Feykir


Feykir - 11.11.1992, Blaðsíða 8

Feykir - 11.11.1992, Blaðsíða 8
11. nóvember 1992,39. tölublað 12. árgangur STERKUR AUGLÝSINGAMIÐILL! Landsbankinn á Sauðárkróki Afgreiðslutími útibúsins er aila virka daga frá kl. 9.15 -16.00 CÍNti OEOCO M Landsbanki bimiv5v5J i Wi íslands Banki allra landsmanna Staða KH sterk eftir hlutafjáraukninguna Óskar Þórðarson umsjónarmaður fiskmarkaðarins á Skagaströnd. Fiskmarkaðurinn á Skagaströnd: Stendur undir vonum sem við hann voru Skagfirðingar óska undanbágu frá sauðfjárböðun Héraðsnefnd Skagafjarðar ákvað á fundi sínum í siðustu viku að óska eftir því við yfirdýralækni, að undanþága fáist frá sauðfjárböðun i vetur. Astæðan er sú að nokkur ár eru síðan kiáði fannst í fé hér í sýslu. Þá þykir sauðfjárböðun, sem fram- kvæma á annaðhvert ár nokkuð, kostnaðarsöm. Hreppsnefnd Lýtingsstaða- hrepps hafði áður samþykkt að beina þessum tilmælum til héraðsnefndar og óformleg tilmæli höfðu einnig komið frá bændum í héraðinu. Dærni eru þess að sauðfjár- böðun kosti á meðalbúi á sjöunda tug þúsunda. Elín Sigurðardóttir oddviti Lýtingsstaðahrepps segir nokkur fordæmi fyrir því að undan- þága sé veitt frá böðun. Héraðsdýralæknir muni gefa yfirdýralækni skýrslu um ástand mála í sýslunni og yfirdýralæknir væntanlega taka ákvörðun í framhaldi þess. Verulegir fjárskaðar á nokkrum bæjum í Fljótum Ljóst er að verulegir fjár- skaðar hafa orðið á nokkrum bæjum í Fljótum í sumar og er skaðinn að mestu rakinn til Jónsmessuhretsins í vor. Nú er öllum eftirleitum lokið og menn nánast búnir að afskrifa það fé sem vantar. Afföllin á fénu eru mjög mismunandi milli bæja. A þremur heimilum vantar um 30 kindur á bæ en víðast er saknað 10-20 kinda. Áber- andi er hvað mikið vantar af fullorðnu fé og virðist sem það hafi orðið verr úti en lömbin. Til viðbótar fjárskaðanum reyndust dilkar í haust mun Iakari í Fljótum en undanfar- in ár, þannig að útkoman á fjárbúskap í heild er mun lakari en menn eiga að venjast á þessum slóðum. ÖÞ. „B-stofnsjóðurinn kemur til með að styrkja stöðu félagsins gífurlega. Þetta er sú lausn sem viðskiptabanki samvinnu- félaganna á Blönduósi, Búnaðar- bankinn, sættir sig mjög vel við, enda væri Sölufélagið ekki að hætta 90 milljónum nema um mjög varanlega lausn væri að ræða. Sameigin- legt eigið fé Sölufélagsins og Kaupfélagsins er með því betra sem gerist í íslenskum atvinnurekstri í dag, 22% á móti 15% meðaltali”, segir Guðsteinn Einarsson kaup- félagsstjóri Kaupfélags Hún- vetninga. Enn er spenna í hinu pólitíska andrúmi á Blöndu- ósi eftir að bæjarstjórnin ákvað í síðustu viku að kaupa hlutafé í b-stofnsjóði kaup- félagsins fyrir 12 milljónir. Aðspurður sagði Guðsteinn að menn hefðu álitið að ekki fengist nægjanlegur styrkur Hreppsnefnd Hvammstanga- hrepps hafnaði á fundi sínum i síðustu viku beiðni Arbliks, sölufyrirtækis saumastofunnar Drífu, um kaup á hlutafé fyrir 6.5 milljónir krókna. Hvamms- tangahreppur jók í haust hlutafé sitt i Drífu um 1100 þúsund og er hreppurinn einn stærsti eignaraðili fyrirtækis- ins. Beiðni Arbliks til hrepps- nefndar byggist á miklum viðskiptum þess við Drífu. Eins og svo margar saumastofur í landinu, á Drífa við rekstrarörðugleika að etja. Hvammstangahreppur leitaði eftir mati rekstrar- ráðgjafarfyrirtækis, en beiðni Árbliks barst hreppsnefnd fyrir nokkrum vikum. Það var á grundvelli þess mats sem hreppsnefndin tók ákvörð- un sína. Hinsvegar vilja hreppsnefndarmenn reyna aðrar leiðir varðandi rekstur út úr því að Sölufélagið eitt kæmi með fé inn í kaupfélagið, því hefði frekari hlutafjár- aukning í gegnum stofnsjóð- inn verið nauðsynleg. Eigin- fjárstaða Kaupfélags Hún- vetninga var samkvæmt reikningum neikvæð unt 37 milljónir í lok síðasta árs, en eiginfjárstaða Sölufélags Hún- vetninga jákvæð um 270 milljónir. „Þessi félög hafa verið rekin sitt í hvoru lagi í rúm 80 ár, og menn vildu ekki steypa rekstri þeirra saman nú frekar en áður. Hitt er svo annað mál að þetta er ekki í fyrsta skipti sem fé er fært á milli félaganna”, sagði kaup- félagsstjóri. Framan af ári leit út fyrir taprekstur hjá KH ef ekkert yrði að gert. Utlitið hefur lagast og vonast Guðsteinn til að góð verslun í jóla- mánuðinum fleyti félaginu nálægt núllinu. Drífu og áframhaldandi samstarf við Árblik. Var ákveðið að Bjarni Þór Einarsson sveitarstjóri og Guðmundur Haukur Sigurðs- son oddviti gengju í það ntál. Söluverðmæti sjávarafla í gegnum fiskmarkaðinn á Skagaströnd í síðustu viku nam tæpum tveim milljónum. Frá því markaðurinn tók til starfa í ágústlok hefur fiskur verið seldur fyrir rúmar 10 milljónir króna. Aðstandendur markaðarins eru þokkalega ánægðir með þær viðtökursem hann hefur fengið, en Skaga- strönd virðist liggja mjög vel við, enda stutt af Skagagrunn- inu. Hafa bátar frá Dalvík, Akureyri, Sauðárkróki og Hólmavík lagt upp afla á markaðnum. Mestur hluti fisksins sem boðinn var upp á markaðnum í síðustu viku, var af Arnari í byrjun vikunnar, en hann landaði unt 100 tonnum um fyrri helgi og þar af fóru 15 tonn á markaðinn. Af heimabátum hefur einnig línubáturinn Sæstjarnan lagt upp reglulega, og 3-4 aðrir línubátar annað slagið. Að sögn Óskars Þórðar- sonar forstöðumanns markaðar- ins, sent jafnframt er bókari hjá Skagstrendigi, hefur það komið starfseminni til góða, að vinnulaunum og húsa- leigu er ekki til að dreifa og annar fastakostnaður er í lágmarki. „Öðruvísi væri ekki um rekstrargrundvöll að ræða. Við nýtum þá aðstöðu sem til staðar er hjá okkur og í Hólanesi. Þá hefur samvinnan við Faxa- markað gengið vel. Við erum tölvutengdir þeim og getum eins og nokkrir aðrir markaðir um landið fylgst með og tekið þátt í uppboðununt. Þá sjá þeir hjá Faxamarkaði urn viðskiptabókhald við bátana fyrir okkur, gegn greiðslu”, sagði Óskar. Stórmút skagfirskra kóra: Sjö einsöngvarar í Miðgarði Sjö einsöngvarar syngja með kórununt fjórum á stórmóti skagfirskra kóra í Miðgarði nk. laugardagskvöld. Búist er við að fjöldi söngfólks á mótinu verði fast að 200 en kórarnir syngja sameiginlega í lokin. Einsöngvarar eru bræð- urnir Pétur og Gísli Péturs- synir og Einar Halldórsson með Heimi, Valgeir Þorvalds- son með Rökkurkórnum, Jóhann Már Jóhannsson og Sigurdríf Jónatansdóttir með Kirkjukór Sauðárkróks og Sigurlaug Maronsdóttir með sameiginlegum kirkjukór átta kirkna, sem skipaður er mismunandi mörgu söng- fólki úr hverjum kór kirkn- anna að Reynistað, Glaumbæ, Víðimýri, Miklabæ, Flugu- ntýri, Hofstöðum, Viðvík og Hólum. Kóramótið hefst kl. 20,30 í Miðgarði á laugar- dagskvöldið. Hvammstangahreppur eykur hlutafé í Drífu en hafnar hlutafjárbeiðni Árbliks

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.