Feykir


Feykir - 22.12.1992, Page 7

Feykir - 22.12.1992, Page 7
45/1992 FEYKIR7 Húnvetningur kominn út Kominn er út 16. árgangur Húnvetnings, ársrits Hún- vetningafélagins í Reykjavík. Ritið er að þessu sinni helgað 40 ára afmæli Þórdísar- lundar, en árið 1952 voru fyrstu plönturnar gróður- settar í reitinn hjá Vatns- dalshólum sem Kristján bóndi Vigfússon var svo rausn- arlegur að gefa Húnvetn- ingafélaginu í Reykjavík. Lundurinn hefur síðan verið vettvangur samstarfs heima- manna og brottfluttra eins og Ingimundur Benediktsson rekur í kafla sínum um rækt- unarstarflð í lundinum í þessu hefti Húnvetnings. Ritnefnd Húnvetnings skipa þeir Bjöm Þ. Jóhannesson, Jón Torfason og Ragnar Agústs- son. Þeir þremenningar segja m.a. í formála sínum að afmæli Þórdísarlundar hafi leitt til hugleiðinga um skógræktamiál í Húnaþingi, sögu þeirra og stöðu nú. Húnavatnssýsla hafi ekki verió talin með þcim hémðum sem hentuðu til skóg- ræktar, enda hafi forráðamenn þeirra mála í landinu sneitt þar hjá garði. Þó hafi þeir verið reiðubúnir til aðstoóar og leið- bciningar þegar heimamenn hafi óskað. Má í því sambandi nefna birkireitina á þrem jörðum í Vatnsdal, sem var fyrsta skógræktartilraun í héraðinu. Fór vel á því að hún skyldi einmitt gerð í landnámi Ingi- mundar gamla. Sú tilraun tókst miður vel og mun því.ekki hafa orðið mönnum hvatning. Birt em ávörp sem flutt vom í Þórdísarlundi á 40 ára afmæl- inu, þeirra Aðalsteins Helga- sonar formanns Húnvetn- ingafélagsins í Reykjavík, Hauks Eggertssonar frá Haukagili og Gríms Gíslasonar frá Saurbæ. Björn Þ. Jóhannesson skrifar um skóg og skógrækt í Húna- þingi og Magnús Olafsson ritar um Olafslund. Kærkominn gestur heitir frásöguþáttur eftir ónefnda húnvetnska konu. Þor- steinn Konráðsson ritar unt hjóðfæri og söng í húnvetnsk- um kirkjum. Guðrún Svein- björnsdóttir á þrjá frásöguþætti í ritinu, um glæsimennið Magnús Sveinbjörnsson prest í Gríms- tungu, þá rifjar hún upp minn- ingar úr Skagafirði í byrjun 20. aldar og ritar einnig smávegis um ætt Jónasar lfá Kistu. Þóihildur Sveinsdóttir skrifar um hina þöglu stétt, Auðunn Bragi Sveins- son fermeð samantekt um aldur í þættinum „Nú er ég aldinn að árum“, Dýrmundur Olafsson skrifar um bindingsdag og Bjami Jónsson frá Blöndudalshólum greinir frá minnisstæðu veðri. Rússarnir komnir aftur í fyrrakvöld kom til Sauðárkróks rússneskur togari með 120 tonn af þorski sem Fiskiðjan kaupir til vinnslu. Vonast er til að löndun ljúki í dag, en fiskurinn verður unninn eftir áramót. Togarinn er frá Múrmansk eins og sá sem kom með um 500 tonn í síðasta mánuði, en það hráefni reyndist mjög vel í vinnslunni. Þessi togari er mun minni en sá sem kom síðast, eða svipaður að stærð og Skagfiröingur. Gleðileg jól farsælt komandi ár Þökkum viðskiptin á liðnu ári HÚS GA GNAVERSL UN SAUÐÁRKRÓKS Félagsleg eignaríbúð Húsnæðisnefnd Sauðárkróks auglýsir 4ra herbergja 130,9 m2 íbúð að Víðimýri 6, 0301 Sauðárkróki, til sölu. Áætlað verð íbúðarinnar er kr. 9.000.000,00. Útborgun er 10% af verði íbúðarinnar og 90% eru lánuö til 43 ára. Bílgeymsla fylgir íbúðinni, sem greiöist samkvæmt reglum þar um. Umsóknarfrestur er til 12. janúar 1993 Upplýsingar veittar á bæjarskrifstofunni og í síma 35133 milli kl. 9-11 mánudaga til föstudaga. Húsnæðisnefnd Sauðárkróks Þökkum samstarfið á liðnu ári og óskum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs Gleðileg jól oggœfuríkt komandi ár Þökkum samstarfá árinu sem er að líða SJOVArmrrALMENNAR UMBOÐIÐ Á SA UÐÁRKRÓKI

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.