Feykir


Feykir - 02.12.1992, Blaðsíða 6

Feykir - 02.12.1992, Blaðsíða 6
6FEYKIR 42/1992 hagyrðingaþáttur 131 Heilir og sælir lesendur góöir. Vísa Rúnars Kristjánssonar um Kára í Garði komst ekki rétt til skila í síðasta þætti, þriðja hendingin á að vera þannig: kynnir sig með kláran haus. Fyrir nokkru var sagt frá því í Feyki að orðahnippingar hefðu orðið með mönnum í Blöndudal. Um þau tíðindi yrkir Rúnar svo. Landi sínu veitir vörn vel í geði ríkur. Enda þykir yngri Björn oft þeim gamla líkur. Eftir orðanna hljóðan munu skilaboðin hafa verið á þessa leið. Heyrðu Gvendur Hagalín hertu tök á stýri. Boðskap sendir beint til þín Björn á Löngumýri. Efmenn loka á eftir sér ekki framar hliðum, lífs á vegi verður þér varla heitið griðum. Á þessu sést að í óefni er komið og Rúnar bætir við. Gildir nú að gœta sín, grið ei bjóðast lengur, en ég vil hlífa Hagalín, hann er góður drengur. I3. nóvember sl. var haldinn aðalfundur félags hrossabænda. Ein af þcim tillögum sem lagðar voru fram á umræddum fundi, var á þá leið, að samþykkt yrði að beina þeim eindregnu tilmælum til stjórnar Gunnarsholtsbúsins á Rangárvöllum að selja hið fyrsta hrossastóð búsins. i greinargerð með tillögunni kom meðal annars fram að Landgræðsla ríkisins hefði margoft bent á þá staðreynd að hross í landinu séu nú allt of mörg og varla í anda þeirra samtaka að fjölga nú hrossum stórlega í beinni samkeppni við bændur. Einn af aðalfundarfulltrúunum Sigurður Hansen bóndi í Kringlumýri í Skagafirði, hlustaði með athygli á þessar umræður og lagði svo þetta til málanna. Landgræðslan hún var í vanda vildi gagnast landi og þjóð. Fann það ráð í rœktun sanda að reka á þá merarstóð. Á fundi þar sem dagskrárliðurinn önnur mál virtist ekki vekja áhuga fundarmanna, orti Sigurður Hansen þessa vísu. Líklega vantar litla skál lífsblóminu að svala, því undir liðnum önnur mál enginn þarfað tala. Einhverju sinni á samkomu í Varmahlíð lagði skagfirskur bóndi, sem ábyggilega eins og fleiri dáðist að hagmælsku Sigurðar, hart að honurn að yrkja um sig skammarvísu. Vildi Sigurður til að byrja með lítið gera úr þeirri málaleitan, cn þegar bóndi ítrekaði enn ósk sína, er mælt að Sigurður hafi hallað sér að konu bónda og haft yfir eftirfarandi vísu. Hann á ekki samleið með sauðum, því sauðirnir iðka ekki prett. Hann gengi af djöflinum dauðum, efdrœgust þeir saman í rétt. Eitt sinn á þingi hestamanna hélt Kristinn Hugason ráóunautur mikla tölu. Einn af þeim sem á hlýddu var Jón Sigurðsson bóndi í Skollagróf. Eftir að lestrinum lauk gerði Jón þessa vísu. Magnað gerist mála þóf, mjög áfennir Ijóra. Hann af kappi hund upp gróf, hafði reku stóra. Einn af góðum kunningjum Jóns, sem starfaði vió blaðamennsku, tók sig eitt sinn til og fór í afvötnun. Ekki virðist Jón hafa verið sterktrúaður á árangur þeirrar vistar, eftir þessari vísu hans að dæma. Að honum streyma ölveitur, illa trúi ég þorni. Bráðum aftur bláleitur blaðakappinn forni. Maður að nafni Jens Einarsson var eitt sinn ritstjóri tímaritsins Hesturinn okkar. Heldur seig á ógæfuhliðina í þeim rekstri undir það síðasta og hefur það kannski orðið Jóni tilefni að þessari vísu. Upp er spunnið félagsfát, flest má reyna að þróa. I aulaskapnum einn á bát œtti Jens að róa. Harkalcga hefur blásið víða um land, þegar þessi þáttur er í smíðum. Gott er þá að komast að svipaðri niðurstöðu og Björn Daníelsson gerir í eftirfarandi vísum. Ef tíð er grá og heilla treg með hóp affláum draugum, lýsa þá um langan veg Ijós úr bláum augum. Þótt sölni grösin grœnfrá vori, glói hrím á blaði og steinum, gróðurilm úr gengnu spori geymum við í hugans leynum. Þrátt fyrir að norðan hríðar séu oft slæmar, geta illviðri komið úr fleiri áttum. Kristján Stefánsson frá Gilhaga yrkir svo. Veit ég tíðum veðra styrk vetur bíður kunnan. Kjörin víða köld og myrk komin hríð á sunnan. Þá verður ckki mikið lengra kornist að þessu sinni. Gott er að leita til Jónasar Tryggvasonar frá Finnstungu með lokavísuna. Fannst mér stundum fátt um skjól fjarri Lundi grónum. Þegar grundin fegurð fól fyrsta undir snjónum. Bið ykkur þar mcð að vera sæl að sinni. Guómundur Valtýsson Eiríksstöðum - 541 Blönduósi Góð frammistaða kvennaliðsins í 1. deild Keflvíkingar reyndust ofjarlar Tindastóls Tindastólsstúlkurnar héldu suður á bóginn um helgina og léku tvo leiki, sigruðu Njarð- víkinga cn urðu að sætta sig við tap fyrir KR. Tindastóll er mjög náiægt 50% árangri í deildinni sem hlýtur að teljast mjög gott hjá nýliðum, liðið hefur unnið fjóra lciki og tapað fímm. Tindastólsliðió var sterkari aðilinn allan leikinn í Njarðvík og var sigurinn aldrei í hættu. Loka- tölur urðu 64:32. Bima Valgarðs- dóttir var atkvæðamest hjá Tinda- stóli, skoraði 24 stig, Kristín Elva Magnúsdóttir kom næst með 13 og Kristjana Jónasdóttirgerði 12. Mikil barátta einkenndi leik KR og Tindastóls. KR-ingar höfðu yfirleitt framkvæðið, en um miðjan fyrri hálfleik tókst Tinda- stólsstúlkum að jafna. Það reynd- ist þó skammgóður vermir og KR- stúlkur sigldu fram úr á ný og staðan í leikhléi var 23:18.1 seinni hálfleiknum kom síðan mciri breidd KR-ingum til góða og þrátt fyrir góóa viðleitni tókst Tinda- stóli ekki að ógna veldi Vestur- bæinga. Lokatölur urðu 54:41. Kristín Elva Magnúsdóttir fór fyrir Tindastóli í þessum leik, skoraói 14 stig, ValgerðurErlings- dóttir gerði 8 og Bima Valgarðs- dóttir og Inga Dóra Magnúsdóttir 6 hvor. Forráóamenn Tindastólsliðsins voru mjög óhressir með dóm- gæsluna í báðum þessum leikjum. Til dæmis viðgekkst það í Njarð- víkunum að sparkað var í Tinda- stólsstúlku liggjandi á vellinum, og þrátt fyrir að þetta gerðist beint fyrir framan nefið á dómaranum sá hann ekki ástæðu til að dæma brottrekstrarvíti. Að mati Tinda- stólsmanna mætti virðing dómara fyrir kvennaboltanum vera meiri. Ekki tókst Tindastólsmönnum að fylgja eftir góðum sigri sínum á Grindvíkingum í Bikarnum á dögunum, þegar Islands- meistarar Keflavíkur komu í heimsókn í gærkvöldi. Eftir jafnan og spennandi fyrri hálf- leik keyrðu Kefívíkingar upp hraðann í þeim seinni, léku mjög góðan körfubolta og 16 stiga munur sem gestirnir náðu upp úr miðjum hálfleiknum, reyndist of stór biti fyrir Tinda- stól. Lokatölur urðu 114:97 fyrir Keflavík. I>etta var áttundi tapleikur Tindastóls í dcildinni í vetur. Liðið hefur ekki náð að sigra í fjórum síðustu leikjum, er einungis með átta stig og hefur sigið niður töfluna undanfarið. Leikurinn byrjaði strax fjörlega og fyrri hálfleikur var mjög hraður, skemmtilegur og vel lcik- inn af báðum liðum. Liðin skiptust á að hafa forastuna þegar ekki var jafnt, og það var ekki fyrr en undir lok hálfleiksins sem Keflvíkingar náðu sjö stiga forskoti, cr Tinda- stóli tókst síðan að minnka niður í tvö stig fyrir leikhlé, 51:53. Gestirnir juku síðan fljótlcga muninn í seinni hálfíeiknum og bættu í hraóann. Tindastóll virtist ekki mega viö þessari harðabreyt- ingu og var leikur liðsins ekki líkt því eins agaður í seinni hálfleikn- um og þeim fyrri. I seinni hálfleik mátti sjá tölur eins og 57:64, 59:68, 66:72, 70:81,69:85, 73:89, 77:93, 80:95, 87:97, 87:102 og lokatölur urðu 97:114. Það var einkum kafíi um miðjan hálfíeik- inn sem gerði útslagið í leiknum, en þá skoruðu Keflvíkingar grimmt í mjög hröóum leik, meðan Tindastólsmenn gerðu hver mistökin á fætur öðrum. Að auki virtust langskyttur Kefívíkinga geta skorað þegar þá lysti, til að mynda var Jón Kr. iðinn við kolann í seinni hálfleiknum, skoraði þá fjórar þriggja stiga körfur. Það kom í ljós í gærkveldi hversu gífurlega sterkt Keflavíkur- liðið er, ekkert lið má við svo slökum leikkafla gegn þcim eins og Tindastóll. Tindastólsliðið lék vel í fyrri hálfíeiknum, en geröi sig seka um of mörg mistök í seinni hálfleiknum. Valur og Chris voru bestu menn liðsins, og Páll, Haraldur og Ingi Þór áttu einnig þokkalegan leik. Chris Moore skoraöi 29 stig fyrir Tindastól, Valur 28, Páll 12, Haraldur 10, Ingi Þór 9, Pétur Vopni 5, og þeir Björgvin og Hinrik 2 hvor. Nökkvi skoraði 26 stig fyrir ÍBK, Jón Kr. 23, Kristinn 21 ogGuójón 19. Tindastólsmenn þyrstir nú ábyggilega eftir sigri. Þeir fá tækifæri til að bæta stöó- una í leik gegn Breiðabliki í Kópavogi á föstudagskvöldið. Næstkomandi þriðjudagskvöld koma Haukar síóan í heimsókn í Síkið. JOLATILBOÐ í HÁTÚNI í 10 DAQAl 20% Afsláttur af gjafavörum, matar- og kaffistellum og glervörum Afsláttur af BOSCH io% heimilistœkjum • Sannkallaður HARÐARbónus HATIIN Sæmundargötu 7 Sími 35420

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.