Feykir


Feykir - 02.12.1992, Síða 8

Feykir - 02.12.1992, Síða 8
2. desember 1992, 42. tölublað 12. árgangur STERKUR AUGLÝSINGAMIÐILL! Einkareikningur •framtíöará vísun á góöa ávöxtun, ódýran yfirdrátt og víötæka viðskiptaþjónustu! COCOCO M Landsbanki OllTII MÁ íslands Banki allra landsmanna Pv / í ' J) ( /r”:W Ak 1 .v JfuEmli díMjá M WL ,/in0r' ■ Kirkjukór Sauðárkróks 50 ára Þess var minnst um helgina að 50 ár eru liðin frá stofnun Kirkjukórs Sauðárkróks. Á laugardagskvöld stóð kórinn fyrir hátíðartónleikum í kirkjunni og á sunnudag var haldinn afmælisfagnaður í félagsheimilinu Bifröst, þar sem mættir voru fjölmargir fyrri kórfélagar og gestir. Á hátíðartónleikunum í kirkjunni á laugardagskvöld voru aðallega flutt lög eftir skagfirsku tónskáldin: Eyþór Stefánsson, Jón Bjömsson og Pétur Sigurðsson. Með kórn- um sungu þau Jóhann Már Jóhannsson og Ingveldur Hjaltested, bæði einsöng og dúett. Því miður var aðsókn að tónleikunum heldur dræm, þar sem aðeins hlýddu um 60 manns á sönginn. I afmælisfagnaðinum á sunnudag söng kirkjukórinn og fyrrverandi formaður kórsins, Björgvin Jónsson flutti ávarp, þar sem hann gerði grein fyrir starfsemi kórsins og hlutvérki hans í safnaðar- og menningarlífi í bænum í tímans rás. Núverandi formaður Kirkju- kórs Sauðárkróks er Mínerva Bjömsdóttir. Viðgerðir á þaki og vegghleðslum gamla bæjarins í Glaumbæ Síðustu vikur hefur verið unnið að talsverðum endur- bótum við byggðasafn Skag- firðinga í Glaumbæ. Um er að ræða viðgerð á vegg- hleðslu og þökum á einum fjórum húsum og tveimur húsasundum. í torfbænum í Glaumbæ eru alls 16 hús. Þau þurfa að sjálfsögðu sitt viðhald einkum vilja torf- veggirnir í sundunum skemm- ast af vatni. Síðan Sigríður Sigurðardóttir safnvörður tók við safninu árið 1987 hefur flest haust verið unnið að viðgerðum á húsakynnum safnsins. Eins og nærri má geta var orðið lítið um menn sem kunnu torf- hleðslu í héraðinu. Um tíma varð að fá menn austan af Héraöi og vestan af Barða- strönd til að fást við torf- hleðsluna. Nú hafa tveir ungir Skagfiróingar þeir Helgi Sigurðs- son og Friðrik Steinsson náð góðum tökum á bæði torf- og grjóthleðslu og fleiri hafa sýnt þessum vinnubrögðum áhuga. Þannig lítur út fyrir að ekki þurfi lengur að leita út úr héraðinu eftir mönnum til að sinna handverki sem var algengasti byggingarmátinn fyrir nokkrum áratugum. Byggðasafn Skagfirðinga er opið almenningi til sýnis rúmlcga þrjá mánuði á ári. Það hefur sífellt laðað til sín fleiri og fleiri ferðamenn, flestir hafa þeir orðið liðlega 18 þús. sumarið 1991. Safninu bætast sífellt fleiri gripir til varð- veislu, þcir eru nú 1447 talsins. Ö.Þ. Læknaritari skýtur mink „Eg var nýkominn heim seint um kvöld, fannst hitinn ^óbærilegur í húsinu og ákvað að hafa útidyra- hurðina opna smá stund. Skömmu síðar þegar ég leit til dyranna fannst mér eins og væri kominn skór á þröskuldinn og fannst það undarlegt, svo sé ég að þetta hreyfist og leist ekki orðið á blikuna“, sagði Gísli Sigurðsson frjálsíþrótta- kappi og læknaritari en í síðustu viku skaut hann mink við heimili sitt á Króknum eftir nokkurn eltingaleik. „Hann kemur síóan inn á mottuna í forstofunni og ætlar sér greinilega inn. Eg hvæsti á móti honum og minksi sá þá sitt óvænna og hopaði út úr húsinu. I skyndingu náði ég mér í byssu og skotfæri og ætlaði aó sjá hvað verða vildi fyrir utan. Minkurinn fór ekki lengra en út á planið fyrir framan bílskúrinn, sem er upphitað, og virtist forðast að fara út í snjóinn. Það var smá eltingaleikur á planinu, hann faldi sig undir bílnum í nokkur skipti og ég rak hann jafnharðan þaðan. Þegar hér var komið var veiðieðlið komið svo upp í mér að þegar ég náði að hrekja hann að útjaðri plansins hlammaði ég á hann einu. Eg áttaði mig eiginlega ekki fyrr en hvellurinn hljómaði, hvað ég hafði eiginlega gert og klukkan rétt um miðnætti. Nágrannarnir uróu samt einskis varir”, sagði Gísli en hann býr í raðhúsi í Raftahlíðinni. Gísli heldur að hér hafi verið á ferðinni búrminkur. Er greinilegt að varasamt getur reynst að hafa útdyr og bíl- skúrshurðir opnar. Gísli sagðist í fyrravetur t.d. hafa séð greinilega slóð eftir mink hringinn í kringum sjúkra- húsið, þann hafi greinilega langað til að komast inn í ylinn. Endurbætur á Hegranesi í haust: Tíma- og kostnaðaráætlanir stóðust fullkomlega Nýlega átti sér stað mikil viðgerð á Hegranesi, togara Skagfirðings. Viðgerðin fór fram í Stálsmiðjunni í Reykjavík og tók fimm vikur. Forráðamenn Skag- firðings eru mjög ánægðir með hvernig til tókst og segja samskipti sín við Stálsmiðju- menn með ágætum, þar sem tíma- og kostnaðaráætlanir stóðust algjörlega. Megin- hluti viðgerðanna fólst í lagfæringum á stefni, skut og skrúfu skipsins, togkerfi var bætt, komið fyrir nýrri fiskilúgu o.fl. „Mér finnst sjálfsagt að geta þess sem vel er gert, því oft heyrast þær raddir að íslenskur skipasmíðaiðnaður standist ekki samkeppni við erlendan”, segir Gísli Svan Einarsson útgerðarstjóri hjá Skagfirðingi. Gísli tók fram að þrátt fyrir að stór hluti við- gerða Hegraness hefði farið fram syðra, væri reynt aó nýta starfskrafta iðnaóarmanna hér hcima eins og frekast væri kostur. I framhaldinu má einnig geta þess, að um þessar mundir er unnið að véla- skiptum í frystiskipinu Sigl- firðingi. Hér er um mikið verk aó ræða og er þaó aó mestu unnið af heimamönnum, en mcðal þcirra sem starfað hafa með þeim að endurbótunum á Siglfirðingi eru þrír starfs- menn Vélsmiðju Sauðárkróks. Það er Vélsmiðja Jóns og Erlings sem hefur yfirumsjón með verkinu. GÆÐAFRAMK0LLUN BÓKAEtE) BRYWARS

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.