Feykir


Feykir - 20.05.1992, Page 5

Feykir - 20.05.1992, Page 5
19/1992 FEYKIR5 Pennarugl í Staðarskóla Einn flokkur blaðaútgáfu í landinu, og síst sá ómerkasti, eru skólablöðin. Blöð eru sjálfsagt gefin út í flestum skólum landsins, og meira að segja í mörgum litlu sveita- skólanna, þó nemendur þar séu ekki margir. Nýlega barst Feyki glæsilegt skólablað nema barnaskóla Staðar- hrepps í Hrútafirði. Blaðið heitir Pennarugl og er ákaflega vel skrifað og skemmtilega uppsett. Minnist undirritaður þess varla að hafa séð jafn vandað skóla- blað og eiga nemendur Barnaskóla Staðarhrepps, 14 að tölu, hrós skilið fyrir framtakið. Pennarugl var brotið um í tölvu, myndir rastaðar og blaðið síðan ljósritað. Ljós- ritunin heppnaðist vel og virðist öllum nema fag- mönnum að blaðið sé prentað. Blaðið hefur að geyma fréttir,- frásagnir, smásögur og ljóð eftir nemendur. Meðal annars er sagt frá safna- og skemmtiferð til Reykjavíkur í liðnum vetri, tjaldferð á síðasta hausti, botnlangakasti Atla Kristins- sonar eins nemenda skólans, íþróttakeppnum, ungarækt og viðtal er við danskennarana Jón Pétur og Köru. Þá er í blaðinu þátturinn Árnað heilla þar sem getið er stærri afmæla íbúa sveitar- innar, frá 5 ára til sjötugs. Að sjálfsögðu er annáll í blaðinu og hann skrifar Sóley Lára Árnadóttir. Sóley er greinilega afkastamikill penni og efnileg á því sviði. Hún á margt efnis í Pennarugli. Annállinn fer hér á eftir. Pabbakvöld Skólinn var settur 4. september. Fyrstu vikuna var farið í sund og vettvangs- ferð um Heggsstaðanes. I október var haldið diskótek og spilavist fyrir nemendur skólans. Á lóðarvinnudaginn var unnið við að setja upp giiðingu hjá fótboltavellinum og einnig var haldið mynd- bandakvöld. I nóvember var haldið pabbakvöld en það er sama og foreldrakvöldin sem haldin hafa verið undanfarin ár. Nafninu var breytt því nemendum fannst að pabbarnir sæktu þessi kvöld heldur lítið. Á pabbakvöldinu voru skemmtiatriði, leikrit, söngur og fleira sem nemendur sáu um. Að lokum var svo kaffi. Þann 16. nóvember var hið árlega innanhússmót Barna- skóla Staðarhrepps. I desember komu nemendurogforeldrar saman eitt kvöldið og gerðu jólasælgæti. Litlu jólin voru haldin eins og vanalega en áður tókum við þátt í Það verður ekki annað sagt en ferill Eyjólfs Sverrissonar sé undarlegur. Hér heima vann hann aldrei stærri verðlaun í knattspyrnunni en silfurverðlaun í þriðju deild með Tindastóli, en nú nokkrum árum síðar hefur hann nælt sér í æðstu verðlaun þýskrar knatt- spyrnu sem er ein sú virtasta í heiminum. Jolli kom inná tíu mínútum fyrir leikslok á laugardaginn, rétt áður en Buckwald skoraði sigur- markið. Þjálfarinn setti 'Eyjólf út úr byrjunarliðinu þar sem hann hlýddi ekki skipunum að fara hvergi þegar Island mætti Grikklandi fyrr í vikunni. Nemendur Staðarskóla, Borðeyrarskóla og Vesturhópsskóla fyrir utan Listasafn íslands. aðventukvöldi i Staðarkirkju. I janúar var spilakvöld haldið til söfnunar í píanó- sjóð og kom nokkuð margt fólk. Píanóið var svo keypt í febrúar. Reykjavíkurferð Vikuna 26. janúar til 1. febrúar varð heldur lítið um lærdóm hjá nemendum, aðeins var einn skóladagur í vikunni, á mánudeginum, því frí var daginn eftirvegna fræðslufundar kennara. Svo á miðvikudeginum hélt skól- inn til Reykjavíkur með Borðeyrarskóla og Vestur- hópsskóla. Gerðu nemdendur sér ýmislegt til fróðleiks og skemmtunar. Farið var á Þjóðminjasafnið, Listasafn Islands og í sjónvarpið til Hemma Gunn. Komið var aftur á fimmtudagskvöld og var frí daginn eftir vegna þess hve seint var komið heim. I febrúar komu danskennar- arnir frá Dansskóla Jóns Péturs og Köru og kenndu okkur í tvær vikur en þann tíma var lítið um leikfimi vegna þess að búnings- klefamir voru í endurbyggingu. Diskótek var svo haldið í lok danskennslunnar og buðum við Borðeyrarkrökkunum til okkar. I mars var auðvitað öskudagsfagnaður með grímu- balli. Þar var kötturinn sleginn úr tunnunni og á eftir voru kaffiveitingar. Heilsufarið - betta venjulega kvef Þann 7. mars var tónlistar- hátíð haldin á Blönduósi fyrir allt Norðurland vestra. Þar sungum við í kór ásamt Vesturhópsskóla og skólunum á Hvammstanga, Laugar- bakka og Borðeyri; einnig sungu og léku nemendur úr öðrum skólum. Tók þessi hátíð allan daginn, því mæta þurfti snemma til þess að æfa þó tónleikarnir hæfust ekki fyrr en seinna um daginn. Víðavangshlaup skólanna var 26. mars á Hvammstanga. Hlaupið var í þremur aldursflokkum. Að þessu sinni var líka bikar fyrir yngsta flokkinn og unnum við þar. Þann 9. apríl var samkoma í Borðeyrarskóla á vegum Tónlistarskóla V.-Hún. Fyrst var farið í borðtennis en eftir mat var spilað og sungið undir stjóm Ólafar Pálsdóttur. Heilsufar var gott í vetur nema þetta venjulega kvef og flensan. Nemendur í vetur voru fjórtán, tíu í eldri deild og fjórir í yngri. Kennarar voru fjórir. Skólaslit eru áætluð 12. maí ogskólaferða- lagið verður líklega í júní. SKAGFIRÐINGAR HÚNVETNINGAR! Opnum nýja nerróverslun oð Óseyri 1, Akureyri fösrudaginn 22. maí kl. 12. Fornaður, skór, búsóhöld, marvara! NETTÓ ALLRA HAGUR KAUPFELAG EYFIRÐINGA

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.