Feykir


Feykir - 27.01.1993, Blaðsíða 3

Feykir - 27.01.1993, Blaðsíða 3
3/1993 FEYKIR3 Veislustjórinn Pálmi Gíslason frá Grænuhlíð, formaður UMFI, er hér kominn með kúfaðan disk. Gísli Pálsson frá Hofi var heiðursgestur samkomunnar og sat til borðs með formanni Húnvetningafélagsins í Reykjavík Aðalsteini Helgasyni. Systurnar Halldóra og Ingibjörg Kolka, dætur Páls Kolka, sitja næst Gísla, en gegnt honum Signý Oskarsdóttir kona Aðal- steins. Fjær situr Jón bróðir Aðalsteins og er hann að spjalla við konu Pálma veislustjóra. Einar Sigurðsson fyrrverandi verslunarstjóri á Hvammstanga með munninn fullan af þorramat. Gegnt honum situr Þórður Skúlason fyrrverandi sveitarstjóri á Hvammstanga og við hlið hans eiginkonan Elín Þormóðsdóttir. Þá kemur Svanhvít eiginkona Guðmundar Más Sigurðssonar bifreiðarstjóra sem situr við hlið Einars. Húnvetningafélagar syðra blóta strax í þorrabyrjun Húnvetningafélagið í Réykja- vík hélt árshátíð sína í veit- ingahúsinu Glæsibæ sl. föstu- dagskvöld. Samkoman þótti velheppnuð og var allvel sótt miðað við veður og færð, eins og Aðalsteinn Helgason formaður félagsins komst að orði. Heiðursgestur var að þessu sinni Gísli Pálsson á Hofi og veislustjóri Pálmi Gíslason frá Grænuhlíð. Gísli flutti smáávarp á samkomunni og lýsti yfir ánægju sinni að hafa verið boðaður til fagnaðar með vinum og vandamönnum úr Húnaþingi. Boðið var upp á þorramat eins og vera ber á fyrsta degi þorra og mættu um 150 manns á árshátíðina, og á þriðja hundrað manns stigu dans að lokinni skemmtuninni. Venjulega hafa komið skemmtikraftar að norðan á árshátíðina og ríkt ánægja með það fyrirkomulag, en að þessu sinni var notið skemmti- dagskrár Glæsibæjar, er saman stóð að svokölluðu söngvaspéi: þar sem flytjendur eru Ríó-tríó, Omar Ragnarsson og Ragnar Bjarnason. Borð svignuðu undan kræsingum 1 björtum og vistlegum salarkynnum veitingahússins Glæsibæjar þar sem Húnvetningafélagið í Reykjavík hélt árshátíð sína. „Það er varla hægt að stefna fólki til ferðalaga eins og tíðar- farið hefur verið undanfarið'1, sagði Aðalsteinn Helgason for- maður Húnvetningafélagsins. Hann segir félagsskapinn dafna nokkuð vel og ágætan kjarna taka þátt í starfseminni. Meðal annars er komið saman viku- lega og spilaður brids í Húnabúð. Útsalan er í flillum gangi! * Vorum að fá Kiddy-vörurnar á útsöluna. * Lítið inn og gerið góð kaup. Verslunin Aðalaötu 21 - Simi 36636 Munið áskriftargjöldin! Þeir sem enn kunna að hafa t fórum sínum ógreidda gíróseðla fyrir áskriftargjöldum eru beónir aó greióa hió allra fyrsta. Þeim sem glataó hafa gíróseóli skal bent á aö hægt er að millifæra áskriftargjaldið á reikning Feykis nr. 8029 í útibúi Búnaóarbankans á Sauóárkróki.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.