Feykir


Feykir - 02.12.1992, Side 2

Feykir - 02.12.1992, Side 2
2 FEYKIR 42/1992 Kemur út á miðvikudögum vikulega. Útgefandi: Feykir hf. Skrifstofa: Aðalgata 2, Sauðárkróki. Póstfang: Pósthólf 4, 550 Sauðárkróki. Símar: 95-35757 og 95-36703 Fax 95-36162. Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. Fréttaritarar: Magnús Ólafsson A.-Ffúnavatnssýslu og Eggert Antonsson V,- Húnavatnssýslu. Auglýsingastjóri: Hólmfríður Hjaltadóttir. Blaðstjórn: Jón F. Hjartarson, sr. Hjálmar Jónsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður Ágústsson og Stefán Árnason. Áskriftarverð 110 krónur hvert tölublað. Lausasöluverð 120 krónur. Umbrot: Feykir. Setning og prentun: Sást sf. Feykir á aöild aö Samtökum bæja- og héraösfréttablaöa Á hverjum miðvikudegi... 1 Byggðastefnu í verkalýðsmálin í síóustu viku var sem kunnugt er haldið þing Alþýóusambands Islands á Akureyri, og var þetta í fyrsta skipti sem þing Alþýóusambandsins er haldió utan Reykjavíkur. Hér er um viðleitni að ræða sem viógengst oróiö í einstaka lands- samtökum, þaó er að dreifa fundarstööum um landió, til þess væntanlega að auka jafnræóió meö höfuöborgarsvæóinu og landsbyggóinni. Þingió sjálft endurspeglaói samt ekki þennan vilja. Er mál manna aó hlutur verkalýósfélaganna af landsbyggóinni í æóstu stjórnum samtakanna hafi ekki verió jafnrýr í annan tíma. Til að mynda fengu Norólendingar aöeins einn mann kjörinn í mióstjóm, Austfiróingar sömu- leióis einn og Vestfiróingar engan. Þaó veróa því verkalýðsfélögin á höfuó- borgarsvæðinu sem ráða lögum og lofum í miöstjóm ASI á næstunni. Svo viróist sem hér sé um greinilega byggðarlega togstreitu aó ræða. Hún kann þó að vera af öómm toga. Menn geröu því skóna aó flokkspólitíkin hefði stungió inn trýninu þegar kom að formannskjörinu. Hafi einhver haldiö aó verkalýös- hreyfingin væri oróin þaó fagleg aó flokksleg landamæri þekktust ekki innan hreyfingarinnar, er sú kenning væntanlega úr sögunni. Síóan heyröust einnig á þinginu raddir ungs fólks sem fannst erfitt aó koma sínum fulltrúum aó fyrir göml- um valdaklíkum. Þá er vitaó til þess aó einstakir starfshópar telja sig ekki eiga samleió með öðmm. Þaó verður ekki sagt aó Alþýóu- sambandsþingiö síóasta hafi komió út sem þaó sterka sameiningarafl sem ætlast er til af verkalýóshreyfingunni. Ekki þarf aó undra þó komi til meó aó hrikta í stoóum ASI á næstunni. Vestfiróingar hafa t.d. áður hótaö útgöngu og lýst yfir þeirri skoóun sinni aö svæðabundin sam- tök séu líklegri til árangurs. Hvaó sem rétt er í þeim efnum er víst aó verkalýðs- hreyfingin verður aó halda vöku sinni. Þar er ekki síóur nauósyn þar en annars staóar í þjóðfélaginu, aö sæmilegt jafnvægi ríki milli landsbyggóar og höfuóborgar- svæóis, sem og starfshópa og aldurshópa innan hreyfingarinnar. Hótel Blönduós í gær: Lífeyrissjóður Norður lands stofnaður Sérfræðingar í áfengis- og vímuvandamálum í heimsókn í gær var gengið formlega frá stofnun sameiginlegs iífeyrissjóðs á Norðurlandi. Stofnfundurinn var haldinn á Hótel Blönduósi. Aðild að hinum nýja sameiginlega sjóði eiga allir lífeyrissjóðir á Norðurlandi, utan Lífeyris- sjóðs Starfsmannafélags KEA og aðildarfélaga innan Lífeyrissjóðs stéttarfélaga á Norðurlandi vestra, sem verður áfram starfandi. Verkakvennafélagið Aldan á Sauðárkróki, Verkalýðs- félagið Vaka á Siglufirði og Verkalýðs- og sjómannafélag Skagastrandar kusu að halda áfram samstarfi í sínum sameiginlega sjóði, en Verkalýðsfélag Austur-Hún- vetninga kaus að ganga úr Lífeyrissjóði Norðurlands vestra og til liós við nýja sjóðinn. „Við teljum okkur standa betur með þátttöku í þessum stóra sjóði og þannig betur undir það búin að taka áföllum ef þau verða. Síðan er vitaskuld viðurkennd stað- reynd að sjóðimir í landinu eru alltof margir“, sagði Valdimar Guðmannsson fomiaður Verka- lýðsfélags Austur-Húnvetninga. Körfuboltinn: Unglingamir sigursælir Unglingaflokki Tindastóls hefur gengið vel á Islands- mótinu í vetur og er meðal efstu liða. Um helgina sigr- uðu Tindastólsmenn Val í leik sem fram fór á Sauðárkróki, 71:54. Þá sigaraði 10. flokkur Tinda- stóls Breiðablik með yfir- burðum í Bikarkeppninni, sá leikur fór fram í Digra- nesi. Leikur Tindastóls og Vals var jafn og spennandi framan af, en í síðari hálf- leik tóku Tindastólsmenn leikinn í sínar hendur og sigmðu örugglega. Ingi Þór þótti leika best og var hann jafnframt stigahæstur skor- aði 27 stig og Pétur Vopni Sigurðsson gerði 20. Tindastóll hafði algjöra yfirburði í leiknum gegn Breiðabliki og em strákamir í 10. flokki komnir í 8-liða úrsli. Arnar Kárason var stigahæstur í liði Tindastóls, skoraði 26 stig, Jón Brynjar Sigmundsson gerði 22 og Óli Barðdal 16. í kvöld eru væntanlegir til Sauðárkróks Einar Gylfi Jónsson forstjóri Unglinga- heimilis ríkisins og Arnar Jensson lögreglufulltrúi. Munu þeir gangast fyrir fundum í bænum um áfengisvandann, vímuefna- málin og uppalendahlut- verkið með nemendum skól- anna og foreldrum. í kvöld halda þeir Einar Gylfi og Amar almennan fund með Foreldra- og starfsmanna- félagi Gagnfræðaskólans. Þar verða einnig kynntar niður- stundamálum unglinga í 8.-10. bekk sem félagsmálaráð bæjar- ins stóð fyrir og Matthías Viktorsson félagsmálastjóri gerði. Verður könnuninni gerð skil í næsta Feyki. Á morgun munu síðan erindrekarnir funda með skólanemendum, starfsmönnum skólanna, félags- málaráði, áfengisvarnarnefnd, íþróttaráði, starfsmönnum heilsu- gæslu, sóknarpresti og lög- reglu. Einnig er Ungmenna- félaginu Tindastóli og skáta- félaginu Eilífsbúum boðið að senda fulltrúa. Sauðkrækingar! Kveikt verður á norska vinabæjar- jólatrénu á Kirkjutorgi 7 n.k. laugardag kl. 17 ó' Jólasveinar koma í heimsókn Jólablað Feykis kemur út 16. desember Þeir sem hafa hug á að koma efni í blaðið, jólakveðjum eða auglýsingum, er bent á að skilafrestur er til miðvikudagsins 9. des.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.