Feykir


Feykir - 02.12.1992, Side 4

Feykir - 02.12.1992, Side 4
4FEYKIR 42/1992 „Það var makalaust hvað Perla gat umborið mig" Rætt við Lindu Hlín fóstru sem er sögupersóna í sann- sögulegri bók um litla stúlku og hest sem er nýkomin út Þessa dagana er að koma út barnabók er geymir sannsögulega frásögn af vinskap og sambandi lítillar stúlku og hests. Perla heitir bókin og undirtitill er, draumur um hest. Svo skemmtilega vill til að bæði stúlkan og hesturinn sem bókin fjallar um eru búsett á svæði Feykis. Linda Hlín Sigurbjömsdóttir fóstra á Sauóárkróki er nú orðin fulloróin kona og hryssan hennar Perla er líka oróin fullorðin og gengur í högum tengdaforeldra Lindu í Lyngholti í Skarðshreppi. Það er Sigrún Björgvinsdóttir móöir Lindu, fréttaritari og feröaþjónustubóndi í Hamragerði í Eiöaþinghá, sem skrifar bókina. Frjósemi og langlífi Á sjö ömmur og fjóra afa Það er gott að eiga afa og ömmu og sumir eru svo ríkir að eiga tvær ömmur og jafnvel langömmu líka. En hitt mun vera fátíðara að eiga sjö ömmur og fjóra afa á lífi. Af þessu getur hún Bryndís Eva Garðarsdóttir státað, en hún fæddist þann 4. ágúst í sumar. Hún á tvær ömmur, fjórar langömmur og eina langalangömmu eöa sjö ömmur alls. Þá á hún tvo afa og tvo langafa á lífi. Foreldarar Bryndísar Evu eru Sólveig Rut Ragnars- dóttir frá Noróurhaga í A.-Hún. og sambýlismaóur hennar Garöar Rafn Kristjánsson á Þingeyri vió Dýrafjörð. A myndinni eru fimm ættliðir í beinan kvenlegg Bryndísar Evu: móóir hennar Sólveig Rut Ragnarsdóttir, amman Sonja G. Wium, Iangamman Sonja S. Wium og langalangamman Sína D. Wium, sem nú er 79 ára. Linda og Perla á heiinaslóöum austur á Héraði. Það eru fjögur ár síðan Linda Hlín flutti í Skagafjörð til manns síns Jón Svavars- sonar. „Ég kann alltaf betur og betur við mig hérna. Fyrsta árið var ég reyndar mikið með merunum mínum tveim. Þegar ég svo fór að gefa mig meira að fólki, komst ég að því að ég þekkti varla neinn fyrir utan fjölskylduna og fór að bæta úr því. Nú þckki ég orðið marga og veit að Skagfirðingar eru hið besta fólk. Annars varð ég hálfpartinn fyrir áfalli þegar ég kom hingað fyrst. Mér fannst allt svo berangurslegt í saman- burði við heimahagana, Egils- staðaskóginn og Hallorms- staðaskóginn. Það er líka ekki eins mikill vöxtur í gróðri hér og fyrir austan. Fjallahring- urinn er víður hér eins og heima og svo finnst mér ég ekki finna svo mikið fyrir sjónum, þótt Krókurinn sé við sjávarsíðuna. Þetta finnst mér kostur. En það voru óneitan- lega talsverð viðbrigði að flytja hingað frá öllum sínum nán- ustu fyrir austan“. Linda ólst upp á Eiðum, en foreldrar hennar störfuðu báðir við skólann. „Það var einn mikill hestamaður sem kenndi við skólann og pabbi var líka með nokkra hesta, bæði á Eiðum og svo í Hamragerði sem þá var sumardvalarheimili okkar. Ég varð strax ákaflega hrifinn af hestunum og var mikið að snúast kringum þá. Mömmu var nú ekkert vel við það, var sjálfsagt hrædd um að þeir gætu skaðað mig. Ógleymanlegur dagur Það var svo á sjöunda afmælisdegi mínum þegar við fórum upp í Hamragerði. Þetta var að hausti til og þessi dagur er mér ákaflega minnisstæður. Mamma sagði að við skyldum labba niður í hestagirðingu. Þar náði hún í Perlu sem þá var einungis veturgömul. Ég hafði bundið kaðalspotta um hálsinn á henni svo ég gæti teymt hana. Mamma greip um spottann og sagði, gjörðu svo vel. Ég áttaði mig ekki alveg strax, hélt hún væri að gefa mér spottann, en þá sagði mamma, „það hangir nú svolítið í honurn". Ég gleymi aldrei þeirri tilfinningu þegar ég vafði örmum utan um hálsinn á Perlu og hékk þar hágrátandi. Ég var svo hamingjusöm. Þarna hafði langþráður draumur ræst, að eignast hest. Perla var besta vinkona mín þegar ég var lítil, enda var lítið um stelpur á mínu reki á Eiðum. Það myndaðist sterkt samband á milli okkar og það var ótrúlegt hvað hún umbar mig, þegar ég var kiifrandi á bakinu á henni þar sem hún lá. En það var skrýtið að ekki var við það komandi að ég mætti leggjast hjá henni, þá stóð hún á fætur og gekk í burtu. Síðan var ég svo óþolinmóð að bíóa eftir að Pcrla yrði reiðfær, að ég var farin að ríða á henni tveggja vetra. Þær voru margar ferðirnar sem við fórum milli Eióa og Hamragerðis, 10 kílómetra lcið, og allar gengu þær eins og í sögu. Margir hestamcnn halda því fram að ef farið er að nota hesta of snemma geti þeir glatað sínum eiginleikum, en það virtist ekki gerast með Perlu. Við vorum t.d. mjög vinsælar í smalamennsku, enda Perla mjög fljót og lipur á fæti. Ef ég gat ekki komið í smalamennskuna var sóst eftir að fá Perlu lánaða. Vildi giftast mér út á Perlu Einu sinni fór ég á reiðnámskeið með Perlu, og þar var leiðbeinandi hinn kunni hestamaður Reynir Aðalsteinsson. Það var sama hvernig ég reyndi að koma henni á töltið aö það gekk engan veginn. Reynir tók þá við Pcrlu, og ég gat ekki varist brosi, þegar hann lagði á hana nýjan hnakk og beisli. Þeir eru svo sérvitrir þessir hestamenn margir. Síðan riðu þau burtu frá gerðinu og hurfu þarna á bak við hól. Þegar þau síðan birtust aftur var Perla komin á þetta fljótandi tölt, og ég hafði aldrei séð hana svona reista og fallega þar sem hún lyfti framfótunum hátt. Karlar sem fylgdust með urðu alveg grænir af öfund, og Reyni fannst ákaflega mikið til Perlu koma. Það fór mikið í taug- arnar á mér að hann var alltaf að stríða mér á því að hann vildi endilega giftast mér, því þá fengi hann Perlu í leiðinni”. Hcfurðu farið á bak Perlu nýlega? „Eg fór þrisvar sinnum á bak í sumar. Mér fannst hún ekkert hafa breyst. Afram vildi hún og áfram skyldi hún. Sami gamli mctnaðurinn að vera á undan öðrum". Hefur þú sjálf gaman að lcsa söguna um ykkur Perlu? „Já mjög. Það rifjast ýmislegt upp fyrir mér pg hlutirnir cru svo ljóslifandi. Ég gct ekki gert að því að ég tárast í hvert skipti sem ég lít í bókina” sagði Linda Hlín. Trúlega er hér á ferðinni skemmtileg bók fyrir börn og kannski fullorðna líka, scrstaklega með tilliti til þess hve hcstaíþróttin er vinsæl og almenn. Linda Hlín Sigurbjörnsdóttir fóstra.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.