Feykir


Feykir - 27.01.1993, Blaðsíða 6

Feykir - 27.01.1993, Blaðsíða 6
6FEYKIR 3/1993 U 1,1 rprpy CJ A A Texti: Kristján J. Gunnarss. \JIvlL 1 1 Iðu Vjr\ Teikningar: Halldór Péturss. 33. Þaö bar til á öndveróum vetri, að híðbjörn einn grimmur hljóp úr híði sínu og varð svo ólmur, að hann eirði hvorki mönnum né fé. Dag nokkurn kvaddi Þorkell til fylgdar menn sína að leita, hvar híði bjarnarins væri. Þeir fundu þaó í sjávarhömrum. Þar var hamraklettur einn og hellisskúti framan í hamrinum, en einstigi til að ganga. Bjarg var undir hellinum og urö. 34. Bjöm kvað vera að gert hið mesta, er híðið var fundið. „Skal ég nú prófa“, sagði hann, „hversu leikur fer með okkur nöfnum". 35. Á jólum fór Þorkell sjálfur til híðisins og þeir átta saman. Þar var þá Björn og Grettir og aðrir fylgdarmcnn Þorkels. Grettir hafði yfir sér loðkápu og lagði hana af sér, meðan þeir sóttu að dýrinu. Þar var óhægt á að sækja, því að ckki mátti við koma nema spjótalögum, og beit hann þau af sér. Bjöm eggjaði þá mjög til aðsóknar, en þó gekk hann eigi svo nærri, að honum væri við nokkru hætt. Og er minnst varði, þrífur Bjöm kápu Grettis og kastaði í híðið til bjamarins. Ekki gátu þeir að gert og hurfu aftur er á leið daginn. Það var eina nótt að Bjöm fór til híðisins. Hann varð var við að dýrið var þar fyrir og grenj- aði illilega. Björn lagðist niður við einstigið og hafði yfir sér skjöldinn og ætlaói að bíða þar til er dýrið leitaði brott eftir vanda. Syfjaði hann mjög og getur ekki vakað. Og í þessu ræóur dýrið úr híðinu, krækir til hramminum og hnykkir af honum skild- inum og kastar ofan fyrir bjargið. Bjöm bregður við hart, er hann vaknar, tekur til fóta og hleypur heim. Gerðu menn að þessu hið mesta gabb. 36. Og er þeir höfðu gengið um hríð, slitnaði hosnaskerta Grettis. Þorkell bað þá bíða hans. Grettir kvað þess eigi þurfa. Þá mælti Bjöm: „Eigi þurfið þér það að ætla, að Grettir renni frá kápu sinni, mun hann vilja hafa frægð af og drepa einn dýrið, það er vér höfum frá gengið átta. Nú bar leiti á milli þcirra. Grettir snéri þá aftur aö einstiginu. Var þá ekki að metast vió aðra um atgöngu. Hann brá þá sverðinu Jökulsnaut, en hafði hönk á meóalkaflanum á saxinu og smeygði á hönd sér. Tindastóll á sigurbraut á ný: Sigur á Breiðabliki í köflóttum leik Tindastólsmcnn eru komnir á sigurbraut á ný cftir sigur á Brciðabliki sl. sunnudags- kvöld, en ncðsta lið Úrvals- dcildarinnar velgdi gestgjöf- unum verulcga undir uggum í leiknum, sem var bráðfjör- ugur en afar köflóttur, þannig að liðin skiptust á forustunni langt fram eftir lciknum. Það var ekki fyrr en fimm mín- útum fyrir lcikslok sem Tinda- stólsmenn gerðu út um lcikinn með góðum lcikkafla. Breiðabliksmenn mættu ákveðnir til lciks, með þá vissu í farteskinu að sigur þýddi von um betra gengi á næstunni sem jafnvel dygði til að hífa liðið upp úr falísætinu. Með tapi hefði verið komið allmikil pressa á Tindastól, sem þrátt fyrir sigur í leiknum, er meðal neóstu liða í Úrvalsdeildinni. Leikurinn var mjög jafn lengst af og svolítið sveiflu- kenndur. Liðin skiptust á forustu og oft var jafnt á tölum. Tinda- stóll náði til að mynda átta stiga forskoti undir lok fyrri hálfleiks 44:36, en Breiðabilksmönnum tóks að jafna 46:46 og Tinda- stóll var aðeins tveim stigum yfir í leikhléi, 48:46. Áfram héldust sveillurnar í seinni hálfleiknum og eins og áður segir tókst heimamönnum ekki að hrista gestina af sér fyrr en fimm mínútum fyrir leikslok, en þá náðu þeir stöðunni í 90:80. Með skynsömum leik á lokamínútunum var sigurinn aldrei í hættu og lokatölur urðu 102:91. Raymond Foster átti góðan leik fyrir Tindastól, hirti fjöldan allan frákasta og skoraði drjúgt. Valur Ingimundarson lék einnig skínandi vel svo og Páll Kol- beinsson. Karl Jónsson átti góða spretti, og þeir Hinrik Gunnars- son og Ingvar Ormarsson komu mjög sterkir inn í leikinn. Foster skoraði 37 stig, Valur 28, Hinrik 10, Páll 8, Pétur Vopni og Ingvar 6 hvor, Karl 5 og Ingi Þór Rúnarsson 2. Áhorfendur í Síkinu urðu vitni aó ótrúlegri eigingirni Bandaríkjamannsins í liði gest- anna, Joe Right. Hann skoraði 45 stig í fjölmörgum skotum og var haldið vel nióri af Páli Kol- bcinssyni og Ingvari Ormars- syni, en fram til þcssa hefur þessi stórskemmtilegi leikmaður skorað yfir 50 stig. Að þessi sinni skemmdi hann þó fyrir liði sínu mcð eigingirni sinni. Næsti leikur Tindastóls verður gegn Skallagrími í Borgarnesi á sunnudaginn kemur. Scm kunn- ugt cr tapaði Tindastóll fyrir Snælelli í undanúrslitum bik- arsins um fyrri helgi, en árangur liðsins er samt sá besti í Bikar- keppninni hingað til. Skotið upp flugeldum á Gilsstöðum, þar sem áramóta- brenna Staðhreppinga var eins og undanfarin ár. Þrettándinn kvaddur bæði í Staðarhreppi og Laugarbakkaskóla Hér í Staðarhreppi voru gamla árið og jólin kvödd með við- cigandi hætti. Hér hefúr síðustu ár verið höfð brenna á þrett- ándakvöld jóla. Það var cinnig gert í ár, en reyndar nokkrum dögum fyrr, og þar hugsað um að þeir sem ekki eru heima yfir veturinn en koma heim um jólin geti verið með. Safnað var í ágæta brcnnu hjá Gilsstöðum sem ungmennafelagið Dagsbrún sá um og eftir kvöldmat var kveikt í brennunni að viðstödd- um flestum hreppsbúum. Veðrið var ágætt en svolítið kalt. Allir skemmtu sér vel. Skotið var upp flugeldum, sungið og rabbað saman um daginn og veginn. Eftir að hafa verið í nokkurn tíma hjá brenn- unni var farið í barnaskólann að Reykjum. Þar var spiluð vist, síðan fengið sér kaffi, kakó og auðvitað meólæti. Þá var komið að skemmtiatriðunum. Kristján ísfeld las upp sögu í léttum dúr. Laufey Kristín Skúladóttir lék á þvertlautu, leikið var stutt gaman- leikrit í samantekt Kristínar Þorsteinsdóttur og síðan var fjölda- söngur við undirspil Olafar Páls- dóttur. Þegar skemmtiatriðum var lokið fór fólkið að lcggja af stað hcim. Þrettándagleði í Laugarbakkaskóla Þar sern allt skólahald á Laug- arbakka féll niður síðustu vikuna fyrir jól og nemedur fengu enga jólaskemmtun var haldið upp á þrettándann í skólanum. Strax um morguninn söfnuó- ust allir krakkamir og kennarnir saman fyrir utan skólahúsið. Reyndar var svolítið kalt í veðri en fólk fann ekkert til þess þegar flugeldum var skotið á loft. Aö því búnu var farið inn að nýju og hver bekkur fór í sína stofu og var þar ásamt umsjónarkenn- ara sínum til hádegis. Þar var spilað á spil, bingó og margt annað sér til skemmtunar gert. Þá var korninn matur, og búió var að velja þjóna úr elstu bekkjunum sem sáu um að setja á diskana og var sannkallaður jólamatur, híingi- kjöt og þess háttar og ís á eftir. Eftir matinn fóru allir út í nýja íþróttahúsið. Þar kom hver bekkur með citt skemmtiatriði, og aó þeim loknum voru sungin nokkur lög. Skóladeginum var þar meö lokið og allir fóru heim til sín. Um kvöldið var grímuball og sinn tíma þarf til undirbúnings því. Grímuböll hafa vcriö haldin undanfarin ár, en þetta var í fyrsta sinn sem þrcttándagleði var í skólanum. Sóley Lára Arnadóttir nemandi í Laugarbakkaskóla. Ungur pistilritari Feykis í Vestur-Húnavatnssýslu. Þiymarari Aðalfundur Knaftspymufélaásins Þrvms verður föstu- dasinn 29. janúar í húsi Framsóknarflokksins að Suðursötu 3. Fundurinn hefst WL 20.30. Fiölmennum!

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.