Feykir


Feykir - 02.06.1993, Blaðsíða 3

Feykir - 02.06.1993, Blaðsíða 3
20/1993 FEYKIR3 Fólk sem leið hefur átt framhjá garði einum við Aðalgötuna undanfarið hefur rekið í rogastans og beinlínis hörfað þegar það hefur komið auga á allófrýnilegar skepnur á trjám í garðinum. Minnugt þess að ýmiss skordýr hafa numið hér land á undan- förnum árum hefur trúlega hvarflað að einhverjum vegfar- andanum að nú væru risaköngulær komnar á Krókinn. Svo er þó ekki, heldur hefúr einhver af stráksskap sínum komið fýrir krabbadýrum á trjánum. Ekki kann ijósmyndari Feykis frekari skil á þeim. Iðnþróunarfélag Norðurlands vestra: Fær aukið svigrúm til hlutafjárkaupa Bjargfuglinn: Vorkuldinn talinn hafa seinkað varpinu Af götunni Gróa beitt vopn í samkeppninni Samkcppnin getur birst í hinum ólíklegustu myndum. Auglýsing í Glugganum aug- Iýsingablaði þcirra Blönduós- inga nýlega ber þcss greinilega vott. Hún cr frá vöruflutninga- fyrirtækinu Alla lcið hf á Skaga- strönd. Þar segir að vegna ósk- hyggju samkeppnisaóila og þrá- láts orðróms, vilji Öll leið hf koma á framfæri tilkynningu til allra Húnvetninga með von um að hægja nicgi á flökkukonunni margfrægu Gróu á Lciti, cn kella sú á að hafa útvarpað því um hcraðið að vöruafgrciðsla Allrar leiðar í Rcykjavík, Vörulciðir- Samskip sc aó hætta starfsemi. Samkvæmt þcssu, cf rétt reynist, virðist þcssi harðsvíraði sam- kcppnisaðili Allrar leiðar, hafa viljað læða því inn hjá fólki að brátt bæri flutningafyrirtækið á Skagaströnd rangncfni, þar scm að farniur þcss kæmist ckki alla lcið til viótakandans. Skólaskop Á landafræðiprófi á Vestur- landi, sagan segir á Akranesi, var cin spurningin svohljóð- andi: „Hvaða sýsla á íslandi hefur að gcyma flcst sauðfé?" Svar cins nemandans var: „I Skagafjarðarsýslu cr að finna flest sauðfé hér á landi cnda hcfur heilt byggðarlag verið ncfnt cftir sauðum og kallast það Sauðárkrókur. Spurning á söguprófi í cinum af barnaskólum Rcykja- víkur var svohljóðandi: „Hvað vitið þið um Guðbrand Þor- láksson Hólabiskup?" Eitt svarió var: „Hann smíðaði Hólastól". Þctta spaug birtist í blaðinu Hcimili og skóli og var það tekið úr bókinni Skólaskop eftir þá Guðjón Inga Eiríksson og Jón Sigurjónsson. Fyrrverandi eigandi keypti Serkjahúsið Siguróur Þorstcinsson kcypti vcrksmiðjuhús þrotabús Serkja á framhaldsuppboði sem haldið var fyrir nokkru. Sigurður sem átti cignina rcyndar áður cn fyrrvcrandi cigcndur Scrkja kcyptu húsið, kcypti húscign- inaá 10 milljónir. Sigurðurvar mcð þriðja vcðrétt í eigninni og var framarlcga í röð vcðrétt- arhafa. Þá cr lokið að mcstu sölu úr þrotbúi Scrkja, cn fyrir nokkru vom vélar vcrksmiðjuníir scldar til Suður - Amcríku. Hross í tamningu! Tck hross í tamningu og þjálfun i sumar. Vcrð mcð aðstöðu í Ás- gcirsbrckku. Upplýsingar gcfur Þórarinn Amarsson í síma 96- 36559 cftirkl. 20,00. Á aðalfúndi Iðnþróunarfélags Norðurlands vestra sem haldinn var nýlega á Hofsósi, koni fram að atvinnuþróun niuni brenna mjög á mönnum á næstu árum og í Ijósi aðstæðna í samfélaginu núna sé sérstök nauðsyn til að styðja við at- vinnusköpun. Ymsar hugmyndir voru ræddar um möguleika á efl- ingu atvinnuþróunar og var m.a. rætt um fjölgun starfsmanna og hugsanlcga dreifíngu þeirra um starfssvæðið, en INVEST hefur cinungis cinum starfsmanni á að skipa en á hinn bóginn eru málefn- in afar fjölbreytt og starfssviðið mjög yfirgripsmikið. I>á var einnig mikið rætt um bcitingu Iðnþróun- arsjóðs Norðurlands vestra sem fé- lagið ræður yfir og hvernig rétt sé að nýta hann til framdráttar ný- sköpun í héraðinu. Fjárhagsleg atkoma INVEST var mjög góð á s.l. ári. Allir rekstraraðil- ar voru innan áætlaðra marka og var hagnaðuraf rckstri lélagsins um tvær milljónir króna sem ráðstafað cr til iðnþróunarsjóðs Norðurlands vestra. Nokkur brcyting mun eiga scr stað á stcl'nu INVEST um þessar mundir, þar sem félagið hcfur fengið svigrúm til hlutafjárkaupa í fyrirtækjum á Norðurlandi vestra. Aðalfundurinn samþykkti þá tillögu stjómar að heimila stjóm félagsins að ráðstafa úr iðnþróunarsjóði fé til hlutafjárkaupa í arðvænlegum og áhugavcrðum fyr- irtækjum og nýsköpunarvcrkefnum í atvinnumálum í kjördæminu. Á yfir- standandi rekstrarári gæti orðið um hlutafjárkaup að ræóa fyrir 2-3 millj- ónir króna. INVEST tengdist ýmsum nýiðn- arvcrkefnum á síðasta ári og hafa þau flest gengið vel. Má þar m.a. nefna verkefni varðandi nýtingu fjallagrasa sem nú cr orðið að fyrirtækinu Is- lcnsk fjallagrös hf á Blönduósi. Þá hcl'ur félagið átt aðild að þróunar- verkcfninu „Skyn" á Sauðárkróki sem snýst um framleiðslu á rafeinda- búnaði sem ætlaður er til skynjunar á ýmsum gastegundum og getur tengst viðvörunar- og eða lokunarbúnaði. Þá hcfur INVEST ásamt fleirum unnið að undirbúningi Farskóla Norðurlands vestra og er félagið einn af stofnaðilum. Einnig hel'ur félagið staðið að fjölmörgum námskeiðum og ráðstefnum, ýmist eitt sér eða með öðrum, og veitt ráðgjöf og þjónustu af ýmsu tagi til fjölmargra aðila. Björgunarsveitin Grettir á Hofsósi fór í sína árlegu eggja- tökuferð út í Málmey fyrir nokkrum dögum. Að sögn Páls Magnússonar leiðangursstjóra fengust um 1000 fylsegg í ferð- inni, sem er með minnsta móti, enda var varp ekki afstaðið. Kuldatíðin undanfarið virðist gera það að verkum að varp er seinna á ferðinni. Jón Eiríksson Drangeyjarjarl á Fagranesi hefur sömu sögu að segja. Eggjataka í Drangey er skammt á veg komin af sömu ástæðu. Það voru 27 manns scm fóru út í Málniey aðfaranótt laugar- dagsins um næstsíðustu helgi, þar á meðal gamlir Hofsósingar bú- settir syðra sem komu gagngert til að fara út í eyna. Þurfti Páll Magnússon aó fara þrjár ferðir út með fólk, og verður í ýmsu að snúast fyrir hann með bátinn á næstunni. Mcðal ímnars fór hóp- ur úr Ferðafélagi Akurcyrar út í Málmcy um síðustu hclgi og fleiri aöilar hafa pantað ferðir út í eyna. Páll segir reyndar að Málmcyjan hafi látió nokkuð á sjá á síðustu árum og áratugum. Bergið hafi gcfið sig stórlega vcgna ágangs náttúruaflanna. Flokkur manna fór til cggja- töku í Drangcy í síðustu viku. Einungis höfóust um 2CXX) cgg upp úr krafsinu að þcssu sinni, þar scm að ckki var fullorpið. Síóustu vor hafa fcngist 4-5(XX) cgg í Drangey og cr ætlunin að fara síðar á þessti vori cf tími vinnst til. Jón Drangcyjarjarl sagði að fcrðavcrtíðin færi að byrja hjá sér bráðum og væri útlit fyrir- þónokkum cril í santbandi við ferðir út í Drangcy í sumar. / tilefni fimmtugsafmœlis míns 7. júní, tek ég á móti gestum í félagsheimilinu Ljósheimum laugardaginn 5. júní kl. 20,00. Gunnar R. Agústsson (Gunnarfrá Kálfárdal) Uppboð á lausafjármunum Eftirtalinn búfénaður verður boðinn upp að Laugardal í Lýtingsstaðahreppi laugardaginn 12. júní 1993 kl. 14,00, enda hafi uppboósbeiðni ekki verió afturkölluð fyrir þann tíma. Hross: þrjár hryssur 6-7 vetra gamlar, ein hryssa þriggja vetra gömul, tvær hryssur fjögutra til fimm vetra gamlar, einn hestur fjögurra vetra gamall. Einnig tveggja vetra rauð hryssa undan Heródesi frá Varmalæk og tveir brúnir graðhestar undan Heródesi frá Varmalæk, báðir um tveggja vetra gamlir. Nautgripir: tveir kálfar, þrjár kvígur, þrjú naut u.þ.b. 12 mánaða gömul, fjögur naut u.þ.b. 18 mánaða gömul og fjórar ungar kýr. Vænta má að greiðsla verði áskilin við hamarshögg. Sauðárkróki l.júní 1993. Sýslumaöurinn á Sauðárkróki. Hjördís Stefánsdóttir fulltrúi. Konur í Skagafirði utan Sauðárkróks! Krabbameinsskoðun fer fram dagana 9.-16. júní á Heilsugæslustöóinni Sauðárkróki. Vinsamlegast pantið ykkurtíma sem fyrst í síma 35270 alla virka daga kl. 10 -11 og 14 -15. Þær konur sem ekki hafa fengið bréf hafió samband sem fyrst. Starfsfólk heilsugæslunnar.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.