Feykir - 22.12.1992, Side 5
45/1992 FEYKIR5
Norðlendingar beittu sér ekki síst
fyrir stofnun landssambandsins
Samantekt Sigurðar Jónssonar
vegna 60 ára afmælis
Landssambands Iðnaðarmanna
Um þessar mundir eru liðin
60 ár frá stofnun Landssam-
bands iónaðarmanna. Er
þéttbýli fór að myndast
umhverfíó landið fóru hand-
verksmenn í iónaói að huga
aó stofnun samtaka, en
samvinna og samstarf iðn-
aóarmanna hafói lengi verió
til staöar í nágrannalöndum
okkar. Hér var hinsvegar
bændasamfélagió svo lengi
rótgróió og ríkjandi og iön-
staifsemi fremur lítil. Lands-
samband iónaöarmanna hefur
fært út kvíamar seinni árin.
I marslok 1990 opnaói sam-
bandið svæðisskrifstofu
iðnaóarins á Akureyri, fyrir
þjónustusvæóið frá Hrúta-
firói aö Langanesi. Skrif-
stofunni veitir forstöóu Skag-
firóingurinn Siguróur Jóns-
son framkvæmdastjóri Meist-
arafélags byggingarmanna á
Noróurlandi. Siguróur tók
saman fyrir blaöió nokkra
punkta varóandi þessi tíma-
mót í sögu samtaka ión-
aóarmanna í landinu.
Viö stofnun iönaðarmanna-
félaga var fyrst farið að huga að
menntun iðnaðarmanna, og komið
á sérstökum skólum fyrir iðnaðar-
menn, fyrst í sunnudagsskóla-
formi þar sem kenndar voru
undirstöðugreinar, lestur, skrift og
reikningur. Arið 1904 var komið á
föstum iðnskóla í Reykjavík og
reist hús yfir hann.
Þetta sama ár voru stofnuð
iðnaðarmannafélög á Sauðárkróki
og Akureyri. Strax á stofnári
félagsins á Sauöárkróki, kom bréf
þaðan til félagsins í Reykjavík,
þar sem hvatt var til aukinnar
samvinnu og samstarfs iðnfélaga
og iðnaðarmanna í landinu. Þrátt
fyrir þennan bersýnilega áhuga
Sauðkrækinga, entust félaginu
ekki langir lífdagar og dó það
drottni sínum, þangað til það var
endurvakið á miðju sumri 1942 og
er því nýorðið 50 ára. Að sögu
þessa félags verður vikið síðar.
Bréfið að norðan
Annað bréf sem Norðlendingar
sendu suður bar meiri ávöxt. Það
var 1932 sem formaður iðnaðar-
mannafélagsins á Akureyri, Svein-
bjöm Jónsson, ritaði bréf til félaga
sinna í Reykjavík og lagði bein-
línis til aó heildarsamtök iðnaðar-
mannafélaga í landinu yrðu
stofnuð, yrði hlutverk þess aó
standa vörð um helstu hagsmuna-
mál iðnaðarmanna í landinu „Er
ekki rétt að auka og efla samvinnu
rnanna", spurði Sveinbjörn, en
bréfið hefur ætíð verið kallað
„bréfið að norðan“. Fyrsta iðn-
Sigurður Jónsson (Siggi Nonna í Nesi) framkvæmdastjóri
Meistarafélags byggingarmanna á Norðurlandi.
þingið var haldið 18. júní þetta
sama ár og landssambandið stofnað
á þinginu. Fyrsti formaður þess
var Helgi Hermann Eiríksson.
Stofnfélög voru iðnaðarmanna-
félögin í Reykjavík, Hafnarfirði,
Vestmannaeyjum, Akureyri og
Siglufirði.
Iónþing voru haldin á eins og
tveggja ára fresti. I dag eru þau
haldin annað hvert ár. 1962 var
iðnþing haldið á Sauðárkróki. Þar
var meðal gesta Bjami Benedikts-
son forsætisráðherra og til að lyfta
sér upp frá þingstörfunum bmgðu
þingfulltrúar sér m.a. út í Drangey.
Undir stjórn Haraldar Sumar-
liðasonar forseta Landssam-
bandsins, hefur sambandið skoðað
þá möguleika sem felast í aðild að
EES. Þátttaka í því mun að áliti
stjómar sambandsins færa íslensk-
um iðnaði aukið frjálsræði á
flestum sviðum. Landssamband
iðnaðarmanna vill á þessum 60
ára tímamótum hvetja til viðhorfs-
breytinga í íslenskum iðnaði, og
iðnaðarmenn taki höndum saman
við alla þá sem vilja hefja nýja
sókn, nýja iðnbyltingu.
Verkspekin kemst ekki að
í skólakerfinu
Samt verða forsvarsmenn
iðnaðar að vera á varðbergi
gagnvart samningum um EES og
lagabreytingum þeim samfara.
Búast má við að íslenskum iðn-
aðarlögum veriö breytt og upp
komi umræða innan EES að
afnema beri lög um lögverndun
starfsréttinda sem meisturum, svein-
um og nemum eru tryggð í dag.
„Bókspekin drottnar í skóla-
kerfinu, verkspekin kemst ekki
þar að“, segir dr. Páll Skúlason í
grein um menningu og iðnað í
afmælisriti Tímarits iðnaðar-
manna. Páll segir löngu tímabært
aó auka veg verkvits og siðvits og
bylta skólakerfinu í því skyni.
„Hversvegna gengur okkur
svona illa að festa almennan iðnað
niður sem sjálfstætt vægi á borð
við landbúnað og sjávarútveg.
Lítið en skýrt dæmi um afstöóu
landsmanna til iðnaðar er sú
skoðun að með fiskiðnaði sé verið
að rýra gildi fisksins: hráefnið sé
dýrmætara en iðnaðarafurðin,
fiskrétturinn. Þá er dæmi um
kæruleysislega afstöðu íslendinga
til iðnaðar að þeir skuli leyfa sér
að tala um „ferðamannaiðnað“. I>að
er tómt mál aó tala um menningu
yfirleitt nema fólk hafi Iært að bera
virðingu fyrir góðu handverki sem
og hugverki", segirPáll Skúlason.
Samtök iðnaðarins
Eftir 60 ára starf er lands-
sambandið nú í viðræðum við
Félag íslenskra iðnrekenda, Félag
íslenska prentiðnaðarins og Verk-
takasambandi Islands um að leita
leiða til þess aó samhæfa krafta
þessara samtaka, og ella áhrif
iðnaðarins í landinu. Leiði þessar
viðræður í ljós að áhrif iðnaðarins
verði sterkari út á við og betri
nýting verði á fjármagni
samtakanna til rekstrar, verða
Landssamband iðnaðarmanna og
áðumenfnd samtök ekki til í sinni
mynd eftir u.þ.b. ár. Nýja nafnið,
Samtök iðnaðarins, verður þá
komið.
I þessum nýju samtökum verða
flest fyrirtæki í framleiðslu og
þjónustuiðnaði á Islandi. Sam-
tökin munu þjóna íslenskum
iðnaði og gæta hagsmuna hans á
innlendum og erlendum vettvangi.
Þau munu líka leggja áherslu á að
mennta starfsfólk og stjómendur í
iðnaöi eins vel og kostur er og
stuðla að eðlilegri tækniþróun.
Þau munu vinna að almennri
kynningu á íslenskum iðnaði og
hvetja með aðgerðum sínum
almenning og opinbera aðila til
þess aö nýta innlenda framleiðslu
öðru fremur.
•GLEÐILEG JOL*
23. des. Þorláksmessa
opið til kl. 23.00
NOKKRIR FRÁBÆRIR SÖNGVARAR TAKA
LAGIÐ KL. 1 7.50 OG KL. 20.50
VIÐ BJOÐUM UPP A MALT OC APPELSIN,
JÓLAÖL, HANCIKJÖT, LAUFABRAUÐ,
JÓLAGLÖGC OG PIPARKÖKUR
JOLASVEINARNIR IÍOMA IÍL. 17.OO
24. des. aðfangadagur
opið kl. 9.00 - 12.00