Feykir


Feykir - 15.09.1993, Blaðsíða 1

Feykir - 15.09.1993, Blaðsíða 1
© rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI ígulkerjavinnsla á Hvammstanga: Vonast til að rúmlega 20 ný sörf skapist Hvammstangabúar gera sér vonir um að 20 - 25 ný atvinnu- tækifæri skapist með tilkomu vinnslu ígulkerjahrogna sem brátt verður hleypt af stokkun- um. I hlutafélagi sem stofhað hefur verið um vinnsluna eru 23 hluthafar og er hlutafé tvær og hálf milljón króna. Fram- kvæmdastjóri hefur verið ráð- inn Harpa Vilbergsdóttir og verkstjóri Guðmundur Er- lendsson. I samtali við Feyki sagði Harpa að gert væri ráð fyrir að hráefhisöflun yrði í höndum heimaaðila, en hún vildi ekki spá fyrir hversu mikið magn tækist að vinna fyrir daginn. Húnaflói og Steingrímsfjörður voru kannaðir í fyrra með tilliti til veiða á ígul- kerjum og kom í ljóst að ágæt veiðisvæði eru meðfram strand- lengjunni. Harpa framkvæmdastjóri og Guðmundur Erlendsson verk- stjóri fóru til New-York í síðustu viku og verða þar í tæpa viku til að fræðast um vinnslu ígulkerja hjá japönskum aðila sem er eig- andi ígulkerjavinnslna víða um heim. Gert er ráð fyrir að þessi að- ili hafa milligöngu um sölu Hvammstangahrognanna til Jap- ans. EA. Vaka gerir samning um sölu til Rússlands Saumar og sníður voðir fyrir Viking ul Forráðamenn Saumastofunnar Vöku á Sauðárkróki hafa gert samkomulag við rússneskt ullar- vörufyrirtæki um framleiðslu á ullarvoð. Einnig mun starfsfólk Vöku sjá um að sníða voðina og gera hana tilbúna fyrir sauma- vélar rússneska fyrirtækisins sem heitir Víking ul og er stað- sett í borginni Udnurtía rétt aust- ur afMoskvu. Lítil starfsemi hefúr verið í Saumastofúnni Vöku síðasta árið, og í kjölfar rekstrarerfiðleika fyrir- tækisins gerðist Sauðárkróksbær eigandi í fyrirtækinu. Snorri Bjöm Sigurðsson bæjarstjóri segir að vonast sé til að hér geti orðið um töluverð viðskipti að ræða sem styrkt gæti rekstur Vöku. Ómögu- legt væri þó að segja um það á þessari stundu af hvaða stærð- argráðu viðskiptin verða, en Vaka mun áður en langt um líður fara aó framleiða upp í þennan samning. „Að vísu er mesta vinnan í sauma- skapnum, en við emm með næg verkefni í því eins og er“, sagði Snorri Bjöm. Um 12 starfsmenn vinna í Vöku í dag, mestallt kvenfólk. I sumar fékk fyrirtækið úthlutað í gegnum atvinnuleysistryggingar- sjóð 12 stöðugildum í sex mánuði. Kom sú úthlutun sér mjög vel meó- an verið var að hefja starfsemi að nýju eftir að hún hafði svo gott sem legið niðri um tíma. Það var ekki að sjá annað á kálfsa þegar hann kom af sundinu en að hann ætti nóg þrek eftir og fjórir menn áttu fullt í fangi með að halda honum. Tveggja vetra kálfur synti tæpa mílu út á Skagafjörð Óvæntur eltingaleikur átti sér stað á Eyrinni á Sauðárkróki eft- ir hádegið í fyrradag, þegar tveggja vetra nautkálfur slapp út úr sláturhúsi kaupfélagins. Tók kálfsi á rás austur eyrina og hclt þaðan á haf ÚL Hafði hann synt tæplega mflu út á fjörðinn þegar komist var fyrir hann á vélbáti og var hann teymdur svamlandi við hlið trillunnar upp í fjöruna fyrir neðan sláturhúsin. Vart þarf að taka fram að tiltæki kálfsins vakti mikla athygli verkafólks á Eyrinni sem fylgdist grannt með atburðarásinni. Það var þó ekki svo að kálfurinn væri frá bæ Handanvatna og heim- þráin ásótti hann fremur en lífslöngunin, heldur var þessi kraft- mikla skepna frá bæ einum í Lýt- ingsstaðahrcppi. Að sögn Ama Eg- ilssonar sláturhússtjóra gerðist það þegar leiða átti Lýtinginn til slátr- unar upp úr hádeginu að hann stökk á dreparann og hrinti honum um koll, stökk síðan yfir spil í rétt- inni og þar sem að gleymst hafói að loka dymm réttarhússins var leiðin Kálfurinn svamlar við hlið hafnsögubátsins, sem heitir hinu sérstæða nafni Alki. Árni Egilsson sláturhússstjóri mundar ár aftast í bátnum. út í frelsið greið. Þegar sást á eftir kálfinum á haf út var gripið til þess ráðs að fá hafn- sögumanninn á bát sínum til að ná í kálfinn. Kálfúrinn hafði synt í hálftíma þegar komist var fyrir hann og ferðalagið með hann í land tók síðan um 20 mínútur. Að sögn Áma sláturhússtjóra var kálfinum slátrað strax og komið var með hann í sláturhúsið að nýju, þar sem hætta þótti á að hann veiktist af volkinu. Mesta furða var hvað kálfsi var vel á sig kominn þegar hann kom úr sjónum og áttu fjórir menn í mesta basli með að halda aítur af honum. —KTewfltl! hp— Aðalgötu 24 Sauðárkróki ALMENN RAFVERKTAKAÞJÓNUSTA FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA BÍLA- OG SKIPARAFMAGN VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA SÍMI: 95-35519 • BÍLASÍMI: 985-31419 • FAX: 95-36019 JfKI bílaverkstæði sími: 95-35141 Sæmundargata 1 b 550 Sauðórkrókur Fax: 36140 Bílaviöger&ir • Hjólbaröaverkstæöi RÉTTINGAR • SPRAUTUN

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.