafi
verið á því góða milli kaupmannastéttarinnar á
Króknum og kaupfélagsins upp úr 1920. Fræg urðu
t.d. „meiðyrðamálin miklu” sem hófust árið 1925,
en allt það þjark dró langan og illan slóða á eftir sér,
sem varð upphaf að linnulausum pólitískum
ofsóknum í kauptúninu og létti þeim ekki fyrr en um
1940. Haldið var á lofti hverskonar óhróðri um
andstæðingana og þótt svo ætti að heita að deilt væri
um málefni, var persónulegur óhróður tíður. Fæst af
þeim skrifum náði þó eyrum almennings, því
málgögnin voru einkum fjölrituð blöð sem gefin voru
út á staðnum.
Upphaf meiðyrðamálanna
var rakið til málfundar í
Sýslufundarviku, þar sem
Sigurgeir Daníelsson kaup-
maður gagnrýndi harðlega
skrif í Degi, sem hann taldi
draga taum kaupfélagsins.
Sagði Sigurgeir Jónas Þor-
bergsson ritstjóra eigagnægð
prenstsvertu og gerði sér létt
fyrir um notkun hennar, því
hann ysi henni úr lófum sér.
Jónas frétti af ræðu
Sigurgeirs og brást þannig
við að rita í blaðið svæsna
grein um Sigurgeir, verslun
hans og hvers konar menn-
ingarspjöll sem hann stæði
að. Á efni greinarinnar var
ekkert að græða um feril
Sigurgeirs sökum stóryrða.
Og ekki stóð á svari við
grein Jónasar, það birtist í
Islendingi skömmu síðar.
Yfirlýsing og andmæli var
titill greinarinnar sem að
stóðu beint eða óbeint 80-90
Sauðkrækingar og 35 rituðu
nöfn sín undir. Að orðbragði
gaf svargreinin ekkert eftir
greinarkorni Jónasar. Jónasi
fannst höggvið ansi nærri
mannorði sínu og kærði alla
þá sem fremstir voru í flokki
fyrir meiðyrði og krafðist
þyngstu refsingar.
Ekki jafnljúft að
atast í saurnum
Meðal annars kærði Jónas
eftirfarandi ádrepu í grein
35-menninganna: „Greinin
er öll í stuttu máli sagt
sannleikanum mjög ónákvæm.
Hún er eftir allri vorri reynd
og þekkingu eitt fruntalegt
og sví vi rðilegt saurkast,
rógur einn og lygi af lakasta
tagi og óskammfeilin árás á
Boltinn farinn að rúlla
Alltaf fylgir því jafnmikil
eftirvænting þegar boltinn fer að
rúlla á vorin. Bæði hjá leikmonnum
liðanna og áhorfendum sem
ábyggilega eru fyrir löngu farnir
að spá í spilin og reikna út
möguleika sinna liða í sumar. Það
má segja, að í hugum bolta-
áluganranna sé staðfesting sumar-
komunnar þegar dómarinn blæs
til leiks í fyrsta kapplcik stóru
mótanna, íslandsmóti eða hikar-
keppni. í kvöld verður einmitt
leikin fyrsta umferðin í Bikar-
keppninni og er einn leikur á
dagskrá á Norðvesturlandi. Tinda-
stóll mætir Hvöt á grasvellinum á
Króknum.
Tindastólsliðið er óneitanlega
sigurstranglegra í þessum leik.
Liðið leikur í deild ofar en
Hvatarmenn og hefur að auki
staðið sig mjög vel í æfinga-
leikjum í vor, hefur t.d. í tvígang
borið sigurorð af 1. deildarliði
Þórs og það í bæði skiptin á
Akureyri. Seinni sigur Tinda-
stóls á Þór var staðreynd sl.
laugardag. Tindastólsmenn skoruðu
tvö mörk undan sunnavindinum
í fyrri hálfleiknum og náðu síðan
að halda hreinu í þeim seinni.
Þórður Gíslason skoraði fyrra
markið en það seinna var
sjálfsmark.
Tindastólsliðið hefur styrkst
gífurlega frá síðasta ári. Nýir
leikmenn eru: Pétur Pétursson,
Guðbjörn Tryggvason, Bjarki
Pétursson, Tryggvi Tryggvason,
Lýður Skarphéðinsson, Bergur
Stefánsson og Finnur Kristins-
son. Aðeins Sigurður Ágústsson
er horfinn á braut og einmitt til
Hvatar. Hvatarmenn hafa einnig
styrkt lið sitt nokkuð frá síðasta
ári. Hafa fengið auk Sigurðar
gamla KR-inginn Jóstein Einarsson
sem þjálfar liðið, markvörðinn
Þorstein Þorsteinsson úr Þrótti
svo og Ásmund Vilhelmsson,
Gísli Torfi er kominn heim frá
Völsungi, Þorsteinn Sveinsson
kemur úr Breiðabliki og Hall-
steinn Gíslason úr IK. Þá hafa
þeir Sigurður Davíðsson og
Vilhjálmur Stefánsson tekið
fram skóna að nýju.
Gísli Sigurðsson fyrirliði
Tindastóls segir að leikurinn í
kvöld verði erfiður eins og allir
leikirnir í sumar. Þrátt fyrir að
Tindastóll sé með sterkt lið á
pappírunum verði að sýna það á
vellinum, og það sé alveg gefið
mál að öll lið leggi metnað sinn í
að vinna Tindastól, áreiðanlega
ekki síst nágrannamir á Blönduósi.
Það hlakkar sjálfsagt enginn eins;
mikið til leiksins í kvöld og
Sigurður Ágústsson. Hann segir
að Hvatarmenn mæti á Krókinn
til að vinna. Tindastóll sé að vísu
sigurstranglega liðið, en enginn
leikur sé unninn fyrirfram. ,,Það
er alveg möguleiki að við
vinnum óvænt”, sagði Sigurður.
Að sögn vallarvarða er
grasvöllurinn með besta móti
miðað við árstíma, þrátt fyrir
fremur kalt vor. Völlurinn var í
mjög góðu ásigkomulagi siðasta
Gísli Sigurðsson markvörður
og fyrirliði Tindastóls virðist
hafa náð sér af meiðslum þeim
sem hann hlaut síðasta sumar,
og á örugglega eftir að verða
liði sinu mikill stvrkur í
sumar.
sumar, þökulagning sem fram
fór haustið áður tókst mjög vel,
og engar kalskemmdir hafa
orðið tvo siðustu vetur.
Sauðárkrókur upp úr 1920.
valinkunnan sæntdarmann
alsaklausan. Ástæðan tilþess
að vér ekki tökum greinina
lið fyrir lið, til að sýna þetta
nánar, er aðeins sú að oss er
jafnóljúft að atast í saurnum
eins og ritstjóranum veitist,
að hans eigin orðum, mikil
ánægja að framleiða hann....
Og því skulum vér einnig að
lokum lýsa því yfir að slík
blaðamennska er oss viður-
styggð. Hér virðist oss sem
íslensk sorpblaðamennska
hafi komist einna hæst - svo
hátt, að nú mun hún standa
nærri því að fylla mæli synda
sinna”.
Ekki taldi ritsjóri Dags
eftir sér að fara tvívegis
ríðandi frá Akureyri til
Sauðárkróks á haustdögum
1925 til að sækja mál sitt, en
það dæmdi Bogi Brynjólfs-
son sýslumaður Húnvetninga.
Að því er virðist sótti Jónas
beysnustu bógana til saka.
Kallaði hann 33 tilábyrgðar,
en þegar í réttinn kom varð
ljóst að ekki kollheimtist.
Stafaði það mest að form-
göllum í stefnubirtingum,
enda fátt orðið manna í
kauptúninu sem ekki voru á
einhvem hátt viðriðnir málið.
Broddborgarar á
sakborningsbekk
í litlu samfélagi var þetta
stórviðburður, enda ekki
daglegt brauð undir Nöfunum,
að allir gildari menn kaup-
túnsins, að kaupfélagsstjóianum
undanskildum, sætu samtímis
á sakborningsbekk með
prófastinn, sýslumanninn,
héraðslækninn og voldugasta
kaupmanninn í forsæti. Vinna
lá að mestu niðri í bænum í
bæði skiptin sem réttarhöld-
in fóru fram. Var talið að um
300 manns hafi sótt þá
skemmtun, en einkum og sér
í lagi varð úr þessu frídagur
verslunarmanna, því flestum
verslunarmönnum var stefnt.
Jónas ritstjóri fékk Sauð-
krækinga dæmda í 30 króna
sekt hvern, auk þess að
greiða sér sameiginlega 300
krónur í málskostnað. Fjórir
hinna stefndu gagnstefndu
Jónasi fyrir meiðyrði og
unnu það mál: Hálfdán
Guðjónsson prófastur, Jónas
Kristjánsson héraðslæknir,
Sigurður Sigurðsson sýslu-
maður og Kristján Gíslason
kaupumaður.
Sigurgeir höfðaði sérstakt
mál á Jónas fyrir meiðyrði og
vann það að sjálfsögðu. Er
sagt að vel hafi farið á með
þeim meðan á réttarhöldum
stóð á Akureyri. Mæltust
þeir jafnvel til vináttu að
sögn Jónasar ritstjóra, þótt
skoðanir þeirra á þjóðmálum
ættu enga samleið.
J0LLI ÞÝSKUR MEISTARI
„Þetta er búið að vera gífurleg
spenna lengi og mest auðvitað
síðustu dagana fyrir loka-
umferðina, þar sem enn áttu
þrjú lið nánast jafna mögu-
leika á sigri. Þetta leit svo sem
ekkert vel út hjá okkur, þegar
Sammers var rekinn af velli
korteri fyrir leikslok. Sigurinn
var því enn sætari en ella og
þetta hafa verið stanslaus
hátíðarhöld hérna í horginni,
hér upplifa allir sig sem
meistara”, sagði Eyjólfur
Sverrisson sem sl. laugardag
var krýndur Þýskalands-
meistari í knattspvrnu með
liði sínu Stuttgart.
Það voru fullar götur í
Stuttgart þegar meistararnir
lentu á nugvellinum á
laugardagskvöld og þær
flóðu í kampavíni. Stuttgart
var síðast meistari 1984, þá
með annan Islending innan-
borðs, Ásgeir Sigurvinsson.
Eyjólfur sagði að fyrir
keppninstímabilið í haust
hafi stefnan verið sett á
flmmta sætið, eða keppnis-
rétt í Evrópukeppnum næsta
ár. „Þegar tíu umferðir voru
eftir og við meðal þriggja
efstu Iiða, voru að sjálfsögðu
sett ný markmið”. Aðspurður
hvað tæki nú við, sagði
Eyjólfur að framundan væru
léttir æfingaleikir og æfingar.
Nú færu menn að æfa sig
niður. Síðan væri lands-
leikurinn í Ungverjalandi 3.
júní. Eftir það færu þau
Anna Pála í síðbúna brúð-
kaupsferð, leyndarmál hvert,
og kæmu svo heim til Islands
upp úr miðjum júlí.