Feykir


Feykir - 20.05.1992, Qupperneq 7

Feykir - 20.05.1992, Qupperneq 7
19/1992 FEYKIR7 + Jens Þorkell Halldórsson Fæddur 1. apríl 1922 Dáinn 10. maí 1992 Ýtu-Keli er horfinn af sjónarsviði samferðamanna. Hann varð bráðkvaddur að heimili sínu hinn 10. maí s.l. A hljóðlátan hátt var hann kvaddur af vettvangi mannlífs- ins til annarrar tilveru. Þorkell Halldórsson var fæddur I. apríl árið 1922 í Súðavík. Foreldrar hans voru Halldór Guðmundsson og Sigrún Jens- dóttir. Þorkell var elztur sjö alsystkina, sem öll fæddust á árunum 1922 - 1932. Yngstir voru tvíburabræðurnir Oskarog Guðmundur, en systurnar heita Olafía, Karólína, Anna og Sigrún. Auk þess var hálfsystir, Elísabet, fædd 1910, sem ólst upp hjá Halldóri föður sínum. Uppvaxtarárin voru erfið og fátækt mikii. Halldór Guð- mundsson var formaður verka- lýðsfélagsins á Súðavík og það var á þeim tíma látið bitna á honum í sambandi við vinnu. Sigrún missti heilsuna og svo fór, að heimilið sundraðist. Þorkell fór til séra Ólafs Ketilssonar í Hvítanesi við Isafjarðardjúp og fermdist þaðan. Fimmtán ára gamall fór Þorkell til Akureyrar til móðursystur sinnar og hugðist fara að vinna við húsgagnabólstrun, sem maður hennar rak. Þorkell var táplítill og heilsuveill og þoldi illa ryk úr gömlum húsgögnum. Læknir ráðlagði honum að fara í sveitina, sem varð til þess að hann hélt norður í Þingeyjar- sýslu og komst að Vogum í Kelduhverfi til Þórarins Þórarins- sonar og Jóhönnu Haraldsdóttur, þar sem hann átti heima næstu árin. Reyndust þau Þorkeli afburðavel og var honum jafnan síðan kær minningin um Kelduhverfið og fólkið þar. Haustið 1946 hélt Þorkell vestur í Skagafjörð í bænda- skólann á Hólum, þar sem hann stundaði nám næstu tvo vetur, en var kaupamaður sumarið á milli. Veturinn 1948-1949 var hann fjósamaður á Hólum, en hóf vorið 1949 að vinna hjá Ræktunarsambandi Skagfirðinga á járnhjólatraktor og síðan á jarðýtu um haustið. Hjáþessum vinnuveitanda starfaði hann siðan tæp 40 ár sem ýtumaður númer 1. Ræktunarsambandið gerði siðast út vélar sumarið 1988, en sumarið 1989 var hið seinasta sem Þorkell vann á ýtu. Einungis féllu úr tvö sumur, þegar Keli bjó í Þýzkalandi. Mér er til efs, að nokkur maður á Islandi hafi unnið lengur á jarðýtu en Þorkell enda fékk hann snemma viðurnefnið Ýtu- Keli og bar það með sóma. Þorkell sagði stundum i gamni, að hann hefði verið aprílgabb aldarinnar (fæddur 1. apríl) og hann gerði jafnan nokkuð til að standa undir þeim titli. Gamansemi hans og frásagnarhæfileiki var svo ein- stakur, að hans mun verða minnst og til hans vitnað í marga áratugi, eftir að hann er horfinn af sjónarsviðinu. Ýtu-Keli var orðinn þjóðsagnapersóna í lifanda lífi og hann mun verða þjóðsagnapersóna um langa framtið. I starfi sínu sem ýtumaður hjá Ræktunarsambandinu fór Keli um allan Skagafjörð og braut land til ræktunar hjá bændum. Þeir munu fáir bæirnir í Skagafirði, þar sem Keli hefur ekki unnið og hróður hans sem ýtumanns og frásagnarmanns var slíkur, að fólk á bæjunum beið nieð óþreyju eftir að hann kæmi. Það var venja að tveir menn ynnu saman á vél og skiptu sólarhringnum í átta tíma vaktir. Eg hef grun um að lítið hafi orðið um svefn hjá Kela sumar frívaktirnar, þegar hann var kominn vel á strik eftir matinn með frásögur og fékk ausið af sagnabrunni sínum svo að fólk veltist um af hlátri. Þannig ferðaðist Keli bæ frá bæ, alltaf ferskur á hverjum nýjum stað. Eg kynntist Kela lítillega sem ungur drengur. Þá var hann heima að vinna á ”stóru ýtunni”, TD 14, líklega um hálfsmánaðar skeið. Vélin var húslaus og með breiðu sæti svo hægt var að taka farþega. Eg kom stundum vappandi út í flagið. þegar Keli varað herfa og hann var fljótur að stansa og bjóða mér að sitja í. Það var mikið ævintýri. Löngu síðar vann ég tvö sumur með Kela á jarðýtu. Hið fyrra 1 vegagerð austur á Fjarðarheiði, en seinna sumarið í Skagafirði. Frá þessum tíma eru margar skemmtilegar minningar. Keli var í miklu áliti fyrir austan og Austfirðingar vitnuðu lengi síðan í "Skagfirðingana”. Þorkell kvæntist árið 1954 þýzkri stúlku, Eriku Thienelt, f. 31. júlí 1927, frá Lebus í austurhluta Þýzkalands. Fjöl- skylda hennar flúði til vestur- hlutans í striðslokin, áður en Rússarnir komu, og Erika fór síðan til Islands í atvinnuleit, ásamt mörgum öðrum þýskum stúlkum eftir striðið. Hún gerðist ráðskona í Borgargerði í Norðurárdal i Skagafirði og þar kynntust þau Þorkell fyrst. Þau stofnuðu sitt heimili á Sauðár- króki og bjuggu þar alla tíð, að undanskildum árunum 1961- 1963, sem þau áttu heima í Þýzkalandi í þorpinu Dahles Sauerland í Vestfalen. Þar starfaði Þorkell í verksmiðju. en undi lítt þeirri vinnu og fjölskyldan kom aftúr til Sauðárkróks. Erika var mikil ágætiskona, en átti löngum við vanheilsu að stríða og lézt fyrir aldur fram hinn 17. októberárið 1970. Hún tók sér nafnið Eirika Alfreðsdóttir. eftir að hafa fengið íslenzkan ríkisborgara- rétt. Þorkell og Erika eignuðust þrjú mannvænleg börn. Þaueru: Örn Erhard, f. 7. sept. 1953, búsettur á Sauðárkróki; Erna Anna, f. 20. ágúst 1955 og Katrín, f. 7. maí 1964, sem báðar eru búsettar syðra. Auk þess átti Þorkell tvö börn fyrir hjóna- band: Ósk Þorkelsdóttur, f. 28. ágúst 1945, búsett á Húsavík, og Sævar Jensson, f. 1. febrúar 1949. Hann tók út af vélbátnum Gjafari VE út af Ingólfshöfða og drukknaði 7. marz 1980. Keli sagði einhvern tímann við mig, að hefði hann ungur átt kost á menntun, hefði hann trúlega farið í leiklistarnám. Eg er ekki í nokkrum vafa um að þá mundi íslenzka þjóðin hafa eignazt einhvern sinn ástsælasta gamanleikara. En þessa varð ekki auðið. Leiksvið hans varð ekki á fjölum Þjóðleikhússins og Þorkell mátti reyna marga erfiðleika í lífinu, en skaplyndi hans og skemmtunarhæfileiki gerði hann að sínu leyti að hamingjumanni. I umferðar- vinnu sinni varð hann nánast heimilisvinur á hverjum bæ í Skagafirði. Nú heyrum við ekki lengur sögurnar hans Kela og mann- lífið á Króknum er dálítið fátækara eftir. En minningin lifir um góðan dreng og félaga, sem jafnan vakti glaðværð og var hvarvetna aufúsugestur. Eg votta bömum hans og öðrum ástvinum mína innilegustu samúð. Hjalti Pálsson. BÆNDUR TAKIÐ EFTIR! ó STRENGJA GIRÐINGARNET 100 M. í RÚLLU FYRIR- LIGGJANDI Á KR. 3.950 ÁN VSK. ELKO 700 L. ÁBURÐAR- DREIFARAR TIL Á FRÁBÆRU VERÐI KR.78.000 ÁN VSK. HF. Suðurbraut - 565 Hofsós - Sími 95-37380 RARIK RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Útboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í lagningu 33 kV jarðstrengs frá aðveitustöð á Sauðárkróki að Kýrholti í Viðvíkursveit. Um er að ræða þrjá einleiðara. Lengd strengs í útboði 14,2 km (3x14,2). Verktími september - október. Útboðsgögn verða seld á skrifstofum Raf- magnsveitna ríkisins, Ægisbraut 3, Blöndu- ósi, og Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með miðvikudegi 20. maí 1992 og kosta kr. 1.000,- hvert eintak. Tilboðum skal skila á skrlfstofu Rafmagns- veitna ríkisins, Ægisbraut 3, Blönduósi, fyrir kl. 14.00 mánudaginn 15. júní 1992 og verða þau þá opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda, sem þess óska. Tilboðin séu í lokuðu umslagi merktu RARIK 92003 Strenglögn Sauðárkrókur - Kýrholt. Rafmagnsveitur ríkisins, 15. maí 1992. TAKIÐ EFTIR! en úaltn! m’" 'ítSumarblom 'CtGr&nmetisplontiir 'ítFjöl&r blóm 'CtSkmutjurtir 'CtNytjanmnar ojj tré. Opið alla daga frá kl. 9 -21 it Verið velkomin Garðyrkjustöðin Laugamýri írLýtingsstaðahreppi Sími 38036 og 38039tir Fax - Pöntunarsími: 38006

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.