Feykir


Feykir - 22.12.1992, Qupperneq 1

Feykir - 22.12.1992, Qupperneq 1
rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU1 SAUÐÁRKRÓKI ígulkerin: Vinnsla hefst eftir áramót Vel lítur út með ígulkerja- veiðar eftir áramótin. Mörg svæði hafa fundist á Skaga- firði þar sem ígulker eru með mjög góðri hrognafyllingu, allt að 18%, en 13% fylling er talin þurfa til framleiðslu á fyrsta flokks vöru. Að sögn Gísla Halldórs- sonar hjá Slátursamlagi Skag- firðinga, eins aðstandcnda IS- X hlutafélagsins sem stofnað hefur verið til vinnslu ígul- kerjahrognanna, standa góðar vonir til þess að hægt verði að hefja vinnslu í aðstöðunni sem sköpuð heíur verið í Skjald- arhúsinu fljótlega upp úr ára- mótum, og hugsanlega mundi það veita 15-20 manns vinnu. „Þetta fer mikið eftir vcðri og gæftum. Við gerum ráð fyrir að strax og vinnsla hefjist komi hingað aðilar frá kaupandanum í Japan til að leiðbeina okkur með vinnsl- una. Þegar þetta síðan er komið af stað þurfum við væntanlega annan bát til veiðanna“, segir Gísli. Togararnir Allir þrír togarar Skag- firðings verða á veiðum yfir jól og áramót, en þeir eiga allir söludaga erlendis í upphafi árs. Skafti selur bolfisk í Hull 5. janúar, Skag- firðingur karfa í Bremer- hafen 11. janúar og Hegra- nesið selur á sama stað daginn eftir. Reynslan hefur sýnt að verð á mörkuðunum eru mjög góð fyrstu tvær vikur ársins, hafa stundum rokið upp um 50-70 krónur. Nýi Arnar er mjög glæsilegt skip. Hér er hann nýsjósettur hjá Mjellem og Karlsen skipasmíðastöðinni. Mynd/Fiskifréttir. Nýi Arnar kemur til heimahafnar á morgun Á morgun, Þorláksdag 23. desember, um kl. 14 leggst að bryggju á Skagaströnd í fyrsta sinn nýr Arnar HU-1. Þessum nýja frystitogara Skagstrendings hefur sóst ferðin vel hingað til lands, en eiginkonur flestallra áhafnarmeðlima sem og stjórnarmanna og stjórn- enda Skagstrendings eru með í för. Skipið var vígt í skipalægi skipasmíðastöðv- ar Mjellem og Karlsen sl. föstudag, og voru helstu framámenn á Skagaströnd viðstaddir þá athöfn. Nýi Amar er 66 metrar að lengd, 14 metra breiður og er knúinn 4.080 hestafla Wartsila á veiðum yfir hátíðar Það var á grundvelli þcssa sem forráðamenn Skagfirðings ákváðu að sækjast cftir sölu- dögum í upphafi árs, og cinnig til að bæta upp þann aflabrest scm útgerðin hefur orðið fyrir á þessu ári. Veiðin er 20-30 % rninni á úthaldsdag í ár en hún var á síðasta ári. Það er langt síðan það hefur gerst að togaramir frá Króknum séu á veiðum yfir hátíðarnar. „Við höfum verið að fikra okkur frarnar, Hcgranesi fór t.d. út annan janúar á síðasta ári. Það var líka alltaf vitað að Skagfirðingur yrói á veiðum yfir hátíðarnar, mönnum var gert grein fyrir því við ráðn- ingu. Annars hefur skipunum gengió þokkalega að veiða undanfarna daga, þrátt fyrir leiðindar tíð hafa þau getað athafnað sig fyrir austan land þar sem þau eru á veiðum”, sagði Gísli Svan útgerðarstjóri hjá Skagfirðingi. aðalvél. Skipið er búið sjálf- virkum frystitækjum og er frystigetan 47,5 tonn á sólar- hring og frystilestin er 975 rúmmetrar að stærð. Til gamans má geta þess að norska skipasmíðastöðin smíðaði síðast skip fyrir íslendinga árið 1905 og var það farþegaskipið Ingólfur. Eins og kunnugt er verður garnli Arnar HU-1 úreltur í stað þess nýja, svo og Sól- bakur EA. Væntanlega verður mikið um dýrðir á Skaga- strönd á morgun við komu nýja skipsins, þrátt fyrir að skiptar skoðanir hafi verið í bænum um útgerðarstefnu Skagstrendings. Eldingar í Fljótum Um tíuleytið á miövikudags- morgun síðasta sáu Fljóta- menn að snögglega sló bláma á norðurhimininn samhliða því að miklar drunur heyrð- ust í lofti. Hross ókyrrðust mjög, enda þrumuveður mjög fátíð á þessum tíma árs og í Fljótum reyndar sjaldgæf að staðaldri, en þennan morgun varð í þrí- gang vart við þrumgang í lofti, og einu sinni sáust eldingarnar mjög greinilega. Samkvæmt upplýsingum veðurstofunnar er helst að eld- ingaveður geri aó vetrarlagi þegar vcðrabrigði eru, og þá sérstaklega þegar óveður er að ganga niður, eins og tilfellið var í Fljótunum fyrir viku. Þrumuveður þetta styrkir þann grun manna að gamla Gautastaðahúsið í Stíflu hafi brunnið af völdum eldingar í lok sumarmálahretsins í hitteð- fyrra, en húsið var brunarústir einar eftir vcðrið. —KTen£ÍH h|DI— Aðalgötu 24 Sauðárkróki ALMENN RAFVERKTAKAÞJÓNUSTA FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA BÍLA- OG SKIPARAFMAGN VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA SÍMI: 95-35519 • BÍLASÍMI: 985-31419 • FAX: 95-36019 mt bílaverkstæði sími: 95-35141 Sæmundargata tb 550 Sauðárkrókur Fax: 36140 Bílaviðgerðir • Hjólbarðaverkstæði RÉTTINGAR • SPRAUTUN

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.