Feykir


Feykir - 11.11.1992, Page 6

Feykir - 11.11.1992, Page 6
6 FEYKIR 39/1992 GRETTISSAGA S?r Texti: Kristján J. Gunnarsson Pétursson 17. Nú leið af nóttin. Kemur Grettir þar snemraa. Voru þá til reiðu graftólin. Fer bóndi með honum til haugsins. Grettir braut nú hauginn og var að mikilvirkur, léttir eigi fyrr en hann kemur að viðnum. Var þá mjög áliðinn dagurinn. Síðan reif hann upp viðuna. Auðunn latti hann þá mjög að ganga í hauginn. Grettir bað hann geyrna f'estar „en ég mun forvitnast um hvað hér býr fyrir”. Gekk Grettir þá í hauginn. 18. Leitast hann nú fyrir, hversu háttað var. Hann fann hestbein og síðan drap hann sér við stólbrúðir og fann, að þar sat maður á stóli. Þar var fé mikið í gulli og sJfri borið saman. Grettirtók fé þetta allt og bartil festar. Og er hann gekk utareftir hauginum, var gripið til hans fast. Lét hann þá laust féð, en réðst á mót þeim, og tókust þeir þá á heldur óþyrmilega. Sótti haugbúinn af kappi. Grettir fór undan lengi og þar kemur, að hann sér eigi muni duga að hlífast við. 19. Kipptust þeir um lengi og fóru ýmsir á kné, en svo lauk að haugbúinn féll á bak aftur og varð af því dynkur mikill. Þá hljóp Auðunn frá festarhaldinu og ætlaði, að Grettir mundi dauður. Grettir brá nú sverðinu Jökulsnaut og hjó á hálsinn á haugbúanum, svo að tók af höfuðið. Gekk hann síðan til festar með féð og varð hann þá að handstyrkja upp festina. Hann hafði hnýtt fénu í snæri og dró það upp síðan. 20. Grettir snýr nú heim til bæjar. Þá varfólk allt undir borð komið. Þorfinnur hvessti á Gretti augun, og spurði, hvað hann ætti svo nauðsynlegt, að hann geymdi eigi hátta með öðrum mönnum. Grettir mælti: „Margt er smátt, það er til ber á síðkveldum”. Lagði hann þá fram haugféð. Einn gripur varsá er Grettir stóðu mest augu til. Það er eitt sax, svo gott vopn að aldrei kvaðst hann séð hafa betra, það lét hann síðast fram. Þorfinnur varð léttbrýnn við, er hann sá saxið, því að það var minjagripur þeirra og hafði aldrei úr ætt gengið. Þorfinnur tók við fénu og ámælti Gretti ekki fyrir haugbrotið. Rúnings- og ullarnámskeið I Fljótum Búnaðarfólag Fljótahrcpps gekkst sl. laugardag fyrir námskeiði í rúningi og meðferð ullar. Leiðbeinendur voru Guðmundur Hallgrímsson bústjóri á Hvann- eyri og Kristinn Arnþórsson ullarmatsmaður. Námskeiðið sem haldið var á bænum Deplum var nokkuð vel sótt, það sóttu 12 heimamenn. Guðmundur bústjóri fjall- aði um rúning fjárins og sýndi aðferð sem hann hefur notað við rúning í nokkur ár, var hún nokkuð frábrugðin þeirri sent bændur hafa notað hingað til. Guðmundur gerði sinni aðferð mjög góð skil, sýndi nánast hvert handtak frá því kindin var lögð niður og þar til búið var að klippa hana, og síðast en ekki síst sýndi Guðmundur hvernig ganga skal frá reifinu. Kristinn Arnþórsson gerði grein fyrir mati á ull. I máli hans kom fram að heppilegasti rúningstími með tilliti til ullargæða er á bilinu október til nóvember eða áðuren féer tekið á hús. Upp frá því rná búast við að ullin versni jaft og þétt og lökust sé sú sem tekin af sem tvíreifi. Sýndi Kristinn nokkursýnishornaf þveginni ull í ýmsum gæða- flokkum auk þess sem gott tækifæri gafst til aðskoða þá ull sem tekin var af á staðnum. Matrósaföt! Óska eftir matrósafötum meö stuttum buxum á tveggja ára dreng. Upplýsingar I síma 35911. Á sama staö í Túnahverfi fundust leöur- hanskar. FRÁ SÁLARRANNSÓKNAR- FÉLAGI SKAGAFJARÐAR Þórhallur Guðmundsson miðill verður með skyggnilýsingafund í Safnahúsinu, Sauðárkróki mánudaginn 16. nóv. kl. 20.30. Stjórnin Hólar í Hjaltadal er einn þeirra staða sem talinn er eiga marga ónýtta möguleika hvað varðar uppbyggingu ferðamanna- þjónustu. Kvennalistakonur á Alþíngi: Vilja að saga þjóðarinnar verði nýtl I ferðaþjónusu Lögð hefur verið fram á Alþingi þingsályktunartillaga um hvemig nýta megi sögu þjóðarinnar, sögustaði, þjóðhætti, verkmenn- ingu og bókmenntir til að cfla og bæta ferðaþjónustu hér innan- lands. Biskupsstólarnir Hólar og Skálholt em sérstaklcga nefndir i greinagerð með tillögunni, sem dæmi um staði nteð mikla sögu en ónýtta möguleika. Það eru fimm þingmenn kvennalistans sem standa að tillögugerðinni: Kristín Ásgeirs- dóttir, Kristin Einarsdóttir, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir og Anna Olafsdóttir Björnsson. Fela þær Alþingi að skipa nefnd sagnfræðinga, fomleifafræðinga, þjóðháttarfræðinga, íslenskufræð- inga og fólks úrferðaþjónustu til að setja fram hugniyndir um tenginu ferðaþjónustunnar við áðurgreind atriði. Nýir staðir jafna umíerðina um landið I greinargerð segir, að undan- farna áratugi liafi náttúra Islands ráðið ríkjum við kynn- ingu á landinu og áherslan þá einkum verið á óbyggðir landsins. Landið hafi þó upp á margt fleira að bjóða, bæði tengt fortíð og nútíð, en þeir möguleikar séu að mestu ónýttir. Þannig mætti skapa nýja ferðamannastaði og jafna umferðina um landið. Islendingar eigi merka sögu. Hér hafi orðið til sérstakt samfélag i kjölfar víkingaferða á miðöldum er fæddi af sér heimsbókmenntir sem ekki eiga sinn líka í veröldinni. Þærsvo og tungumálið megi nýta í ferða- þjónustu i mun ríkara mæli en gert er, með sumarnámskeiðum, ferðuni á söguslóðir o.sv.frv. Hér á landi sé t.d. ekkert víkingasafn eða safn sem gerir sér verulegan mat úr sögu þjóðarinnar. Flest söfn landsins, þótt merkileg séu, eru afar gamaldags, að mati flutnings- manna, þau þarfnist endur- skipulagningar og aukinnar kynningarstarfsemi svo þau geti gefið þá mynd af sögu og verkmenningu þjóðarinnar sem þeim er ætluð. Vilja að bæjarhúsin verði grafin upp „Margir helstu sögustaðir lands- ins hafa ekki uppá neitt að bjóða sem tengist sögunni, ekki svo mikið sem reglubundna leiðsögn um staðinn. Má þar nefna Skálholt og Hóla í Hjaltadal, en þar væri tilvalið að hefja uppgröft bæjarhúsanna og væri það margra ára verk sem eflaust drægi til sín fjölda ferðamanna. Á gömlu biskupsstólunum mætti hafa stöðuga kynningu á biskupasögum, umræður um trúmál og kirkju o. fl. Staðirsem koma við sögu í Sturlungu, gefa kost á ferðum og sviðsetnigu þeirra miklu atburða í leikformi. I Reykholti ætti að vera stöðug kynning á verkum Snorra Sturlusonar og bókmenntanám- skeið í norrænum lornbók- menntum. Sjávarútvegur að fornu og nýju, fjörurnar og nýting þeirra, mataræði Islendinga gegnum aldir, gömul verkmenning, heim- sókn á sveitabæi, kynning á íslenskum húsdýrum og búskap, minjagripagerð, þjóðsagnaheimur okkar o.fl. Hugmyndirnar eru óþrjótandi og möguleikarnir margir, en þeim þarf að safna saman, setja í forgangsröð og gera áætlun urn uppbyggingu ferðaþjónustu sem tekur mið af sögu landsins. ÍBÚÐ TIL LEIGU! TVEGGJA HERBERGJA ÍBÚÐ TIL LEIGU. UPPLÝSINGAR í SÍMA 35688 Á KVÖLDIN

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.