Feykir


Feykir - 22.12.1992, Page 6

Feykir - 22.12.1992, Page 6
6FEYKIR 45/1992 hagyrðingaþáttur 132 Heilir og sælir lesendur góðir. í upphafi þessa þáttar langar mig aö leita til lesenda með upplýsingar um höfund aö eftirfarandi vísu. Þó ég hafi erfitt átt, orðið siírt að kanna, margan góða dreg ég drátt úr djúpi minninganna. 27.-29. nóvember síðastliðinn var haldið flokksþing framsóknarmanna undir kjörorðinu, Framtíð á framtaki byggð. A fundi í Háskólabíói sem haldinn var í tengslum við þingið, var boðið til erindaflutnings um nýsköpun og framtak í atvinnulífi landsmanna. Einnig varhaldinn sýning á nýungum í atvinnulífi í tengslum við fundinn. Einn af þeim sem þar var staddur var Sighvatur Torfason á Sauðárkróki. Hann er höfundur næstu vísu. Framtíð byggð áframtaki Framsókn óskar tryggja. Verði ávallt aflvaki allra er landið byggja. Halldór Blöndal landbúnaðarráð- herra gerir talsvert af því að yrkja. Sagt er mér að þessi bráðsnjalla limra sé eftir hann. Hún er glaðlynd hún Gunnafrá Glerá svo giftist hún Jónifrá Þverá, og nú hoppa um húsin hálft annað dúsin afkrökkum sem enginn veit hver á. A ferð fjárveitinganefndar Alþingis urn Norðurland vestra fyrir nokkrum árum slóst Halldór Blöndal með í ferð til Drangeyjar. Snæbjörn vegamála- stjóri var með í förinni og voru vegamál meðal annars nokkuð til umræðu. Þegar í ljós kom að nokkrir af ferðafélögunum kviðu uppgöngunni í Drangey, orti Halldór þessa vísu. Leiðin verður löng og há að lyktum sem þú þráðir, götuslóðann gjöra þá Guð og Snœbjörn báðir. Stefán Jónsson fyrrvcrandi alþing- ismaður er höfundur næstu vísu. Mun hún vera ort á þingflokksfundi þar sem Guörún Helgadóttir var ekki mætt. Það er lán í sjálfu sér, sérlega vegnaflokksins, að Guðrún Helga okkar er annars staðar loksins. Einhverjum hefur dottið í hug að minnast á forsætisráðherrann í næstu vísu. Islendingar Davíð dá dýrka hann og prísa. Þetta er eins og allir sjá öfugmœla vísa. Þá gæti vísan um hann Magnús sent best verið næst. Magnús hann svífur um margslungið svið í meistarans keppnishita. En hvernig það gekk að ná Gunnufrá hlið væri gaman aðfá að vita. Sagt cr að ekki séu allar ferðir til fjár, þó geta sumar ferðir verið góðar eftir næstu vísu að dænia. Ennþá gerast œvintýr eitt afbestu gerð. Eg er alveg eins og nýr eftir þessa ferð. Oft er gaman að rekast á vísur sem fleiri en einn hagyrðingur hafa gert. Heyrt hef ég að næsta vísa, sem hún ber reyndar með sér, sé eftir tvo snjalla hagyrðinga. Mun Sveinn Hannesson frá Elivogum hafa gert fyrri hlutann en Friðrik Sigfússon kcnndur við Pyttagerði seinni partinn. Auðs mér léðist aldrei pund, illaféð í skuldir hrekkur. Við skulum kveða og lífga lund, lafir á meðan ekki sekkur. Eitt sinn lét undirritaður frá sér fara fyrri hlutann af eftirfarandi vísu. Jóhanna Halldórsdóttir í Austurhlíö A.-Hún. sá unt framhaldið. Við skulum taka vinir skál og vekja andans funa, það er nú ekki mikið mál að magna upp náttúruna. Þá skal bera niður hjá Gísla Ólafs- syni frá Eiríksstóðum. Veröld þegar við ég skil, vini og kunningjana. Þá er nægur tími til að tala um reikningana. Eins og fram hcfur komið áður hér í blaðinu, er Hjörleifur Kristinsson bóndi á Gilsbakka í Skagafirði nýlátinn. Brynjólfur Ingvarsson í Reykhúsum og Kristnesi í Eyjafirði yrkir svo í minningu hans. A gljúfurbarmi í giljareit á grænum rœktarbletti auga Drottins eitt sinn leit afdrep handa ketti. Þar á snös var snotrum bæ snemma kjálkað niður og í djúpum dölum æ dýrum tryggður friður. Þegar rósemd æðst og ein er öðru frenutr runnin mönnum inn í mcrg og bein er mesta þrautin unnin. Fyrir minna menntastrit mun um síðir þakka þjóð sem hefir hyggjuvit Hjörleifanna á Bakka. Þar sent nú cr farið að styttast til jóla er vei til falliö að enda þáttinn með vísu sem Kristján Stefánsson frá Gilhaga í Skagafirði mun eitt sinn hafa skrifað á jólakort. Sá er oss sorgir fól, sigra og gleðitár færi nú friðarjól, fagnaðarríkt ár. Veriði þar með sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum. Tindastóll kominn í fjögurra liða úrslit í Bikarkeppninni lagði Njarðvíkinga að velli og mæta Snæfelli næst í Hólminum Áskrifendur góðir! Vinsamlegast munið eftir að greiða heimsenda gíróseðla fyrir áskrifta- gjöldum hið allra fyrsta. Skilvísi borgarsig! Feykir. Megn óánægja vegna frestunar kvennaleiks Það var með herkjum að tókst að koma á Ieik Tinda- stóls og Njarðvíkinga í 8-liða úrsiitum Bikarkeppni KKÍ sl. miövikudagskvöld. Tvívegis var búið að fresta leiknum vegna veðurs, og reyndar var veðrið afleitt meðan leikurinn fór fram, en ferð þeirra 150 sem lögðu leið sína í Síkið þetta kvöld var ekki til einskis. Leikurinn var bráð- fjörugur og skemmtilegur, með þeim betri sem fram hafa farið á Króknum. Tindastólsliðiö sýndi það og sannaöi að þegar liðsheildin er góð getur liðið gert stór- kostlega hluti. Tindastóll er nú kominn í fjögurra liða úrslit og mætir Snæfelli í Stykkishólmi sunnudaginn 17. janúar, á sama tíma og Keflvíkingar fá Skallagrím í heimsókn. Ekki er að efa að hörðustu stuðningsmenn Tind- anna munu ekki láta sig vanta í Hólminn. Pétur Vopni gaf tóninn strax í upphafi leiks mcð þriggja stiga körfu, en Rúnar jafnaði fyrir Njarðvík. Fyrri hálfleikur var mjög jafn, en Tindatóll þó yfirlcitt með frumkvæðið. Staðan í leikhléi var 49:45 fyrir Tindastól. Njarðvíkingar náðu síðan að jafna í tvígang í upphafi seinni hálfleiks, en eftir það sögðu Tindastólsmenn skilið við gestina, og munaði þar mestu um stórleik Haraldar Leifssonar, sem skoraði drjúgt auk þess að rífa niður hvert frákastið af öðru. Til að mynda skoraði Halli sjö stig úr söntu sókninni unt miðjan hálf- lcikinn. Tindastóll náói mcst 16 stiga mun, en gestimir náðu að klóra í bakkann undir lokin og ntinnka niuninn, en öryggi Tindastólsmanna á vítalínunni í lokin gerði það að vcrkum að sigurinn var aldrei í hættu. Það voru Haraldur og Valur sem voru bestir í Tinda- stólsliðinu, en annars léku allir vel. Páll baróist geysilega vcl í vörninni og hélt spilinu gang- andi. Cliris Moore fellur alltaf betur og betur inn í liðið, og þrátt fyrir aó þjást af „bólu- sótt“, stóð hann sig eins og hetja. Þá lék Pétur Vopni mjög vcl, sérstaklega í fyrri hálf- leiknum, og þeir Karl og Hinrik komust vel frá leiknum. Har- aldur og Valur skomðu 25 stig hvor, Moore 18, Pétur Vopni 12, Páll 10, Hinrik 6 og Karl 2. Teitur og Rondey skomðu hvor uni sig 23 stig fyrir Njarðvík. Leiðrétting I frétt um skipan nýs hafnar- varðar á Skagaströnd fyrir skömmu í blaðinu, var ranglega sagt að Birgir Arnason fyrr- verandi hafnarvörður hefði skroppið til Irlands meó krötum í Hafnarfirði. Hið rétta er aö Birgir fór ásamt nokkrum starfsmönnum frystihúss Hóla- ness til Irlands. Er Birgir og kratar í Hafnarfirði beðnir velvirðingar á mistökunum. „Mér sýnist borin von að leikurinn verði fyrir áramót, fyrst KKÍ tók þessa stefnu í niálinu. Við erum ákaflega óhress með að sama skuli ekki gilda í kvenna- og karla- boltanum. Okkur var sagt að ef báðir aðilar sættu sig ekki við frestun, yrði leikurinn gegn Njarðvík í karla- flokknum settur á strax við fyrsta tækifæri, þessvegna á aðfangadag“, segir Þórarinn Thorlacíus formaður körfu- knattleiksdeildar Tindastóls. Tindastólsmenn eru mjög ósáttir við að KKÍ skuli hafa orðið við bciðni Keflvíkinga um að fresta lcik liðanna í 8- liða úrslitum Bikarkeppni kvenna fram yfir áramót, cn KKI setur það einnig frarn scm afsökun að dómarar hafi ckki fcngist á lcikinn nú fyrir jólin. Þórarinn segist þó ckki sjá að Kefl- víkingar hagnist á frestuninni, þar sem þær rcglur séu í gildi að fyrsta dagsetning lciks ráði gjaldgengi leikmanna. Björg Hafsteinsdóttir landsliðskona fær því ckki að lcika með Kcfl- víkingum þegar þar að kemur. Þess má gcta að sigurvegarinn úr lcik Tindstóls og Keflavíkur fær Grindvíkinga heim í undanúrslitum.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.