Feykir


Feykir - 27.01.1993, Síða 7

Feykir - 27.01.1993, Síða 7
3/1993 FEYKIR7 Hrefna Jóhannsdóttir fædd 17. des. 1905 , dáin 3. janúar 1993 jarðsett 9. jan. á Sauðárkróki Sífellt tifar tímans hjól. Kynslóð- irnar koma og fara. Eg var bæði hryggur og glaður í senn er vin- kona mín og heimilisvinur kvaddi sitt jarðneska líf. 87 ár voru að baki þó varð Hrefna aldrei gömul í venjulegum skilningi þess orðs. Síung og fersk í hugsun fram á síð- ustu misseri er heilsunni hrakaði ört. Hrefna vareinn þeirra einstakl- inga er setti svip á mannlífið á Sauðárkróki með sinni ljúfu og hæglátu framkomu í nærri sex ára- tugi. Arið 1935 flutti hún ásamt manni sínum Jóni Friðbjamarsyni framan úr sveitinni og á Krókinn en fyrstu tvö hjúskaparárin bjuggu þau á Kjartansstöðum á Langholti á föðurleifð Hrefnu í sambýli við Þórð bróður hennar. Skamma hríð bjuggu þau í „Heimi“ Skagfirð- ingabraut l og síðan í „Skúmum“ Freyjugötu 13 í því sama húsi og Pétur Laxdal bjó með fjölskyldu sinni, faðir Sigurjóns fyrrverandi forseta borgarstjómar Reykjavíkur. Jón og Hrefna byggðu húsið Freyjugötu 23 á móti Eiríki frá Djúpadal og fluttu þau 1938 í ný- byggt hús sitt og bjuggu þar síðan allan sinn búskap. Jón Friðbjöms- son lést l. október 1975, en hann var fæddur 27. júlí 1897. Hrefna og Jón eignuðust tvo syni, Olaf sem kvæntur er Báru Svavarsdóttur og Friðbjöm sem kvæntur er Sigrúnu Amundadóttur. Ólafur býr á Sauð- árkróki en Friðbjörn í Reykjavík. Báðir eiga marga afkomendur, Ólafurþrjú böm og átta bamaböm, Friðbjörn fimm böm og sex bamaböm. Eg kom stöku sinnum á heimili Jóns og Hrefnu á æskuárum mínum enda stutt milli húsanna í sömu götu. Jón rækti félagsmál af mikilli samviskusemi og starfaði mikið að verkalýðsmálum, var lengi gjald- keri V.m.f. Fram. Faðir minn og hann áttu samleið hjá Fram og var ég oft fenginn til ýmsra snúninga því viðkomandi. Jón var afar vel gerður maður og vinsæll og átti bágt með að neita fólki, á hann hlóðust því margvíslegustu störf. I áranna rás fór það svo að bæði hjónin deildu með sér verkefnum og þegar heilsu Jóns tók að hraka tók Hrefna að sér hin ýmsu verk- efni á félagslega sviöinu jafnhliða daglegum önnum. Hrefna og Jón voru sérlega samhcnt hjón. Heim- ilislífið kærleiksríkt og ákaflega notalegt að sækja þau heim. Um árabil áttu þau búpening, sem lengi var í húsum niðri á Kamb- inum, síðaruppi á Móum. Bæði voru þau hjón mikið fyrir skepnur enda fædd og uppalin í sveit, komin af traustu og rótgrónu bændafólki. Þau höfðu margt fé, mjólkurkú og fjöldann allan af hænum um tíma. Krókurinn var eins og lítið land- búnaðarþorp á þessum árum. Fólk komst varla af nema hafa nokkurt skepnuhald, sjálfsþurftarbúskapur- inn skipti sköpum. Jón og Hrefna hugsuðu afar vel um sinn búsmala, áttu fallcgt fé. Magnús heitinn Konráðsson sem í mörg ár átti heimili hjá foreldrum mínum var mikill heimilisvinur hjá Jóni og Hrefnu. Þau hjón voru afar hjálpleg við Magga sem var mikið fatlaður síðari hluta ævinnar, sem voru afleiðingarbyltuafhesti,þegar hann var tólf ára gamall. Maggi sá oft um gjöfina fyrir þau hjón þegar þannig stóð á. Það var mikið og gott sálufélag milli þessara vina minna. Ekki veit ég hvað réði, en Olafur sonur Jóns og Hrefnu og Valdimar sonur Magga, gerðu lengi út saman. Fyrst trillur og síðan dekkbátinn Sigurvon SK 8. Svo vildi til að síðsumars 1959, fram undir áramótin það ár, réri ég með Óla og Valda. Fyrst á hand- færi síðan á netum og línu. Það var gott að róa með þeim félögum. Þetta efldi kunningsskapinn við Jón og Hrefnu. Nú liðu árin, við nám og vinnu og tengslin vió fólkið í heimahög- unum minnkuðu. Þáttaskil urðu 1970 er fjölskylda mín flutti í Smára- grundina. Parmes Sigurjónsson afi konunnar minnar Ieiddi okkur Jón og Hrefnu saman á ný. Parmes og Jón voru gamlir sveitungar úr Kelduhverfi. Leiðir þessara föllnu heiðursmanna lágu saman á heimili mínu í fáein ár og þeir auðguðu svo sannarlega heimilislífið, og Jón varð heimilisvinur allt til dauðadags. Hrefna tengdist smátt og smátt heimili mínu og hnýtti bönd mikillar vináttu við fjölskylduna, ekki síst konu mína, sem varð tveggja ára- tuga órofa vinátta. Það voru nota- legar stundir þegar Hrefna sat við eldhúsborðið og var stundum dálítið hugsi. Strauk hendinni yfir borð- brúnina og fallega hlýja brosið hennar breiddist eins og sólargeisli yfir okkur hin. Umhyggja Hrefnu fyrir fjölskyldu minni var mikil. Á sinn hægláta og kærleiksríka hátt gaf hún af sér allt sitt besta til samferðafólksins. Jón og Hrefna voru lengi í sambýli við fjölskyldu Guðjóns Ingimundarsonar sem bjó á efri hæð Freyjugötu 23. Sambýlið var til fyrirmyndar og kærleikar með fjölskyldunum. Birgir sonur Guðjóns átti við vanheilsu að stríða í bemsku. Hrefna var Birgi sem önnur móðir á þessum árum, enda sótti hann mjög til Jóns og Hrefnu á neðri hæðinni. Þessi vinátta varð til lífstíðar og lýsir vel hjartalagi Hrefnu, en oft nefndi hún Birgi sinn er fyrri dagar bárust í tal. Oft sagði hún okkur af ferðum sínum til ættingjanna syðra, ferð- anna til Guðbjargar sonardóttur sinnar á Skagaströnd, og dvaldi hún þar jafnan nokkurn tíma í senn. Ferðir Hrefnu yfir að Ríp til Hebbu sinnar voru henni sífellt tilhlökkunarefni, þar gekk hún á vit sveitalífsins, sem hún tók ástfóstri við í æsku þó aðstæður höguðu því svo að hún byggi í kaupstað. Síðustu tvo áratugina tók Hrefna þátt í ýmsum fundum kvenfélag- anna og ferðalögum vítt og breitt um landið. Hún naut þessara ferða svo vel og var sem jafnan áður vinsæl og nærri ómissandi feróa- félagi, ekki síst yngri konunum. Hrefna vann lengi að málefnum Sjálfsbjargar sem var mikið starf, en furðu fljótt fennir í slík spor. Hrefna var mikill verkalýðssinni fyrr á árum og vann þeim málum vel. Hún var kona kvenfrelsis og jafnréttis og Ijáði þeim málum lið er því var við komið. Hrefna var líkamlega fötluð mestan hluta ævi sinnar og bar það af miklu æðru- leysi. Við samferðafólkið merktum þetta ekki svo sterkan persónuleika hafði hún. Við Hrefna erum greinar af stórum og sterkum ættstofni hér í Skagafirði. Finnbogi á Kirkjuhóli langafi hennar og Sigurlaug á Ing- veldarstöðum langamma pabba voru systkin. Eitt sinn á góðri stund með Hrefnu og Valtý á Geirmundarstöðum voru rifjaðar upp fyrstu bernsku- minningar Valtýs, er hann fimm ára gamall var reiddur fram í Glaum- bæ, að giftingu Jórunnar og Snorra í Stóru-Gröf og Boga Gíslasonar afa míns og Þorgjargar Ólafsdóttur Syðra-Skörðugili. Bogi og Jórunn voru frændsystkin. Svaramenn við þessar giftingar voru foreldrar Hrefnu, Jóhann frændi Jórunnar og Boga og Ingibjargar á Kjartansstöðum. Athöfnin fór fram 27. júlí 1907. Það getur teygst úr vináttunni innan sömu ætta þó það sé nú fá- tíðara en áður. Vináttan við Hrefnu er gott dæmi um það. Ég átti því láni að fagna að sitja í bæjarstjórn í 12 ár. Margt eldra fólk í bænum studdi mig með ráðum og dáð. Hrefna var í þeim hópi. Fylgdist grannt með og síhvetjandi. Meðan heilsan leyfði kom hún reglulega í verslun okkar og kvaddi okkur alltaf með blessunarorðum um gott gengi. Þaó fór jafnan eftir. Hrefna átti því láni að fagna að vera alla tíð hluti af gömlu ættarfjölskyld- unni. Fyrst í föðurhúsum, síðan í sambýli meó Þórði bróður sínum, og síðan þá á Sauðárkróki. Ólafur sonur hennar og Bára bjuggu sér heimili á efri hæð Freyju- götu 23, eftir að fjölskylda Guðjóns Ingimundarsonar flutti suður á Bárustíginn. Hrefna fluttist með fjölskyldunni úr Frcyjugötunni 8. des. 1979 að Víðigrund 24. Þar naut hún útsýnisins yfir fjörðinn, „Nesið“ og austurfjöljin í röskan áratug. Sambýli við Óla og Báru var til mikillar fyrirmyndar, og hélst óslitið alla tíð, eða þar til að Hrefna fór á sjúkrahúsió sl. haust. Þrír til fjórir ættliðir voru því oftast á heimili Hrefnu. Þetta heyrir til undantekninga í dag. Það þarf mikið umburðarlyndi nú á tímum svo slíkt geti gengið. Hrefna undirbjó vistaskiptin úr þessum heimi af mikilli kostgæfni, séð var fyrir öllu. Hún bað mig að bera sig til grafar fyrir mörgum árum og ítrekaði það nokkrum sinnum, og skriflega til ástvina sinna. 9. janúar sl. bárum við hana síðustu sporin í fegursta vetrar- veðri. Það var bjart og stillt í Skaga- firði. Daginn fyrir dýpstu lægð sem mælst hefur á norðanverðu Atlandshafi, sem olli stórviðri og töfum í samgöngum og fjölskylda Hrefnu naut óvæntrar samveru umfram það sem áformað var. Að ósk Hrefnu fór erfidrykkjan fram á heimili Óla og Báru. Það var góður og fjölmennur mannfagn- aður. Hrefna er gengin á vit feðra sinna og formæðra. Farsælu lífi er lokið. Guðsblessun fylgi minningu hennar. Hörður Ingimarsson og fjölskylda, Smáragrund 11. Okeypissmáar Ódýrar hillur! Óskum ettir að kaupa ódýrar hillur fyrir bækur og sjónvarp: Einnig vantar okkur ódýrt 5X7 metra gólfteppi. Upplýsingar í síma 35769. Talva til sölu! Commandore 64 með segul- bandstæki litaskjá og 70 leikjum. Tveir stýripinnar og tveir leikja- kubbar. Verð 20 þúsund krónur. Upplýsingar í síma 36114. t Þökkum auósýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar bróöur okkar Benedikts Guðmundssonar bónda að Saurum Skagahreppi Sérstakar þakkir eru færóar björgunarsveitunum á Blönduósi og Skagaströnd og einnig íbúum í Skagahreppi sem tóku þátt í leit þann 16.-17. desember sl. Systkinin. Styrkir til umhverfismála Á næstunni verður úthlutað styrkjum úr Pokasjóöi Landvemdan 1. Um styrk geta sótt: félög, samtök, stofnanir og einstaklingar. 2. Úthlutunin er bundin verkefnum á sviöi umhverfismála, svo sem landgræðslu, skógrækt, friðun, verndun, fegrun og snyrtingu lands og til fræðslu og rannsókna. Skilyrði er að verkefnin séu í þágu almennings. 3. Verkefni, sem sótt er um styrk til, þurfa að vera vel afmörkuð og skilgreind. 4. Farið er fram á að styrkþegar leggi af mörkum mótframlag, sem getur falist í fjárframlögum, vélum, tækjum, efni eða vinnu. 5. Styrkþegar skuldbinda sig til að skila skýrslu um framkvæmd og árangur verkefnisins fyrir lok úthlutunarárs. 6. Styrkumsóknir þurfa að berast á skrifstofu Landverndar fyrir kl. 17,00 þann 22. febrúar 1993. Þeir sem eiga eldri umsóknir í Pokasjóðinn þurfa að endurnýja þær í samræmi við þessa auglýsingu. Umsóknum ber aö skila á þar ti! gerðum eyðublöðum, sem fást á skrifstofu samtakanna. Landvemd, Skólavöröustíg 25, 101 Reykjavík, sími 25242, myndsendir 625242

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.