Feykir


Feykir - 11.11.1992, Blaðsíða 5

Feykir - 11.11.1992, Blaðsíða 5
39/1992 FEYKIR5 Hljómsveitin Afreg rifjar upp gamla takta: Ari Sigurðsson, Kristjánsson, Fjölnir Asbjörnsson og Ellert Jóhannsson. Kristinn Myndbandakóngurinn Róbert í hópi góðra vina við inngönguna í þriðja tuginn. Um daginn og veginn Já, það er margt spjallað þessa dagana undir Borginni. Það er víst og satt. Menn velta fyrirsér atvinnumálum á alla vegu og margar spurningar koma fram í þeim efnum, en svörin liggja ekki á lausu. Þeir sem helst gætu gefið skýringar á stöðu mála og róað fólkið niður, eru á ferð og flugi um allartrissur. Þaðerekki beinlínis hægt að segja að það sé vorlegt i íslensku þjóðlífi um þessar mundir. Það var annar blærinn sem lék um vanga fyrir tuttugu árum þegar allir hugs- uðu til sóknar á öllum sviðurn. Þá var vissulega önnur og heilli hugsun til staðar. Lands- byggðin var ekki talin ómagi á þjóðinni og menn um allt Island trúðu á framtíð sinna bæja og sinna sveita. Nú er hinsvegar búið að innprenta mönnum það, að það sé hvergi lífvænlegt á Islandi nema í óðaþéttbýlinu syðra. Jafnframt því er unnið að því að flæma allt þrek úr mönnum með stöðugu barlóms- tali og svartsýnisrausi sem ekki nær neinni átt. Það er eins og unnið sé markvisst að því að enginn fái séð ljósa punkta í tilverunni. Og hver er ávinningur þess að tala þjóðlífið niður í svartan dauða? Það kemur urgur í menn, óvissa og öryggisleysi skapa hálfgert styrjaldar andrúmsloft. Menn verða beiskir út i bróður sinn. Það virðist vera búið að sá inn í hugskot landsmanna einhverri bölvaðri vanmetakennd sem þrúgar og drepur hverja jákvæða hugsun í dróma. Sumir hafa á hraðbergi ýmsar yfirlýsingar sem fela í sér allt að því ofbeldiskennda andúð á tilteknum forustumönnum. Leið- andi menn í atvinnulífi og viðskiptum, forvígismenn ríkis og bæja eru skotspónar mjög biturrar og sárrar ádeilu. Mér hefur fundist í seinni tíð að menn séu að fara yfir ákveðin mörk í þessum efnum. Það er í fullu lagi að gagnrýna og segja sína meiningu og ég tel allt í lagi að ráðamenn verðifyrir smástríðni og glettum, því menn sem sækja í sviðljósið verða að þola það. En þegar bein óvild og djúpstæður kali er kominn í spilið, þá er komið að því að afstaða manna til mála fer að einkennast af skaðlegum við- horfum. A erfiðleikatímum ber fólki að þjappa sér saman um hollar lausnir og hver vill ekki verja þau verðmæti sem þjóðin á, íslenskt sjálfstæði, íslenskt atvinnu- líf, íslenska menningu og íslensk gildi í heild. Auðvitað eru allir landsins þegnar trúir uppruna sínum og arfleifð. Enginn skyldi væna annan um sviksemi varðandi það. Þjóðskáldið sagði forðum að menn ættu að senda sundurlyndisfjandann út á sextugt djúp. Sú hvatning er enn í fullu gildi. Lítil þjóð þolir ekki mjög stóran skammt af sundurlyndi. Eg sagði fyrr, að það væri hálfgerður styrjaldarhugur í sumum. Það er ekki ofmælt. Mér brá nokkuð við að sjá baksíðu Feykis þann 28. októbersl., því mér sýndist þar komin mynd af Rabín hinum ísraelska sem jafnan glímir við styrjaldar- ástand í sínu landi. Undraði mig hvað mynd af honurn hefði að gera i Feyki. Datt mér í hug hvort Þórhallur hefði virkilega tekið viðtal við kallinn, svona til að vita hjá þrælvönum manni hvernig taka ætti á málum, þegar allt væri komið í hnút og hver höndin upp á móti annarri í þjóðfélaginu. Það er aldrei að vita hvað þessum ritstjórum getur dottið í hug, samanber kveðjuna til Vilhjálms Egils- sonar í blaðinu fvrir skömmu. Þetta eru yfirleitt hugkvæmir menn og framtakssamir, þó stundum kunni sitthvað að vera á misskilningi byggt. En allar þessar vangaveltur mínar urður sér brátt til skammar, því við nánari athugun reyndist umrædd mynd ekki vera af Ytshak Rabin, heldur einhverjum Sigurfinni Jónssyni á Sauðárkróki, manni sem ég þekki hvorki haus né sporð á. Svona getur glám- skyggnin leitt menn illilega afvega. Það var mér þó til nokkurrar huggunar að lesa í greinarkorni því sem fylgdi myndinni, að Sigurfinnur þessi væri byssumaður mikill og því trúlega hernaðarlega sinnaður eins og Rabin. En hvað sem öllu líður, þá er nauðsyn númer eitt að menn haldi ró sinni í umræðum um Iandsins gagn og nauðsynjar. Islenskt þjóðfélag mun rétta sig af ef menn beita skynsemi og láta ekki kreppudraug kaffæra hverja heilbrigða hugsun. Astandið gæti verið miklu verra en það er. Sumir vilja ef til vill spyrja í uppgjafatón, yfir hverju er svo sem hægt að gleðjast í dag? Eg get svarð þvi fyrir mína parta. Eg er ákaflega glaður yfir þvi að Hannes Hólmsteinn er ekki forsætisráðherra íslands. Rúnar Kristjánsson. „Afmæli aldarinnar“ Það var dúndrandi stuð í félagsheimilinu í Bifröst sl. laugardagskvöld. Að þessu sinni var þó ekki árshátíð eða dansleikur í húsinu, heldur afmælisveisla. Það gerist jú stundum þegar stórafmæli ber að höndum að ekkert minna en félagsheimili dugar fyrir fagnaðinn, sérstaklega ef ættbogi viðkomandi aðila er mikill og vinahópurinn orðinn stór á langri ævi. Að þessu sinni skartaði afmælisbarnið þó ekki mörgum tugum, reyndar aðeins tveimur. Róberti Baldvinssvni, myndbandakóngi bæjarins, fannst þó ærin ástæða til að fagna tímamót- unum með pompi og pragt. „Það var orðið þónokkuð langt síðan ég hélt upp á afmælið mitt síðast og löngu ákveðið að halda góða afmælisveislu og fagna göng- unni inn í þriðja tuginn”, sagði Róbert í samtali við Feyki. Eins og vænta mátti lét yngri kynslóðin sig ekki vanta í afmælið og voru gestir um 50 talsins. Róbert fékk kunningja sína og vini sem áður skipuðu unglinga- hljómsveitirnar Afreg og Og að sjálfsögðu opnaði afmælisbarnið freyðvínsílösku í tilefni tímamótanna. Segulbandið til að rifja upp gamla takta. Þekktur skemmti- kraftur úr bænurn hafði lofað að troða upp og skemmta og einnig var gestum boðið til að reyna sig í Karaoki söngkerfi. Létu þeir ekki segja sér það tvisvar og allir tóku þeir lagið, mismunandi oft, en Guðbrandur oftast. Stóð gleðin og gamanið frá því níu um kvöldið til þrjú um móttina, eða samkvæmt venjulegum samkvæmistíma. FRA KIRKJUKOR SAUÐÁRKRÓKS í tilefni af 50 ára afmœli Kirkjukórs Saudárkróks býöur Kirkjukórinn öllum eldri félögum og mökum til afmœlisfagnaöar ífélagsheimilinu Bifröst á Sauöárkróki sunnudaginn 29. nóv. mk. kl 14. Vinsamlegast tilkynniö þátttöku til Mínervu Bjömsdóttur í síma 235631 fyrir 22. nóv. n.k. STJÓRNIN

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.