Feykir - 21.04.1993, Blaðsíða 5
14/1993 FEYKIR5
Bræðrasveitin
íslandsmeistarar
„Þetta er hlutur sem enginn
reiknaði með. Við höfum
þvælst í hópi átta bestu sveit-
anna undanfarin ár, en svo
sem ekkert reiknað með því að
komast á toppinn. Því var sig-
urinn enn sætari fyrir vikið og
sjálfsagt hafa menn álitið að
þetta væri ekki hægt, þar sem
að við heimsmeistarana var jú
að etja í úrslitunum“, sagði
Bogi Sigurbjörnsson einn
Skeiðsbræðranna svoköliuðu í
Islandsmeistaraliði Sparisjóðs
Siglufjarðar, sem að skipuð
var hinni fræknu bræðrasveit
frá Siglufirði. Þetta er í fyrsta
skipti sem sveit af landsbyggð-
inni vinnur til Islandsmeistara-
titils í brids.
Siglfiróingar sem og margir
bridsspilarar um landið sam-
glöddust sigursveitinni þegar úr-
slitin lágu fyrir á páskadag. Eng-
inn var þó glaðari cn fermingar-
drengurinn Birkir Jónsson sonur
Jóns Sigurbjömssonar fyrirliða
sveitarinnar og bróöir þeirra Olafs
og Steinars, en hann öskraöi upp
og grýtti símanum í vegginn
þegar hann fékk fregnimar frá
fööur sínunt. Birkir haföi lítið
sofiö nóttina áður af spcnningi.
Hann neitaði því að faðir sinn
slaufaði spilamennsku í úrslitun-
unt vcgna femtingarinnar sem
var á skírdag, en óskaði þess í
stað að hann færði sér bestu
fermingargjöfina, Islandsmeist-
aratitil. Sú ósk varð uppfyllt og
fögnuður fjölskyldunnar var
mikill í síðbúinni femiingarveislu
sent haldin var á páskadag.
Á undanfömum ámm hefur
bræðrasveitin frá Siglufirði oft
náð glæsilegum árangri, yfirleitt
sigrað á öllum mótum hér Norð-
anlands og skipað sér framarlega
á Islandsmóti. Besti árangur
sveitarinnar fyrir mótið nú var 4.
sæti, en tveir liðsmenn sveitar-
innar, bræðumir Steinar og Olaf-
ur sigmðu í tvímenningi á Is-
landsmóti unglinga í vetur.
Eins og áður segir em þeir
Sigurbjömssynir kenndir við
Skeið í Fljótum. Bogi segir for-
eldra sína hafa verió mikió spila-
fólk og líklega verið byrjað að
spila brids í Fljótum um 1950.
Að minnsta kosti hafi móðir sín
spilað hörkubrids þegar þau
fluttu til Siglutjaröar 1959.
, JÉg man eftir að það var bæði
spilað og teflt mikið í Fljótunum.
Taflmennskan skipaði þar önd-
vegi og áhuginn var svo mikill
að það var kornið á mótum á
nokkmm bæjum og menn fóm á
milli og tcfldu grimmt'*, segir
Bogi en getur þess einnig að
bridshefðin sé gífurlega rík á
Siglufirði. Þar hafi fyrsta bridsfé-
lag landsins verói stofnað 1938.
Jón Sigurbjömsson fyrirliði
liðs Sparisjóðs Siglufjarðar var
spurður að því hvort til greina
kæmi að sveitin færi nú aö spila
Hátíð handverka-
fólks á Hrafnagili
Átaksverkefnið Vaki og
samstarfshópurinn Hagar
hendur ásamt flciri aðilum
áætla að standa fyrir hátíð
handvcrkafólks dagana 18. og
19. júní n.k. að Hrafnagili í
Eyjafjarðarsveit. Unt er að
ræða sýningu og sölu á hand-
vcrki bæði til endursöluaðila
og endanlegra kaupcnda. Fyr-
irhugað cr að bjóða endur-
söluaðilum og fjölmiðlafólki
að skoða og semja um kaup
áður en opnað veróur fyrir al-
mcnning. Einnig verða kvadd-
ir til framleiðcndur og hcild-
salar scm framleiða og/eða
sclja umbúðir, merkimiða,
hrácfni og annað scm hand-
vcrksfólk notar við fram-
leiðslu sína.
Hrafnagil cr staðsctt í hinni
gróðursælu Eyjafjarðarsveit
u.þ.b. 10 km frá Akureyri. Þar
er glæsilcgt íþróttahús með
góðri aðstöðu til þess að setja
upp veglega handverkssýn-
ingu. Þar verður einnig boðið
upp á aðstöðu fyrir fundi, stutt
námskeið og sýnikennslu fyrir
handverksfólk.
Nægilcgt gistirými er á
svæðinu á hótelum, í sumar-
húsum, í bændagistingu og á
tjaldstæðum, allt eftir óskum
hvers og eins. Einnig er greið-
ur aðgangur að veitingastöð-
um. Ymis konar afþreying
verður til staðar, s.s. aðstaða
til iþróttaiðkana, hestaleiga,
ævintýraferðir um svæðið og
óvæntar uppákomur.
Framleiðendum, endursölu-
aðilum og heildsölunt sem á-
huga hafa á þátttöku og nánari
upplýsingum er bent á að hafa
samband við Elínu Antons-
dóttur síma 96-26200 eða
Petru Hallmannsdóttir síma
96-31314 fyrir 10. maí n.k.
(fréttatilkynning).
íslandsmeistarar í brids, sveit Sparisjóðs Siglufjarðar. í fremri röð eru Björn Jónasson spari-
sjóðsstjóri fyrir miðju og honum á vinstri og hægri hönd bræðurnir Olafúr og Steinar Jónssynir. I
aftari röð eru frá vinstri Ásgrímur Sigurbjömsson, Anton Sigurbjömsson, Bogi Sigurbjömsson og
Jón Sigurbjömsson.
erlendis ef boð kæmi um slíkt.
Jón taldi það fremur ólíklegt og
sagði eitthvað á þá leið að grobb-
ið í þessu fælist í því að vera
Siglfirðingar og þaó dygði þeim
alveg. Stuðningur bæjarbúa við
bridsspilarana er mikill. Bæjar-
stjórnin hélt þeim samsæti við
heimkomuna og afhenti Kristján
Möller forseti bæjarstjómar vió
það tækifæri 100 þúsund króna
ávísun sem smá þakklætisvott frá
bænum fyrir frækilega fram-
göngu á Islandsmótinu.
Messað í Blönduós-
kirkju í síðasta sinn
Gamla kirkjan á Blönduósi, sem byggð var 1895
af Þorsteini Sigurðssyni þeim sama er byggði
Sauðárkrókskirkju, hefur væntanlega lokið sínu
hlutverki sem guðshús staðarbúa. Séra Árni Sig-
urðsson, sem þjónað hefur í kirkjunni í aldar-
fjórðung, messaði þar í síðasta skipti á páska-
dagsmorgun.
Ákveðið hefur verið að hin nýja og glæsilega
kirkja Blönduósinga verði vígð 1. maí næstkom-
andi. Iðnaðarmenn eru þessa dagana að leggja síð-
ustu hönd á að ljúka þeint áfanga kirkubyggingar-
innar sem vera á tilbúinn fyrir vígsluna. Nýja kirkj-
an setur mikinn svip á bæinn við Blöndu, þar sem
hún stendur hátt við innkeyrsluna í bæinn að norð-
anvcrðu. Mynd Sigurður Kr. Jónsson.
Nú er vor í lofti
og rétti tíminn til
að skipta yfir á
sumardekkin.
Flestar stærðir
fyrirliggjandi,
sóluð og ný.
KS bílabúð